Búnaðarrit - 01.01.1980, Blaðsíða 77
SKÝRSLUR STARFSMANNA
63
síðustu starfsskýrslu, hefur komið fram, að nokkrar aðrar
höfðu átt sér stað á félagsstarfseminni það ár. Nautgripa-
ræktarfélag Svarfdæla, sem starfað hafði í 75 ár, var lagt
niður, en við tóku búnaðarfélögin í Svarfaðardal og á
Dalvík. Er þess vænzt, að félögin tvö, sem nú tóku við, haldi
áfram að starfa af áhuga, eins og gamla félagið gerði, og ætti
ágætur árangur í kynbótastarfinu, sem það náði, að styrkja
þá viðleitni. í Kirkjubólshreppi öllum í Strandasýslu eru nú
samtals færri kýr en á meðalbúi í Iandinu, þar sem skýrslu-
hald er um nautgriparækt. Hefur félagið verið lagt niður, en
starfaði vel lengi, þótt mjólkurframleiðsla væri aldrei mikil.
Þá staðfesti stjórn Búnaðarfélags íslands 24. ágúst 1978
nýja búfjárræktarsamþykkt fyrir Bsb. Austur-Húnavatns-
sýslu. Samkvæmt samþykktinni er stofnuð búfjárræktar-
deild Bsb. A.-Húnavatnssýslu (B.B.S.A.H.). Hefur hún yf-
irumsjón með nautgripa-, sauðfjár- og annarri búfjárrækt á
sambandssvæðinu og tekur við hlutverki starfandi félags-
deilda á svæðinu, sé þess óskað af þeim. Eftir fram-
kvæmdinni síðan að dæma virðist, að öll nautgriparæktarfé-
lögin í sýslunni hafi verið lögð niður, þótt ekki hafi það verið
tilkynnt formlega hingað. Afurðaskýrslur eru til úr ein-
stökum hreppum, svo sem hér segir, til 1979: Áshreppur
1931—1935, 1940—1949,1959—1969,1970—1972 (með
Sveinsstaðahreppi) og 1973—1978. Nf. Sveinsstaðahrepps,
þar sem starfsemin hefur verið mest og heillegust, þar með
talið nautahald á sínum tíma, hélt skýrslur 1908—1909 og
1930—1978. Úr Torfalækjarhreppi eru skýrslur 1929—
1939 og 1954—1978, Svínavatnshreppi 1915—
1941, 1954—1955 og 1965—1978 og Bólstaðarhlíð-
arhreppi 1929—1936, 1954—1964, 1965—1972 (með
Svínavatnshreppi) og 1973—1978. Engihlíðarhreppur var
með skýrsluhald 1915—1919,1930—1947,1954—1958 og
1960—1978, Vindhælishreppur 1917—1922, 1929—1937,
1964—1966, 1967—1973 (með Engihlíðarhreppi) og
1974—1978. Úr Skagahreppi bárust skýrslur fyrir