Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 58
44
BÚNAÐARRIT
ilisgróðurhúsa, matjurtaafbrigði til ræktunar í heimilisgróð-
urhúsum, og notkun á fljótandi áburði í heimilisgörðum.
Umrædd erindi bárust frá Noregi, Finnlandi og Danmörku.
Á dagskrá fundar hafði garðyrkjudeildin að þessu sinni
ákveðið að leggja ríka áherzlu á mikilvægi heimiiisgarðrækt-
ar, sem hefur átt mjög ört vaxandi fylgi að fagna á Norður-
löndum hin síðari ár. Ýmislegt benti þá til, að þetta „dag-
skrárstef" hafi ekki fallið sumum þeim, er starfa að rann-
sóknum, fyllilega í geð, því þátttaka rannsóknarmanna
reyndist sérstaklega dræm. Aftur á móti fjölmenntu ráðu-
nautar og aðrir, sem gegna störfum eða gæta hagsmuna á
þessu sviði.
Á vettvangi heimilisgarðræktar voru lögð fram nokkur
athyglisverð erindi, en þar mun erindi Norðmannsins dr. K.
Aamlid hafa vakið hvað mesta eftirtekt, en Aamlid tók til
meðferðar ýmis vandamál tómstundaframleiðenda. Benti
Aamlid á hversu ótrúlega lítið hefði verið unnið að rann-
sóknum, sem beinlínis kæmu þessu ræktunarfólki að notum,
en þeir væru þó þátttakendur í fjármögnun rannsókna sem
skattgreiðendur. Taldi Aamlid að heildarframleiðslumagn
heimilisgarðræktar væri af þeirri stærðargráðu, að leikmenn
ættu fullan rétt á að tekið væri tillit til þeirra, með því að
beina athugunum að hluta til inn á þeirra ræktunarsvið.
Benti Aamlid á ýmsar hugmyndir á sviði ræktunar, sem hann
hefur að undanförnu verið að prófa og leita lausna á, sem
beinast að því að auðvelda ræktunina og tryggja árvissari
uppskeru.
Annað snjallt erindi var flutt af sænska hagfræðingnum M.
Carlsson um framtíðarviðhorf garðyrkju sem atvinnugreinar
á Norðurlöndum. Á flestum deildarfundum ráðstefnunnar
var almenn óánægja með það fyrirkomulag, sem tekið var
upp, að láta kynna (rapportere) erindi, sem lögð voru fram,
en slík hugmynd varð til, þegar verið var að undirbúa ráð-
stefnu N. J. F. hér árið 1975, en náði þá ekki fram að ganga.
Er vafasamt að þessi tilhögun verði reynd aftur.