Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 75
SKÝRSLUR STARFSMANNA
61
frá 116 til 182 kg. Sé léttasta og þyngsta gripnum sleppt, var
sveiflan lítil, þ. e. frá 136 til 169 kg. Flokkuðust allir vel, þar
af 6 í stjörnuflokk.
Sóttvarnarstöðin í Hrísey. í árslok voru enn til 12 af þeim
20 kúm, sem fluttar voru í eyna úr Mýrdal 1975, þá kvígur,
en þær eru fæddar 1973—74. Báru 7 þeirra frá 25. júlí til
áramóta, 3 eiga að bera nú í janúar 1980 og 1 væntanlega um
mitt ár. Ein er kálflaus, notuð enn til að standa undir, og
önnur var felld um mitt ár af sömu ástæðu. Á stöðinni eru 5
kvígur, fæddar 1977, af 1. ættlið í hreinræktuninni (Fi). Báru
4 þeirra frá júlí til októberloka, en hin 5. er langt gengin með
nú í janúar 1980. Frá árinu 1977 eru enn til 5 naut, en 2 voru
felld á árinu. Þá eru á stöðinni 5 kvígur og7 naut, fædd 1978.
Kálfurinn, sem fæddist 25. júlí, var borinn fyrir tal og lifði
ekki. Af hinum 10, sem fæddust til áramóta, eru 4 kvígur og
6 naut. Alls eru því í árslok á stöðinni 44 gripir.
Gripir, sem fæddir eru í eynni, hafa verið vegnir mánað-
arlega frá 1. nóvember 1978. Nú í ársbyrjun 1980 (2. jan.)
vógu bornu kvígurnar (4) 402 kg að meðaltali og hin óborna
568 kg. Allar eru þær fæddar á tímabilinu júlí—nóv. 1977.
Nautin 5, fædd í júlí—sept. 1977, vógu á sama tíma að
meðaltali 604 kg og voru 878 daga gömul að jafnaði. Þrjú
hin elztu, sem notuð hafa verið til sæðinga síðustu vikur,
vógu að meðaltali 636 kg 901 dags gömul að jafnaði {IV 2
árs). Reiknað hefur verið út, hvað hver gripur í þessum
árgangi vó við 600 daga aldur, og var það 464 kg að meðal-
tali fyrir 7 naut og 398 kg fyrir 5 kvígur. Á sama hátt var
reiknað út, hvað hver gripur úr árganginum 1978 vó við 200
daga og 400 daga aldur. Nautin 7 vógu að meðaltali 221 kg
200 daga gömul, og 5 þeirra, sem náð höfðu 400 daga aldri,
327 kg. Kvígurnar 5 vógu 196 kg og 307 kg 200 og 400 daga
gamlar.
Fæðingarþungi kálfanna 10, sem bornir voru 1979 og
lifðu, var að meðaltali 34,4 kg og meðgöngutími mæðra