Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 256
242
BÚNAÐARRIT
leiðslan sé sök nokkurra stærri bænda, sem framleiða veru-
legt magn umfram 440 ærgildaafurðir. Væri lögbönnuð
búvöruframleiðsla þeirra, sem ekki búa á lögbýlum, og að-
eins greitt útflutningsverð fyrir framleiðslu stærri búa en
núverandi meðalbús, þá væri vandinn leystur, að dómi þess-
ara manna. Þetta er í senn skammsýnasta og heimskulegasta
viðhorfið, sem fram hefur komið. Þótt skylt sé og jafnan
sjálfsagt að leggja meira á breiðu bökin en þau mjórri, má
ekki keyra allt niður í eða niður fyrir meðalmennskuna.
Verksmiðjurekstur í búfjárrækt í heimi allsnægta á engan
rétt á sér, hvorki í hinum svokölluðu hefðbundnu búgreinum
né þeim gömlu og góðu búgreinum, sem lítt geta notfært sér
innlend aðföng, eins og alifugla- og svínarækt, heldur byggja
tilveru sína að mestu á fóðurinnflutningi og veita aðeins
örfáum atvinnu hérlendis, séu þær reknar sem verksmiðju-
rekstur, en kosta þá gífurlegt fjármagn í stofnkostnaði. Hins
vegar sýna búreikningar, að jafnan bera sig bezt bú, sem eru
af nærri meðalstærð eða stærri, þótt bú af tvöfaldri meðal-
stærð eða meira beri sig oft sízt betur en nokkru minni bú.
Afkomu bænda má ekki eingöngu miða við bústærð. Bænd-
um með minni búvöruframleiðslu en nemur 300 ærgilda-
afurðum má í stórum dráttum skipta í tvo hópa, þá, sem hafa
lítil umsvif og jafnframt litlar tekjur, og þá, sem auk búskap-
arins hafa umtalsverðar tekjur af ýmsu örðu, ef til vill háum
launum fyrir ýmis störf, svo sem kennslu, prestskap, þing-
mennsku, aksturs skólabíla, mjólkurbíla o. s. frv. Sumir
þessir smábændur eru því hátekjumenn á bænda mælikvarða
og eiga ekki síður að taka á sig framleiðslutakmarkanir en
þeir, sem hafa meðalbú eða meira og hafa allar eða því nær
allar tekjur sínar af búfjárræktinni.
Er leið á júnímánuð sáu forvígismenn bænda með land-
búnaðarráðherra í fylkingarbrjósti, að vá var fyrir dyrum að
því leyti, að allar líkur bentu til, að mjólkurframleiðendur
mundu margir hafa fullnotað kvóta sinn á næsta hausti og því
líkur á, að þeir myndu framleiða of lítið af mjólk fyrri hluta