Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 418
404
BÚNAÐARRIT
Yfirlit yfir lit, önnur einkenni, nokkur mál og útlitsdóm.
í töflu Ila er sýnt, hvemig litur kúnna og önnur einkenni
voru í hverju félagi. Af kúnum voru 47.6% rauðar og
rauðskjöldóttar, 26.7% bröndóttar og brandskjöldóttar,
18.0% kolóttar eða kolskjöldóttar, 5.7% svartar eða svart-
skjöldóttar, 1.8% gráar og gráskjöldóttar og hvítar og grön-
óttar voru 0.2%. Engar teljandi breytingar hafa verið á
litarsamsetningu sýndra kúa undanfarnar sýningarumferðir
á Suðurlandi. Kollóttum kúm fækkar nokkuð frá næstu sýn-
ingu áður, en þá höfðu þær aldrei verið fleiri. Hyrndar kýr
voru nú 6.4% og hníflóttar 8.8% af sýndum kúm.
í töflu Ilb er sýnt, hvernig brjóstummál, hæð á herða-
kamb, júgurhæð og spenalengd skiptist eftir svæðum. Ekki
hafa þessi mál verið tekin áður af kúm á sýningum á Suður-
landi, að undanskildu brjóstummáli. Meðalbrjóstummál
kúa á sýningarsvæðinu var 180.1 cm og hefur það aldrei
verið meira í einni sýningarumferð. Á svæði Nsb. Rangár-
valla- og V.-Skaftafellssýslu var meðalbrjóstummálið 180.0
cm, og í félögum á svæði Nsb. Árnessýslu 180.2 cm. Að
meðaltali voru kýrnar í A.-Eyjafjallahreppi með mest
brjóstummál eða 183.7 cm. Af einstökum kúm hafði Lind
79, Hlíð, A.-Eyjafjallahreppi, mest brjóstummál, 209 cm.
Það er mesta ummál brjósts, sem mælt hefur verið hér á landi
á sýningum. Alls voru það 16 kýr, sem höfðu 200 cm brjóst-
ummál eða meira og 130, sem höfðu meira en 190 cm. Af
þessum 130 kúm var rúmlega helmingur undan eftirtöldum
5 nautum: Neista 61021, Glampa 63020, Heiðari 63021,
Húf 62009 og Frey 66005. Flestar voru þær undan Neista
61021 eða 20 og af þeim voru 9, sem höfðu 200 cm brjóst-
ummál eða meira. Meðalhæð á herðakamb var 130.7 cm. Að
meðaltali voru sýndar kýr mun hærri í Nsb. Árnessýslu
(131.4 cm) en á svæði Nsb. Rang. og V.-Skaft. (129.4 cm).
Hæstar á herðakamb að meðaltali voru kýr í Sandvíkur-
hreppi, 133.2 cm. Af einstökum kúm voru hæstarTrölla 39,