Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 348
334
BÚNAÐARRIT
Egilsstaðakoti, en til vara voru þeir Oddgeir Soldánsson
Samúels Jónssonar í Þingdal og Humar Gámsson í Syðri-
Gróf. Þeir Þrasi og Faldur eru kollóttir og hlutu I. verðlaun
A á héraðssýningunni, en Glaður var dæmdur 4. bezti hrútur
sýningarinnar með 84.5 stigum, enda er hann fádæma
holdakind, grár að lit.
Rangárvallasýsla
Þar voru sýndir 658 hrútar eða 118 hrútum færra en 1975,
394 tveggja vetra og eldri, er vógu 94.9 kg, og 264 vetur-
gamlir eða álíka margir og fyrir fjórum árum, sem vógu 77.1
kg. Hrútarnir voru nú aðeins léttari en jafnaldrar þeirra
1975, en röðun og gæði voru nú betri. Fullorðnu hrútarnir
voru þyngstir í A.-Eyjafjallahreppi 101.1 kg, en léttastir í
V.-Landeyjum 86.8 kg. Veturgamlir hrútar voru einnig
þyngstir í A.-Eyjafjallahreppi 84.1 kg og léttastir í V.-
Landeyjum 68.0 kg. Fyrstu verðlaun hlutu 392 eða 59.6%
sýndra hrúta, 289 fullorðnir, sem vógu 97.8 kg og 103 vetur-
gamlir, ervógu 82.4 kg, sjá töflu 1 og 3. í Austur-Eyjafjalla-
hreppi eru hrútar jafnbeztir í héraði, samstæðir og jafnir að
gæðum.
Ásahreppur. Þar voru sýndir 102 hrútar, 55 fullorðnir og
47 veturgamlir. Hrútar voru yfirleitt heldur rýrir og yngri
hrútar tæplega nógu þroskamiklir. Sumir hrútar voru linir í
afturkjúkum. Kastalabrekkuhrútar báru af í þroska og þrif-
um og voru þeir flestir synir sæðisgjafa, sem notaðir hafa
verið í Laugardælum, sbr. skrá um I. verðlauna hrúta í
Ásahreppi. Af öðrum hrútum má nefna Hnoðra Tómasar á
Hamrahól, Dropa og Frama Sigþórs í Ási, Steðja og Feld í
Kálfholti, Kálf Steðjason Guðmundar í Lækjartúni og
Fannar og Vafa Davíðs í Sumarliðabæ. Af veturgömlum
voru taldir beztir Valur og Vöttur í Kálfholti, Soldán Sold-
ánsson í Vetleifsholti og Kubbur Eiríks í Ási.
Djúpárhreppur. Þar voru sýndir 20 hrútar, 14 fullorðnir
og 6 veturgamlir. Hrútar voru mjög breytilegir að formi og