Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 7
um í landinu og yfirvöld hafa tjáð stjórnendum skólanna áhyggjur sínar. Reynt er að takmarka fjölda þeirra sem sækja sum námskeið. Þessar stofnanir eru því undir eft- irliti yfirvalda eins og guðfræði- skólar opinberu kirkjunnar. Engu að síöur kemur fjöldi kennara við guöfræðiskóla á Vesturlöndum og kennir um lengri og styttri tíma i þessum skólum. Margir náms- menn og kennarar hafa áhuga á kristinni hugsun, heimspeki og guöfræði og tengsl þessa við sið- fræði Vesturlanda, bókmenntir, menntun, vísindi og stjórnmál. Margt menntafólk hefur breytt af- stöðu sinni til kristinnar trúar frá gagnrýni eða höfnun til samþykkis eða jákvæðni. Innan þessa hóps svonefndra menningar- eöa menntakristinna Kinverja þróast ný kínversk-kristin guðfræði, sem trúlega stendur nær daglegu lífi fólks en margt það sem kennt er á prestaskólum opinberu kirkjunnar. Innan þessa hóps er að finna fólk sem komist hefur i áhrifastöður innan stjórnkerfisins. Kristniboðskirkjan í Kína Ýmsir hópar heimilissafnaðanna eru sannfærðir um að kristnir Kin- verjar eigi að vinna að útbreiðslu fagnaðarerindisins um Jesú Krist á meðal annarra þjóða. Þrátt fyrir að ailt I hinu ytra viröist koma I veg fyrir það er ekki gefist upp. Ein þeirra sem vinnur aö kristniboðs- starfi Kínverja kallar sig Liu. Hún var á meðal þeirra fyrstu sem fór úr landi til að boða trúna á er- lendri grund. Hún segir að nú sé mun auðveldara að sinna þessu en var fyrir 20 árum. Hún þjálfaði um 200 manns í fyrra, kristniboðsnem- endur á földum skólum í suður- hluta landins. Nemendurnir geta ekki farið um frjálsir ferða sinna vegna hættu á eftirliti yfirvalda. Annar Kínverji sem kallar sig Paul hefur farið til Egyptalands og Jórdaniu. Hans hugsjón er að kristnir Kínverjar setji upp verk- smiðjur I Arabalöndunum. Prédik- ararnir geti lifað á því starfi en jafnframt vitnað um trú sina, maður við mann, þvi yfirvöld muni trúlega berjast af hörku gegn op- inberu trúboði. Paul tilheyrir hreyfingu sem kallar sig Aftur til Jerúsalem, þar sem hugsjónin er aö boða trúna sérhverri þjóð og þjóöarbroti sem býr milli Kína og Jerúsalem. Aö baki standa ein- staklingar úr heimilissöfnuöum og Kínverjar búsettir erlendis. Barátta fyrir lýðræði í Kina eins og viöa annars staðar eru ekki allir sammála um stefn- una bæði í boðunarstarfinu, eða hvaða afstöðu eigi að taka til yfir- valda i Kína og aö hve miklu leyti kristiö fólk eigi að taka þátt í bar- áttunni fyrir lýðræðislegum um- bótum í landinu. Ein stefnan er að auka þrýsting á yfirvöld og vinna að þjóðfélagsumbótum þvi ekki sé nóg að safna sálum fyrir himininn. Talsmaöur þessa hóps kallar sig Lu. Hann er þrítugur aö aldri og menntakristinn. Unnið er að und- irbúningi útgáfu neðanjarðartíma- rits sem hvetur kristið fólk einnig til ábyrgðar heima fyrir. Hann segist, í viðtali við Schafer, vera sér meðvitaður um að yfirvöld hleri símann hans og skoöi tölvu- póstinn en það veki ekki ótta hjá sér. „Ég er öruggari um mig núna," segir Lu, „því áður var ég hræddur um að verða fyrir ofsóknum. Nú er ég kristinn og veit að trú min mun hjálpa mér til að sigrast á pynt- ingum sem geta beðið mín í fang- elsi." Sehafer bendir á aö djörfung sem þessi veki ótta leiðtoga Kommúnistaflokksins. Þeir líti svo á að kirkjur mótmælenda og róm- versk-kaþólskra beri ábyrgð á falli L 7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.