Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 23

Bjarmi - 01.06.2004, Blaðsíða 23
Hafsteinn G. Einarsson Biðjum fyrir Borginni Bænaganga, 22. apríl 2004 „Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið'' Svo segir í Jak- obsbréfinu, 5. kafla og 16. versi. Þátttakendur í bænagöngunni á sumardaginn fyrsta, sem útivist- arhóparnir Foglander og 7TS stóðu fyrir, gerðu sér grein fyrir sannleiksgildi þessara máttugu orða. Tæplega 300 manns tóku þátt og gengu í kringum höfuð- borgina, báðu fyrir málefnum hennar og velferð íbúanna. Aö lokinni göngu hittust þátttak- endur í matsal Hvítasunnukirkj- unnar í Reykjavík, þar sem allir sameinuöust á bænastund. í janúar siðastliðnum, á árlegri bænastund nokkurra trúfélaga uppi á Vatnsendahæð, var reifuð sú hugmynd að standa fyrir bæna- göngu kringum höfuðborgina. Rætt var um að hafa gönguna á vordög- um, þegar birta væri tekin við af skammdeginu og fólk væri komið meö fiðring í fæturna. Varð úr að útivistarhóp- arnir Foglander og 7TS sæju um undirbúninginn og fljótlega var dagsetning göng- unnar ákveðin, 22. apríl, eöa sum- ardagurinn fyrsti. Ákveðið var aö ganga meðfram borgarmörkunum og „umvefja" þannig höfuðborgina bæn. Við skiptum borgarmörkunum upp í 7 gönguleggi, hæfilega langa, þan- nig að fólk á öllum aldri gæti tek- ið þátt. Sjö bænarefni eða bæna- þemu voru ákveðin og hvert um sig tileinkaö einum legg. Söfnuð- um og trúfélögum á höfuðborgar- svæðinu var boðið að hafa umsjón með einstökum leggjum og leggjarstjóri var skipaður frá um- sjónarkirkjunni til að fara fyrir viðkomandi legg. Þær kirkjur sem þátt tóku voru: Betanía, Digranes- kirkja, Frikirkjan Vegurinn, Hjálp- ræðisherinn í Reykjavík, Hvíta- sunnukirkjan Fíladelfía, íslenska Kristskirkjan og Óháði söfnuður- inn. Leggjarstjórar sáu síðan um að kynna gönguna innan sinnar kirkju og náöist þannig góö sam- vinna og samstaöa hjá þátttöku- kirkjum. Bænaganga var kynnt undir nafninu „Biðjum fyrir Borg- inni" og var veggspjald meö korti af gönguleggjunum hengt upp á 40 stöðum í Reykjavík. Bænarefni göngunnar má sjá hér til hliöar. Við fengum góða aðstoð frá útvarpsstöðinni Lind- inni þegar kom að því að ákveða bænarefnin en þá nýlega hafði bænaviku nýlega veriö lokið á út- varpstöðinni og mörg aðkallandi og krefjandi bænarefni komu frá þeim sem hringdu inn. Bænaþörf- in er svo sannarlega til staðar og er meöfylgjandi listi engan veginn tæmandi. En einhvers staðar veröur að gripa niður og niður- staðan varð þess- ir sjö flokkar eða bænaþemu. Við töldum rétt aö bænagangan takmarkaöist við hálfan dag og voru göngu- leggir timasettir þannig aö ein- stakir hópar lögðu af staö á milli niu og tíu um um morguninn og voru komnir að endapunkti um klukkan ellefu. Þegar fimmtudag- Tilgangur bænagöngunnar: Að taka fyrir málefni höfuð- borgarinnar í kröftugri bæn og knýja fram framrás og lausn. urinn rann upp, bjartur og fagur, var Ijóst að betra veöur var varla hægt að hugsa sér; sól og blíöa og varla hreyfði vind. Þátttakend- ur höfðu á orði að ekki hefði verið erfitt að stíga fram úr þennan morguninn. Hóparnir höfðu bænastund á upphafspunkti, á 2- 3 stöðum á leiöinni og á loka- punkti. Ekki var óalgengt að hóp- arnir tækju lagið, slík var gleðin og ánægjan. Alvaran var þó undir- liggjandi í bæninni enda var beðið af krafti og i tungum. Forvitnir borgarbúar fylgdust með, ýmist úr gluggum nærliggjandi húsa, eða bifreiðum, og fóru ekki varhluta af gleðinni og ánægjunni. Að lokinni göngu hittust þátt- takendur í matsal Fíladelfíu, Há- túni 2, á sameiginlegri bæna- stund. Hafliði Kristinsson stýrði bænastundinni og tóku viðstaddir aftur fyrir bænarefnin sjö, eitt af öðru. Hópstjórarnir stóðu síðan upp, einn af öörum og sögöu frá sinni göngu, lýstu þátttökunni og ööru markverðu. Þess má geta að þegar hópurinn frá Betaníu var að Ijúka sinni göngu frá Sprengisandi viö Bústaðaveg að Nauthólsvík, hittu þau fýrir Þórólf Árnason, borgarstjóra Reykjavíkur. Ólafur Hjálmarsson, leggjarstjóri, tók hann tali og sagöi honum í hvaða erindagjörðum hópurinn væri. Ólafur bauð síðan Þórólfi að taka þátt i bænastund á staönum sem hann og gerði. Hópurinn notaði tækifærið og bað fyrir Þórólfi og hans embætti. Er það tilviljun að borgarstjóri varð á vegi okkar eða var forsjá Almættisins hér að verki? Ég efast ekki um að borgar- stjóri hafi haft gott af fyrirbæn- inni. Við fimm sem unnum að und- irbúningi göngunnar fundum fyrir gleði og ánægju hjá öllum sem komu að framkvæmdinni. Verk- 23

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.