Heilbrigðismál - 01.06.1977, Page 8
24,8
1955—59 1960-64 1965—69 1970—74 1975—76
Árleg tíðni leghálskrabbamelns á íslandi 1955—1976 miðað við 100.000
konur. Ljósu súlurnar sýna greind tilfelli en dökku súlurnar sýna dánar-
tíðnina. Telkn.:JR-
meirihluti verið með sjúkdóminn á
byrjunarstigi þar sem breytingin er
eingöngu bundin við leghálsinn og
hefur ekki enn náð að breiðast út.
Með greiningu á byrjunarstigi leiða
slíkar hópskoðanir fyrst í stað til
aukinnar tíðni sjúkdómsins. En sé
byrjunarstiginu sleppt og aðeins
talin þau tilfelli þar sem krabba-
meinið er greinanlegt við venjulega
skoðun þá hefur þeim fækkað um
31% frá fyrstu fimm árum hóp-
skoðananna (1965—69) til næsta
fimm ára tímabils (1970 — 74).
Á fyrstu tíu árum hópskoðana á
íslandi voru greindar alls I landinu
212 konur með leghálskrabbamein.
En á sama tíma voru rúmlega
helmingi fleiri konur með-
höndlaðar vegna staðbundins
meins og skemmra genginna for-
stigsbreytinga. Séu þessar breytingar
virkilegur undanfari leghálskrabba-
meins ætti þetta á næstu árum að
leiða til verulegrar lækkunar á
heildartíðni sjúkdómsins hér á landi.
Dánartíönin
fer lækkandi
Orðið hefur veruleg lækkun á
heildardánartölu leghálskrabba-
meins milli þessara fimm ára tíma-
bila sé miðað við sama heildar-
fjölda kvenna. Á meðfylgjandi
súluriti sést hvernig dánartíðnin
hefur lækkað frá 13 dauðsföllum á
ári miðað við 100 þúsund konur á
tímabilinu I965 —69 og í 7,7 konur
dánar árlega miðað við 100 þúsund
konur á tímabilinu 1970—74. Er
þetta lækkun sem nemur um 40%.
Séu árin 1975 — 76 tekin með er
dánartalan komin niður í 5,5 á ári.
Þetta þýðir með öðrum orðum að á
sjö ára tímabilinu 1970 — 76 ættu
hópskoðanir ásanit bættri meðferð
að hafa bjargað yfir 40 konum frá
því að deyja úr leghálskrabba-
meini. Þegar gerður er saman-
burður á dánartíðni þeirra kvenna
sem mætt hafa í skoðun og hinna
sem aldrei hafa mætt í skoðun,
kemur í ljós að konur sem aldrei
liafa mætt í skoðun hafa ellefu
sinnum meiri líkur til þess að deyja
úr leghálskrabbameini en þær sem
einu sinni hafa mætt. Við endur-
teknar skoðanir eykst þetta öryggi.
Það er því orðinn ótvíræður og
áþreifanlegur árangur af þessum
hópskoðunum varðandi legháls-
krabbamein.
Vandamálið er að ná til þess
hóps sem aldrei hefur mætt til
skoðunar eða ekki í mörg undan-
farandi ár. En þessi hópur hefur
svarað fyrir óeðlilega stóran bluta
af heildardánartölu vegna þessa
sjúkdóms. Þó hefur með endur-
teknum hvatningarbréfum tekist
einnig að fá verulegan hluta þess-
ara kvenna til að mæta síðustu árin. )
Árið 1976 dóu alls á íslandi fimm
konur úr leghálskrabbameini en
engin þeirra hafði mætt í skoðun. Á
fyrri helmingi þessa árs hefur engin
kona verið skráð með legháls-
krabbamein og ekki er vitað um
nein dauðsföll af völdum þessa
sjúkdóms á öllu landinu. □
8
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL