Heilbrigðismál - 01.06.1977, Blaðsíða 22

Heilbrigðismál - 01.06.1977, Blaðsíða 22
drif þessa frumvarps urðu þau að það dagaði uppi í nefnd. íjanúar 1975 varfrumvarpið enn lagt fram en í breyttri mynd á ýms- an hátt. Meðal annars var ekki gert ráð fyrir að fóstureyðingar yrðu heimilaðar samkvæmt ósk kon- unnar einnar. Frumvarp þetta var samþykkt nær óbreytt og varð að lögum 22. maí 1975. Hvenær má fram- kvæma fóstureyðingu Fóstueyðing er, samkvæmt nýju lögunum, læknisaðgerð sem kona gengst undir í því skyni að binda enda á þungun áður en fóstrið hef- ur náð lífvænlegum þroska. Fóst- ureyðing er heimil í eftirfarandi tilvikum: 1. Félagslegar ástœður. Þegar ætla má að þungun og tilkoma barns verði konunni og hennar nánustu of erfið vegna óviðráðan- legra félagslegra ástæðna. Við slík- ar aðstæður skal taka tillit til eftir- farandi: a. Hafi konan alið mörg börn með stuttu millibili og skammt er liðið frá síðasta barnsburði. b. Eigi konan við að búa bágar heimilisástæður vegna ómegðar eða alvarlegs heilsuleysis á heim- ilinu. c. Þegar konan getur ekki, vegna æsku og þroskaleysis, annast barn- ið á fullnægjandi hátt. d. Taka skal tillit til annarra ástæðna séu þær fyllilega sam- bærilegar við ofangreindar ástæður. 2. Lœkmsfrœðilegar ástæður. a. Þegar ætla má, að heilsu konu, líkamlegri eða andlegri sé hætta búin af áframhaldandi meðgöngu og fæðingu. b. Þegar ætla má, að barn, sem konan gengur með, eigi á hættu að fæðast vanskapað eða haldið al- varlegum sjúkdómi vegna erfða eðasköddunar í fósturlífi. c. Þegar sjúkdómur, líkamlegur eða geðrænn dregur alvarlega úr getu konu eða manns til að annast og ala upp barn. 3. Nauðgun. Ef konu hefur verið nauðgað eða hún orðið þunguð sem afleiðing af öðru refsiverðu atferli. Fóstureyðing skal framkvæmd eins fljótt og auðið er og helst fyrir lok 12. viku meðgöngutímans. Fóstureyðing skal aldrei fram- kvæmd eftir 16. viku meðgöngu- tímans, nema fyrir hendi séu ótví- ræðar læknisfræðilegar ástæður og lífi og heilsu konunnar sé stefnt í því meiri hættu með lengri með- göngu og/eða fæðingu. Einnig skal fóstureyðing leyfileg eftir 16. viku séu miklar líkur á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs. Slíkar undanþágur eru aðeins heimilar að fenginni skriflegri heimild nefndar, sem starfar sam- kvæmt 28. grein laganna. Áður en fóstureyðing má fara fram verður að liggja fyrir skrifleg, rökstudd greinargerð tveggja lækna, eða læknis og félagsráðgjafa sé eingöngu um félagslegar ástæður að ræða. Annar þessara lækna verður að vera sérfræðingur í kvensjúkdómum eða almennum skurðíækningum við það sjúkrahús þarsem aðgerðin fer fram, en hinn að jafnaði sá læknir eða félagsráð- gjafi, sem ráðlagt hefur konunni að leita sjúkrahúss þessara erinda. Einungis læknar mega fram- kvæma fóstureyðingu og aðeins á sjúkrahúsum sem ráðherra hefur viðurkennt í þessu skyni. Fóstureyðingar eru heimilar hér á landi með vissum skilyrðum að tólftu viku meðgöngu og jafnvel allt að sextándu viku. Á þessari mynd sést elleiu vikna fÓStur. L|ósm.: Lennart Nilsson. 22 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.