Búnaðarrit - 01.01.1980, Side 380
366
BÚNAÐARRIT
að gerð, gimbrarnar líflömb, önnur mjög góð. Moli er frábær
einstaklingur, stóð efstur hrúta á héraðssýningu í Rangár-
vallasýslu 1979. Stefna hefur 5,8 í afurðastig.
Stefna 75-165 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
C. Kverk 75-1103, eigandi Félagsbúið að Ytri-Skógum, er
heimaalin, f. Blær 73-324, m. Blæja, mf. Bjarmi. Kverk er
hvít, hyrnd, gul á haus og fótum, með sterka fætur og ágæta
fótstöðu, ágætlega gerð, frábær um herðar, jafnvaxin og
ræktarleg. Afkvæmin eru hvít, hyrnd, gul á haus og fótum,
fullorðnu synirnir ágætar I. verðlauna kindur. Glampi var 6.
í röð I. heiðursverðlauna hrúta á héraðssýningu, Glæðir 5. í
röð jafnaldra á hreppssýningu, hrútlambið hrútsefni,
gimbrin ærefni og ærnar álitlegar. Kverk er með 6,5 í
afurðastig.
Kverk 75-1103 hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.
D. Rjóð 74-1040 Félagsbúsins að Ytri-Skógum er heimaal-
in, f. Blómi 69-860, sem áður er getið, m. Elding, mf. Eldur
67-829. Rjóð er hvít, hyrnd, virkjamikil, langvaxin og
holdfyllt, frjósöm og afurðagóð, er með 6,4 í afurðastig.
Afkvæmin eru hvít, hyrnd, Þröstur ágætur I. verðlauna
hrútur, Mergur sterk I. verðlauna kind, önnur gimbrin gott
líflamb, en skortir reynslu á dætur.
Rjóð 74-1040 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
E. Snót 71-824, hjá sama eiganda, er heimaalin, f. Lítillátur
61-831 frá Oddgeirshólum sæðisgjafi í Laugardælum, sem á
sínum tíma hlaut I. heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, m. Grána
341. Snót er hvít, hyrnd, virkjamikil, langvaxin og
sterkbyggð, fáguð um herðar, með ágætar útlögur, sterka
fætur og beina fótstöðu. Afkvæmin eru hyrnd, tvö hvít, tvö
svört, eitt grátt, ágætlega gerð. Þristur var 8. í röð I. heiðurs-
verðlauna hrúta á héraðssýningu í Rangárvallasýslu 1979,