Búnaðarrit - 01.01.1980, Blaðsíða 368
354
BÚNAÐARRIT
Hylur 75-947 er fæddur Eiríki Jónssyni að Berghyl, f. Blæv-
ar 72-892, m. Seinlát, ff. Frosti 69-879 og fm. Skjörr 177 í
Oddgeirshólum, sem bæði hafa hlotið I. verðlaun fyrir af-
kvæmi, mff. Þokki 59-803. Hermann Sigurðsson keypti Hyl
lambið af Eiríki á Berghyl og lét hann af hendi til sæðingar-
stöðvarinnar í Laugardælum á liðnu sumri. Hjalti Gestsson
lýsir Hyl svo í umsögn um hrúta í Laugardælum. „Hylur er
fremur fínhyrndur, sæmilega vel hvítur, með vel lagaðan
haus, ávalar kjötmiklar herðar, góðar útlögur, óvenju harð-
vöðvað bak, frábær mala- og lærahold, stutta fætur og ágæta
fótstöðu.“ Afkvæmin eru hvít, hyrnd, virkjamikil, samstæð
og ræktarleg, með ágæta bringu og útlögur, góð bakhold,
fríðan haus og beina fótstöðu. Fullorðnu synirnir, sem
fylgdu, eru ágætir I. verðlauna hrútar, voru í 3. og 11. sæti I.
heiðursverðlauna hrúta á héraðssýningu í Árnessýslu 1979.
Hylur á auk þeirra 9 aðra sýnda I. verðlauna syni í héraði.
Ærnar, sem fylgdu, eru með ágæta frambyggingu, góð bak-
hold og sterka og gleiða framfótarstöðu. Auk þeirra voru
skoðaðar 10 ær 1 vetra og eldri af sömu gerð. Gimbrar-
lömbin eru góð ærefni, hrútlömbin hrútsefni. Hylur hefur
115 í einkunn fyrir 146 lömb og 110 fyrir 6 dætur. Hann
hefur gefið fleiri lömb í stjörnuflokk en aðrir hrútar.
Hylur 75-947 hlaut /. verðlaun fyrir afkvœmi.
Gnúpverjahreppur
Þar var sýndur einn hrútur og ein ær með afkvæmum, sjá
töflu 2 og 3.
Tafla 2. Afkvæmi Holta 73-109 Ara á Hæli
1 2 3 4
Faðir: Holti 73-109, 6v 105,0 103,0 25,0 130
Synir: Hnykill, 2v., I.v 100,0 104,0 26,0 128
Hæll, 1 v., I.v 82,0 102,0 25,0 129
5 hrútl., 4 tvíl 46,0 80,0 18,3 118