Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 62
48
BÚNAÐARRIT
eftir þann mánuð. Það skal tekið fram, að þessar tölur eru frá
móttöku Sölufélags garðyrkjumanna á tómötum. Heildar-
sala á tómötum gekk annars vel og framleiðendur voru
yfirleitt ánægðir með sinn hlut.
Gúrkuuppskera mun aldrei hafa orðið eins mikil og á
árinu 1979. Til Sölufélags garðyrkjumanna bárust 392 tonn
og heildarframleiðsla mun hafa numið u.þ.b. 450 tonnum.
Fermetrafjöldi undir gúrkum var talsvert breytilegur á ár-
inu, þar sem ýmsir ræktendur eru með þær sem skiptiræktun
ásamt ýmissi annarri ræktun, en þegar mest var undir, mun
það hafa numið rúmlega 20 þúsund m2. Uppskera til S.F.G.
eftir mánuðum skiptist á þennan hátt: Marz 12.2 tonn, apríl
45.41,,maí 61.9 t.,júní 67.0 t.,júlí 71.91,,ágúst 78.61.,sept.
42.3 t., okt. 12.0 t. og nóv. 0.9 t. Hin mikla framleiðsla
orsakaði verulegt offramboð og lágt verð á vissum tíma-
bilum. Aldrei áður hefir borizt eins mikið magn í einum
mánuði og í ágúst, þ. e. 78.6 tonn, enda aldrei áður jafn
margir m2 í þessari ræktun. Afkoma gúrkubænda varð því
einnig með lakara móti í heildina.
Ræktun salats jókst nokkuð og fer sala þess stöðugt vax-
andi. Heildarframleiðsla til sölu mun hafa numið u.þ.b.
220.000 stk. (S.F.G. 190.000).
Sala papriku virðist einnig fara stöðugt vaxandi og þolir
markaður nokkra viðbótarframleiðslu, en magn var ca.
6.100 kg, en inn var flutt u.þ.b. 24 tonn. Hér má því auka
framleiðslu verulega.
Mikil þörf er ætíð fyrir snemma ræktaðar gróðurhúsa-
gulrætur, en fjárhagsgrundvöllur slíkrar ræktunar er heldur
veikur.
Af minni háttar matjurtarækt í gróðurhúsum má nefna
steinselju, hreðkur, blaðlauk, baunir, grænkál o. fl., en rækt-
un þessara tegunda er svo takmörkuð, að hún er nánast til
uppfyllingar á vissum stöðum, en hefir þar eigi að síður vissa
þýðingu og gegnir jafnframt ákveðnu markaðshlutverki.