Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 349
HRÚTASÝNINGAR
335
gæðum, sérstaklega þeir veturgömlu, en innanum ágætir
sæðishrútar á öllum aldri. Af fullorðnum hrútum voru taldir
beztir þeir Ljómi, Börkur og Sómi í Búð og B jartur og Lappi
í Brekku. Pristur Blævarsson í Brekku var beztur af vetur-
gömlum.
Holtahreppur. Þar voru sýndir aðeins 32 hrútar, 25 full-
orðnir og 7 veturgamlir. Sumir hrútanna voru nokkuð há-
fættir, en innanum allgóðir sæðishrútar, heima tilbúnir varla
nógu kostamiklir, sumir hrútar voru veikir í k júkum. Af eldri
hrútum og tvævetrum voru beztir Rosti og Fannar á Læk,
Bjartur í Hvammi, Púði, Kulur og Vöggur í Bjálmholti og
Lykill og Mossi á Þverlæk. Blær Blævarsson í Bjálmholti og
Ófeigur á Læk voru beztir af veturgömlum.
Landmannahreppur. Þar voru sýndir 69 hrútar, 43 full-
orðnir og 26 veturgamlir. Hrútamir vom ekki í formi, heldur
rýrir og léttari en jafnaldrar þeirra víða í sýslunni, sérstak-
lega 1 og 2 vetra hrútar, en þeir ekki illa gerðir, enda flestir
út af sæðisgjöfum komnir. Má vera, að þeim hafi verið sleppt
skyndilega í vor. Nokkrir eldri hrútar vom ekki nógu fylltir í
lærum, aðeins bar á linum kjúkum. Af eldri hrútum vom
beztir Smári Magnúsar í Hjallanesi, Spakur í Þúfu, Jarl
Frostason í Lækjarbotnum og Ófeigur Lindason á Skarði, af
tvævetmm Gámur Gámsson í Flagbjarnarholti, Hnykill
Hermanns í Hjallanesi og Akur á Skarði. Búi Blævarsson í
Flagbjarnarholti, Kóngur í Lækjarbotnum og Kútur Bene-
dikts í Austvaðsholti vom beztir af veturgömlum.
Rangárvallahreppur. Þar vom sýndir 63 hrútar, 39 full-
orðnir og 24 veturgamlir. Hrútamir voru allsæmilega gerðir
og Gunnarsholtshrútar holdmiklir, en sumir þeirra og aðrir
þungir hrútar aðeins linir í afturkjúkum. Frá Gunnarsholti
voru sýndir 26 hrútar, þar af 11 veturgamlir, og hlutu 23
þeirra I. verðlaun. Framför á hrútastofni búsins hefur verið
með eindæmum á síðustu ámm. Ærstofninn er ósamstæður,
en sæðingar og kynbætur hafa verið nýttar til hins ýtrasta.