Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 95
SKÝRSLUR STARFSMANNA
81
Stjami 864 frá Vík, Mýrdal, og Sokki 848 frá Borgarnesi.
Alls var greitt út á fyrrnefndu hópana kr. 2.814 þús.
Fjórðungssýning var á Norðurlandi. Forskoðun fór fram frá
6. til 23. júní. Var ferðast um allt Norðurland austur í Öx-
arfjörð og með mér fóru Egill Bjarnason, ráðunautur, Einar
Höskuldsson og Magni Kjartansson, bændur. Egill og Magni
skiptu með sér vestur- og austursýslunum.
Aðalsýning var haldin á Vindheimamelum í Skagafirði í
heldur leiðu veðri dagana 28. júní til 1. júlí. Tókst það
prýðilega, þrátt fyrir kalt og graslaust vor, en tæpt var á að
gefa þyrfti ferðahestum, svo var illa sprottið. Kynbótahross,
sem skoðuð voru, reyndust 27 stóðhestar, en 14 valdir á
sýningu auk tveggja hesta í afkvæmadóm, og 118 hryssur. Af
þeim voru 55 valdar á sýninguna, en engin hryssa var metin
til afkvæmaverðlauna. Alls voru greidd verðlaun kr.
3.037.000- Ég rita ýtarlega um fjórðungssýninguna á Vind-
heimamelum í Hestinn okkar 4. tbl. 1979.
/ ættbók voru skráðir 12 stóðhestar og 72 hryssur. Til út-
landa voru fluttir 5 stóðhestar á meðalverði kr. 1.4 millj. ísl.
Evrópumeistaramót íslenzkra hesta var haldið í Uddelen i
Hollandi 24.—26. ágúst. Mætti ég þar sem aðaldómari frá
íslandi, sat auk þess dómarafund, en ferðin tók viku, kostuð
að mestu af Búvörudeild S. í. S. Önnur mót og sýningar, sem
ég vann við, voru: Vormót 4.—5 maí og stórmót 11.—12.
ágúst á Hellu, Rang., stóðhestasýning á Víðivöllum og Mel-
avelli í Reykjavík 18.—20. maí, héraðssýning á kynbóta-
hrossum í Dölum 6.—7. júlí og góðhestasýning á Víðivöll-
um, Reykjavík, við úrval keppnishesta til þátttöku í Holl-
andi, 28.-29. júlí.
Bændaskólann á Hólum heimstótti ég s. 1. vetur með
erindi og myndir og kenndi hrossadóma á Hvanneyri.
Stjórn Stofnverndarsjóðs veitti framlög til kaupa á stóð-
hestunum Sörla 876 frá Stykkishólmi, Hrs. Suðurlands,
Þresti 909 frá Kirkjubæ, Hrs. Vesturlands og A.-Hún.,