Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 153
SKÝRSLU R STARFSMANNA
139
mundar Jósafatssonar, sem um þessar mundir eða bráðlega
hverfur frá þeim störfum, sem hann hefur rækt hér, löngum í
mínum verkahring eða í nánum tengslum við hann.
Á gamlársdag 1979.
Starfsskýrsla varahlutafulltrúa
Starf mitt var tvíþætt á síðast liðnu ári eins og undanfarin ár.
Annars vegar varahlutaútvegun og hins vegar ýmis störf á
skrifstofunni, einnig hef ég séð um útsendingu á áskriftir á
Frey og Búnaðarritinu.
í varahlutaútveguninni gekk á ýmsu. Farmannaverkfallið
setti þar stórt strik í reikninginn, þó bjargaðist það furðulega
vel, mest vegna þess, hve sláttur hófst seint víðast hvar. Ekki
veit ég, hvernig farið hefði, ef sláttur hefði byrjað á eðlileg-
um tíma um allt land, þar sem umboðin voru að fá vara-
hlutasendingar sínar utanlands frá fram á mitt sumar. Til mín
leituðu 210 bændur á árinu og skiptust þeir þannig eftir
sýslum landsins. Innan sviga eru tölur frá 1978, 1. maí til 1.
sept., en árið 1979 allt. Gullbringu- og Kjósarsýsla 1 (3),
Mýra- og Borgarfjarðarsýsla 6 (9), Snæfellsnes- og
Hnappadalssýsla 7 (8), Dalasýsla 8 (4), Barðastrandarsýslur
6 (4), ísafjarðarsýslur 6 (11), Strandasýsla 8 (5), Hún-
avatnssýslur 25 (4), Skagafjarðarsýsla 11 (6), Eyjafjarðar-
sýsla 17 (22), Þingeyjarsýslur 33 (9), Múlasýslur 28 (21),
A.-Skaftafellssýsla36(14),V.-Skaftafellssýsla4(4),Rangár-
vallasýsla 1 (l)ogÁrnessýslal3 (5)eðasamtals2 lOárið 1979
á móti 130 árið 1978 (1.5.—1.9.). Samstarfið við vélaum-
boðin var yfirleitt mjög gott og þakka ég þeim samstarfið.
Ferðalög. Ég ferðaðist um Dalasýslu s.l. vor og hélt 3 fundi
og var fundarsókn mjög góð þrátt fyrir töluverða ófærð, 1
fundur var á Vopnafirði, 2 fundir voru haldnir í Húnavatns-
sýslum, 1 í hvorri sýslu, 3 fundir í Strandasýslu og 3 í Skaga-