Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 147
SKÝRSLUR STARFSMANNA
133
gæzla framkvæmd í hverri sveit á ábyrgð sveitastjórna. Þær
ráða til þess forðagæzlumenn, sem mæla og meta birgðir
bænda og skrá tölu búfjár.
Margir rækja þessi störf með umhyggju og samvizku-
samlega, aðrir miður vel, og þegar harðæri steðjar að og létta
þarf bagga og byrðar búenda, sýnir það sig, að allt of lítið er
sinnt að geta um ýmiss atriði til færslu á skýrslur, sem
nauðsyn er að taka með þegar meta skal afföll og sérleg
atriði í sambandi við fóðurforðann og öflun hans, en á upp-
lýsingum forðagæzlumanna hljóta niðurstöðumar að
byggjast.
Samkvæmt tölulegum upplýsingum úr forðagæzluskýrsl-
unum, hafa metnar niðurstöður um eftirtekju heimaaflaðs
fóðurs orðið sem hér segir á árunum 1977 og 1978:
Millj. F. E. Millj. F. E. Millj. F. E.
þurrhey vothey graskögglar
Ár
1977
1978
206,0 19,0 6,5
188,9 19,3 8,4
Þegar skýrsla þessi er skráð, er enn ekki vitað hve mikil
eftirtekjan hefur orðið sumarið 1979, enda eru ekki allar
skýrslur komnar til Forðagæzlu Búnaðarfélagsins og því síð-
ur að allt mat sé fullkannað. I þessu sambandi má geta þess,
að í vaxandi mæli er heildarmatið byggt á niðurstöðum
efnarannsókna við hlið mats forðagæzlumanna.
Til þess að tryggja ömgga meginlínu í matinu fyrir heilar
sveitir og heila landshluta, væri æskilegt, að forðagæzlumenn
tjáðu í athugasemdadálkum og neðanmáls sitthvað, er þeir
verða áskynja um fóðurfenginn, og umfram allt mega þeir
ekki gleyma að geta metinna fóðurþarfa fyrir hverja einingu
búfjár, sem vitanlega er breytileg frá sveit til sveitar.
Því er ekki að leyna, að undirstaða búfjárframleiðslunnar
er mikill og góður fóðurfengur. Það er því eðlilegt, að sér-
hver bóndi og sérhver forðagæzlumaður reyni í félagi að
meta forðann svo rétt sem unnt er, því að búnaðarhagfræðin
10
L