Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 151
SKÝRSLUR STARFSMANNA
137
útlendingunum svo vel hafa tekizt öll forsaga og leiðsögn, að
lof hafa tjáð og má því gera ráð fyrir, að hér hafi um leið gerzt
viðeigandi landkynning, sérstaklega á sviði sögu, búnaðar og
landfræðilegra viðhorfa. Við lok þinghaldsins tjáði ég félög-
um mínum frá Norðurlöndum, að nú hafi ég rækt umrædd
störf í aldarf jórðung og ef áframhald verður á samskiptum af
þessu tagi muni annar taka við. Annars eru breytt viðhorf
um skipulag þessara mála í deiglunni.
b. Orðabók landbúnaðarins. Um Ianga áraröð hafa norskir
búvísindamenn unnið að Orðabók landbúnaðarins, þar sem
lykilorðin eru norsk og þýðingar þeirra á 6 öðrum tungu-
málum. Við íslendingar komum þar inn í dæmið svo seint, að
naumur tími gafst til að koma orðaforða okkar áleiðis í þeim
mæli, sem efni stóðu til. Fyrirheit voru gefin um að mest þrjú
samheiti íslenzk mættu fram koma við hverja þýðingu orðs,
en við prentun var fjöldi þessi skertur þannig, að í handriti
áttum við um 17000 íslenzk orð, en í orðalista bókarinnar
urðu þau aðeins um 14.000. Orðabókin kom út í tveim
bindum. Var efnt til samkomu af því tilefni í marz og þáði ég
boð um að vera þar viðstaddur, enda hafði ég haft umsjón
með orðaforða á íslenzku, lesið fyrstu próförk og annars
notað allar frístundir um meira en tveggja ára skeið auk hálfs
starfs á sama tíma á vegum Búnaðarfélags íslands, sem
raunar varði verðmætum þeirra starfa til verksins.
Orðabókin er nú komin hingað til lands í rúmlega 20
eintökum og mun vafalaust meira fylgja, því að þarna er
þorri fagorða okkar, sem ekki finnast í öðrum orðabókum
með íslenzk heiti viðtengd eða þýdd á aðrar tungur. Verk
þetta var eitt hið áhugaverðasta, sem ég hef að unnið og
vonandi heldur starfið áfram, því að í mörgum löndum er
þetta orðabókarstarf áhugaefni, enda gagnlegt fræðimönn-
um, kennurum og öðrum, sem fagleg fræði stunda.
c. Ritstörf. Eins og að undanförnu hef ég skrifað allmargar
greinar til birtingar bæði hér á landi og erlendis. í fyrsta lagi