Heilbrigðismál - 01.06.1977, Page 30

Heilbrigðismál - 01.06.1977, Page 30
Góóar undirtektir í Fréttabréfi um heilbrigðismál í október 1976 var sagt frá álykt- unum nokkurra félagssamtaka og borgarráðs Reykjavíkur til stuðn- ings „herferðinni" gegn reyking- um. Að undanförnu hafa ýmsir fleiri aðilar lýst yfir stuðningi við bar- áttuna gegn reykingum, m. a. árs- þing Héraðssambands Suður- Þingeyinga og aðalfundur Reykja- víkurdeildar Bindindisfélags öku- manna, sem lýsti yfir „aðdáun á því mikla fræðslustarfi og áróðri sem Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur beitt sér fyrir gegn reyking- um, bæði meðal skólabarna og annarra og orðið er að þjóðarvakningu." Þess hefur ekki verið getið áður að Áfengisvarnanefnd kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði sendi Breiðholtsskóla að gjöf gestabók vorið 1976 með ósk um að sjöttu- bekkingar í skólanum rituðu nöfn sín í bókina til minningar um það framtak þeirra að kynna skaðsemi reykinga í skóla sínum. Fylgdi bókinni ályktun aðalfundar nefndarinnar þar sem lýst er að- dáun á hinum ungu borgurum Breiðholts fyrir þetta framtak. Nú í vor fengu Álftamýrarskóli og Hvassaleitisskóli gestabækur að gjöf frá Kvenfélagi Grensássóknar með sams konar tilmælum, í virðingar- og þakklætisskyni fyrir framlag sjöttubekkinga þeirra skóla í baráttunni gegn reykingum. Þ.ö. 30 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.