Heilbrigðismál - 01.06.1977, Blaðsíða 19

Heilbrigðismál - 01.06.1977, Blaðsíða 19
Dr- Ólafur Bjarnason prófessor hefur yerið formaður Krabbameinsfélags íslands síðan 1973 og var nú endur- kjörinn til næstu tveggja ára. verkefni. Einnig hefur verið unnið að flokkun á brjóstakrabba- 'Heinum með tilli.i til vefjarann- sokna. Það verk er unnið fyrir styrk frá Heilbrigðisstofnun Banda- fíkjanna (National lnstitute of Health) og í samvinnu við marga erlenda aðila. Norræn samvinna. Krabba- meinsfélögin á Norðurlöndum hafa nýlega birt sameiginlega áskorun til sjónvarps- og útvarps- stöðva á Norðurlöndum varðandi fræðslu- og útbreiðslustarfsemi, en ætlunin er að nýta þessa fjöl- miðla haustið 1978 í þessu skyni. Á næsta ári verður fundur Nordisk Cancerunion haldinn á íslandi. Nú hefur verið minnst á þann mögu- leika að í sambandi við fundinn verði efnt til fræðimannaráðstefnu um vissa þætti krabbameins og ill- kynja æxla. Efni það sem helst hefur komið til greina að fjalla um á slíkum fræðimannafundi hér er krabbamein og erfðir, en á því sviði má ætla að við gætum lagt eitthvað jákvætt til málanna. Fræðsla. Eins og áður hefur fræðslustarfsemi krabbanteins- félaganna að mestu leyti hvílt á herðum Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Hefur starfið fyrst og fremst beinst að baráttunni gegn reykingum og einkum farið fram í barna- og unglingaskólum. Tvö önnur krabbameinsfélög, á Snæ- fellsnesi og Siglufirði, hafa einnig sinnt fræðslustarfi og haldið nám- skeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Útgáfustarfsemi. Fréttabréf um heilbrigðismál kom tvisvar út á síðast liðnu ári og með nokkuð nýju sniði. Ákveðið hefur verið að halda útgáfu blaðsins áfram og er for- maður félagsins ritstjóri tímaritsins nú. Valin hefur verið tólf manna ritnefnd og ráðinn maður til að vinna við útgáfuna. Fyrirhugað er að blaðið komi út reglulega fjórum sinnum á ári, en upplag þess er nú 6000 eintök. Samtök sjúklinga. Á aðal- fundinum varskýrt frá því að áhugi væri fyrir að stofna samtök meðal fólks sem gengið hefur undir erfiðar lækningaaðgerðir eða fengið sjúkdómsgreininguna krabbamein. Ólafur Bjarnason lýsti ánægju sinni með það starf sem þegar hefði verið unnið að undirbúningi fyrir stofn- un slíkra sanitaka. Taldi hann að Krabbameinsfélag íslands myndi Frá aðalfundinum, talið frá vinstri: Sigmundur Guðmundsson, Heiða Stefánsdóttir, Ása Vilhjálmsdóttir, Halldóra Gunnarsdóttir, Ásthildur Sigurðardóttir og Þóroddur Jónasson. Á myndirnar vantar Hjört Hjartarson, Maríu Pétursdóttur, Öldu Halldórsdóttur, Þorvarð Örnólfsson og Halldóru Thoroddsen. Ljósm.: Jens Alexandersson. JÚNf 1977 19

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.