Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 22

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 22
Á döfinni í sumar Eins og oftast áður er boðið upp á kristileg mót og samverur fyrir fólk sem hefur tækifaeri og vilja til að koma saman og uppbyggj- ast í samfélagi hvert við annað. Kristniboðsmót á Löngumýri Helgina 16.-18. júlí heldur Kristni- boðssambandið árlegt fjölskyldu- og kristniboðsmót í Löngumýrar- skóla í Skagafirði. Kristniboðssam- bandið stendur fyrir mótinu sem er öllum opið. Dagskráin veröur fjölbreytt að vanda og er fyrir alla, börn jafnt sem fulloröna. Biblíu- fræðsla og fréttir af starfinu í um- sjá séra Helga Hróbjartssonar kristniboða munu m.a. setja svip sinn á dagskrána. Á Löngumýri er hægt aö panta gistingu í skála en einnig er þar fallegt og skjólgott tjaldstæði sem hentar bæöi fjölskyldum og ungl- ingum. Vinsæl heit busllaug er í garðinum og stutt til margra skemmtilegra staða ef fólk vill njóta norðlenskrar náttúru. Öll þjónusta er á næsta leiti. Skráning fer fram hjá staðarhaldara i síma 453 8116, bréfasími 453 8808. Sæludagar um verslunarmannahelgina Eins og undanfarin ár efna Skóg- armenn KFUM til fjölskylduhátíðar í Vatnaskógi um verslunarmanna- helgina. Þar verður að venju fjöl- breytt dagskrá tengd útivist og umhverfi staðarins, kvöldvökur að hætti Vatnaskógar, biblíufræösla, lofgjörðarstund, guðsþjónusta og bænastundir. Sérstök dagskrá verður fyrir börn og unglinga. Góð tjaldstæði eru á staðnum en einnig er unnt að fá gistingu inni. Með ári hverju er aðstaðan bætt en mótið er öllum opið. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstof- unni í sima 588 8899. Sumarmót hvítasunnumanna Annars vegar verða hvítasunnu- menn með sumarmót á Vopnafirði síðustu helgina í júní og hins veg- ar er boðaö til hins árlega Kot- móts um verslunarmannahelgina í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíö. Þar verður fjölbreytt dagskrá i boöi fyrir börn, unglinga og fullorðna. Áhersla verðurá biblíufræöslu, lofgjörð og samfélag. Nánari upp- lýsingar fást á skrifstofu safnaðar- ins, 535 4700. Gospelmót í Kirkjulækjarkoti Helgina 23.-25. júli verður haldið gospelmót í Kirkjulækjarkoti undir stjórn Óskars Einarssonar tónlist- arstjóra. Verður mótið á svipuðum nótum og samsvarandi mót í fyrra sem þótti takast afburðavel og voru allir þátttakendur, sem komu úrýmsum áttum og landshlutum, mjög ánægðir. Markmiðið er að hvetja og styrkja fólk til gospel- söngs í ríkari mæli. Fjölskylduvika og mót á Háraði íslenska Kristskirkjan boöar til fjölskylduviku dagana 16.-23 júní á Eyjólfsstöðum á Héraði undir yf- irskriftinni „Lífsleikni - tökum enn meiri framförum.'' Stuðst verður við fræðsluefni frá Bandaríkjun- um. Fræðslan veröur á morgnana og meiri frjáls tími eftir hádegi. Kvöldvökur verða fyrir fjölskylduna á kvöldin og síðan samfélag full- orðinna eftir það. Um verslunar- mannahelgina verður árlegt fjöl- skyldumót á sama stað þar sem saman fara leikir og létt gaman ásamt biblíufræöslu og samfé- lagsstundum með lofgjörð og fyr- irbæn. Nánari upplýsingar eru í síma 471 2171. Mót aóventista í Hlíðardalsskóla Árlegt mót Sjöunda dags að- ventista verður í Hlíðardalsskóla í Ölfusi um verslunarmannahelgina. Fjölbreytt dagskrá verður i boði fyrir alla fjölskylduna frá föstu- dagskvöldi fram yfir hádegi á mánudag. Aöalræðumaður móts- ins verður Guðmundur Ólafsson sem kemur frá Bandaríkjunum. Nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu kirkjunnar í sima 588 7800 að undanskilinni sumarlokun frá 28. júní til 22. júlí. Biblíunámskeið í Reykjavík í ágúst Biblíuskólinn við Holtaveg heldur biblíunámskeið í húsi KFUM og KFUK viö Holtaveg í Reykjavík dagana 16.-19. ágúst. Námskeið- inu verður skipt í tvo hluta, þan- nig að þau sem það vilja geta tek- iö tvo fyrri dagana, þar sem þrjú fög verða í boði, eða tvo seinni dagana sem kennt verður náðar- gjafanámskeið Willow kirkjunnar í Bandaríkjunum. Nánari upplýsing- ar eru á vefsíðu skólans: www.bibliuskoli.krist.is. 22

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.