Heilbrigðismál - 01.06.1991, Síða 9

Heilbrigðismál - 01.06.1991, Síða 9
NÁTTÚR frjómagnið og hvort sjúklingar megi búast við miklum einkenn- um. Þetta er mikilvægt vegna þess að lyf við frjókvefi eru fyrst og fremst fyrirbyggjandi, og koma að minni notum ef þeirra er neytt eft- ir að einkennin eru komin á hátt stig. Frjómælingar hafa verið gerðar í Reykjavík síðan 1988. Frjósöfnunin fer fram í sérstakri gildru í ná- grenni Veðurstofunnar, en Mar- grét Hallsdóttir jarðfræðingur hef- ur haft umsjón með því verki og annast talningu og greiningu frjó- kornanna. Með mælingunum fást hugmyndir um frjókorn í and- rúmsloftinu á svæði þar sem meiru hluti þjóðarinnar býr. Grasfrjó algengust Það kemur ekki á óvart að lang- stærstur hluti frjómagnsins kemur frá grasi. Næst mest kemur frá súr- um og þar næst frá birki. Óveru- legt magn kemur frá öðrum jurt- um. Fyrstu grasfrjóin koma í gildr- una upp úr miðjum júní og ná hámarki seinni hluta júlí eða í byrj- un ágúst. Þetta er í góðu samræmi við einkenni þeirra sem hafa frjó- kvef. Gera má ráð fyrir því að frjó- tíminn sé einni eða tveimur vikum seinna á ferð á Norðurlandi. Birkifrjó valda sjaldnar ofnæmi hér en í nálægum löndum. Frjó- kornið á minni myndinni er sýnt í sextánhundruðfaldri stækkun. Birki veldur fremur sjaldan frjókvefi hér á landi gagnstætt því sem er í Skandínavíu, þar sem birkið veldur oftar ofnæmi en gras- ið. Birkifrjóin eru venjulega aðeins fáa daga í andrúmsloftinu í lok maí. Vorið 1991 var undantekning frá þessu, enda var tíðarfar með eindæmum gott með hlýindum og stillum í júní. Birkifrjóin komu þá 29. maí og héldust fram í miðjan júní. í venjulegu tíðarfari er lítil hætta á að fólk myndi ofnæmi fyrir birki. íslendingar með birkiofnæmi hafa flestir fengið það erlendis, einkum við námsdvöl í Skandinavíu. Vorið 1991 voru þó einhver brögð að því að fólk myndaði ofnæmi fyrir birki. Sennilega þarf frjótíminn að vera ein til tvær vikur hið minnsta til þess að ofnæmi geti myndast eða að mikið frjómagn sé í andrúms- loftinu. Þegar frjómælingar hófust kom á óvart hve mikið mældist af frjói súra. Ekki er hægt að greina milli túnsúru og hundasúru. Súrufrjóin koma seinni hluta júní og eru í há- marki fyrri hluta júlí. Ofnæmis- rannsóknir síðustu árin sýna að of- næmi fyrir súrum er nokkuð al- gengt hjá þeim sem hafa grasofnæmi. í mörgum löndum er siður að gefa út frjóalmanak. Reynslan af frjómælingum í Reykjavík er enn- þá of lítil til þess að gera slíkt alm- anak. Frjóalmanök geta hjálpað sjúklingum með frjónæmi þegar þeir ætla að ferðast til annarra landa. Það er slysalegt að fara í sumarfrí til lands þar sem frjótím- inn er í hámarki og koma veikur og þreyttur úr fríinu þegar frjótíminn er að hefjast á íslandi. Það er sann- arlega að kaupa köttinn í sekkn- um. Ferðaskrifstofur sem selja sumarleyfisferðir ættu að geta upplýst viðskipatvini sína um frjó- tíma þeirra landsvæða sem þeir selja ferðir til og hvenær öruggt er að ferðast þangað fyrir sjúklinga með frjónæmi. Heimildir: Charles H. Blackley: Experimental resea- rches on the causes and nature of catarrhus æstivales. Oxford historical books, Abingdon 1988. B. Wuthrich: In Switzerland pollinosis has really increased in the last decade. ACI News, 3/2 (1991). T. Nakugava, T. Miyumoto: Epidemiology of atopic diseases in Japan. ACI News, 3/4 (1991). Davíð Gíslason: Langvinn slímhúðarbólga í nefi. Könnun á íslenskum sjúklingahópi. Læknablaðið 1982; 68: 264-9. Davíð Gíslason, Suzanne Gravesen, Tryggvi Ásmundsson, Vigfús Magnússon: Bráðaofnæmi í tveimur landbúnaðarhéruðum á íslandi. I. Tíðni bráðaofnæmis og helstu ofnæmisvaldar. Læknablaðið 1988; 74:303-8. Margrét Hallsdóttir: Frjókomamælingar. Áfangaskýrslur. Davíö Gíslason læknir er sérfræð- ingur í ofnæmisiækningum og starfar á Vífilsstaðaspítala. Hann hefur áður skrifað í Heilbrigðismál um rakagjafa (4/1984), fæðuóþol (1/1989), ryk- mauraofnæmi (2/1989) og mígren (4/ 1990). HEILBRIGÐISMÁL 2/1991 9

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.