Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 64
50
BÚNAÐARRIT
Talsvert hefir verið rætt um skipulagningu framleiðslu og
jafnvel kvótaræktun vissra tegunda, og það fyrirbrigði að
flytja inn dýra lauka í meira magni en unnt er að selja, ýtir
eflaust undir þá skoðun, að visst aðhald geti verið tímabært.
Hins vegar var slíkt kvótakerfi, þar sem mönnum var
skammtað ákveðið magn í ræktun, reynt í Hollandi, en gafst
ekki betur en svo að frá var horfið. Ákveðin samvinna
manna, sem rækta lauka og raunar aðrar tegundir, er hins
vegar nauðsynleg og alltof algengt er, að menn hlaupa í
ræktun, sem gaf góða raun á fyrra ári. Ef slíkir ná ákveðnum
fjölda er jafn augljóst, að það sem gaf góða raun í fyrra er
lélegt í ár. Heildarvelta blómasölu mun hafa numið um 630
milljónum (heildsöluverðmæti).
Talsverður innflutningur var á pottaplöntum og afskorn-
um blómum á árinu, en nokkuð umdeilt, hve vel hann féll að
markaðsþörfum.
Sala trjáplantna, runna, fjölærra plantna og sumarblóma
gekk yfirleitt allvel, en víða voru miklir erfiðleikar við um-
hirðu sumarblóma í uppeldi sökum vorkulda. Áætluð velta
þessara greina er ca. 190 millj. kr.
Ég átti sæti í stjórn IV. deildar N.J.F. og sótti fundi vegna
þeirra starfa í Noregi og Finnlandi. Sat ennfremur 16. ráð-
stefnu N.J.F. í Osló dagana 3.—6. júlí. f*á átti ég sæti í tveim
undirdeildum í III. deild N.J.F., þ.e.a.s. gróðurhúsadeild og
tæknideild. Sótti ég fund og ráðstefnu í gróðurhúsadeild,
sem haldin var á tilraunastöðinni í Árslev í Danmörku.
Fjallaði hún um orkunotkun og ný þekjuefni á gróðurhús
með það fyrir augum, að ná sem beztum árangri í nýtingu
orku. Stóð ráðstefnan í þrjá daga og var mjög vel heppnuð.
Ennfremur var hin nýja gróðurhúsatilraunastöð í Árslev
skoðuð svo og ýmsar fyrirmyndar gróðrarstöðvar á Fjóni.
Ég var ritari Búnaðarþings eins og undanfarandi ár.
Margs konar matsgerðir framkvæmdi ég. Var einkum um
að ræða ýmsar plöntur, lauka, hnýði, trjáplöntur og runna,
sem höfðu orðið fyrir skemmdum í flutningi frá útlöndum.