Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 355
HRÚTASÝNINGAR
341
móti 91.3 kg 1975, og 32 veturgamlir, er vógu 68.8 kg eða
6.3 kg minna en síðast. Veturgömlu hrútarnir voru hins
vegar helmingi fleiri en þá. Af sýndum hrútum hlaut 41 eða
51.2% I. verðlaun, 32 fullorðnir og 9 veturgamlir. Þeir
veturgömlu flokkuðust illa, enda þótt margir væru allvel
gerðir. Þá vantaði þroska. Bezti hrútur sýningarinnar
dæmdist Þristur í Seglbúðum, 2 vetra, kollóttur, en hann var
6. í röð heiðursverðlauna hrúta. Beztur hyrndra hrúta var
Smári Björgvins á Hunkubökkum. Stjarni í Seglbúðum var
bezti veturgamli hrúturinn.
Leiðvallahreppur. Þar var sýndur 51 hrútur, eða 6 fleiri en
síðast, og hlutu 20 I. verðlaun eða 39.1%. Af fullorðnum
hrútum hlutu 17 I. verðlaun eða 63%, en aðeins 3 vetur-
gamlir eða 12.5%. Þetta er lægsta hlutfallið í sýslunni hjá
veturgömlum hrútum, enda voru þeir mjög misjafnir og
sumir eins og óvaldir. Beztu hrútar sýningarinnar voru
Köggull á Strönd, veturgamall, hyrndur, og Fífill á Melhól, 2
vetra, hymdur. Þeir hlutu báðir I. verðlaun A á héraðssýn-
ingunni.
Hörgslandshreppur. Sýndurvar 101 hrútur, 56 fullorðnir,
er vógu 86.8 kg og 45 veturgamlir, er vógu 73.1 kg. Alls
hlutu 52 hrútar I. verðlaun. Af þeim fullorðnu hlutu 38 eða
67.9% I. verðlaun og 14 veturgamlir eða 31.1%. Vetur-
gömlu hrútana vantaði yfirleitt þroska og of margir höfðu
léleg hold á baki og lærum. Enginn hrútanna hlaut I.
heiðursverðlaun á héraðssýningu, en 3 fullorðnir og 2 vetur-
gamlir hlutu þar I. verðlaun A.
Ljóst er, að mikill hluti hrúta í Vestur-Skaftafellssýslu er
undan sæðingarhrútum eða kominn út af þeim. Flestir sæð-
ingarhrútarnir em ágætar kynbótakindur. Þó finnst mér rétt
að vekja athygli á, að féð, sem fyrir var í sýslunni, vestur-
skaftfellska féð, hefur marga góða kosti, s. s. góða bringu-
byggingu og sérstæða ull. Þessum og öðrum sérkennum
fjárins megum VÍð ekki glata. Bændahöllinni í maí 1980.
23