Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 260
246
BÚNAÐARRIT
ustu árin vegna aukinnar friðunar á fiskimiðum, hefur gildi
sjávarútvegsins aukizt enn til muna fyrir afkomu þjóðarinn-
ar. Forysta sjávarútvegsins hefur verið svo algjör, að gengi
krónunnar er látið síga eða hrapa eftir hag sjávarútvegsins,
ekki sízt frystihúsanna. Hækki verð á fiski úr sjó Iækkar eða
sígur krónan, lækki verð á fiski erlendis sígur krónan, hækki
kaup vegna vísitöluhækkunar sígur krónan, en hækki verð á
fiski erlendis hækka launin innan stundar. Iðnaðurinn, sem
þyrfti að geta tekið við þorra þess æskufólks, sem árlega
kemur á vinnumarkað, er getulaus, vegna þeirrar fávíslegu
ákvörðunar íslenzkra stjórnvalda á sínum tíma að ganga í
EFTA, svo að við þurfum að keppa í öllum greinum við
stórþjóðir, sem fremstar standa í heiminum í iðnaði. Allt er
gert til þess, að ísland hljóti að verða sem háðast öðrum
þjóðum fjárhagslega. Við fáum ekki einu sinni að borða
okkar frábæra Lindusúkkulaði í friði, yfir okkur er hellt
öllum girnilegustu súkkulaðitegundum, sem framleiddar eru
á Norðurhveli jarðar, og svona er þetta á öllum sviðum.
Okkar fyrirtæki eru á flestum sviðum svo lítil á alþjóðamæli-
kvarða, að fá sterk erlend fyrirtæki, sem eiga umboðsmenn á
íslandi, eiga auðvelt með að sverfa svo að íslenzku fyrirtækj-
unum, að þau gefist upp eftir fárra ára baráttu. Frjálshyggju
postularnir treysta þá aðeins á sjávarútveginn og erlenda eða
hálf erlenda stóriðju. Einn þáttur útflutningsiðnaðar hefur
staðið sig betur en hægt var að vonast eftir, þ. e. ullar- og
skinnaiðnaðurinn. Má þakkaþað íslenzkri hönnunarsnilli og
sérkennum íslenzku ullarinnar. Hið síðarnefnda er þó af
mörgum ekki viðurkennt, enda yrði það til álitsauka hefð-
bundins búskapar hér á landi, en það passar ekki fyrir frjáls-
hyggju meistarana, og ekki getur þessi iðnaður greitt sæmi-
legt verð fyrir hráefnið.
Nú hefur það ótrúlega skeð, að eftirspurn eftir dýrum
fiskafurðum hefur dvínað í svipinn, með þeim afleiðingum,
að krónan hefur að sjálfsögðu sigið óven ju hratt, einnig vofir
yfir atvinnuleysi. Er því í svipinn svart í álinn að stefna að