Heilbrigðismál - 01.06.1991, Qupperneq 10

Heilbrigðismál - 01.06.1991, Qupperneq 10
HEILBRlGÐISRÁÐUNFiTIÐ / Ljósm\ndarinn Hvað borðum við? Um könnun á mataræði Islendinga Grein eftir Laufeyju Steingrímsdóttur Á síðastliðnu ári var gerð viða- mikil könnun á mataræði íslend- inga á vegum Heilbrigðisráðuneyt- is og Manneldisráðs. Niðurstöður könnunarinnar sýna fæðuvenjur nútíma íslendinga í allri sinni margbreytni eftir aldri, búsetu og aðstæðum fólks. Auk þess varpa þær ljósi á helstu kosti og ann- marka íslensks mataræðis. Könnunin fór fram víðsvegar á landinu og voru þátttakendur 1240 talsins á aldrinum 15 til 80 ára. Sér- þjálfaðir spyrlar ræddu við þátttak- endur á heimili þeirra, vinnustað eða á heilsugæslustöð og tók hvert viðtal rúma klukkustund. Könnun- araðferðin nefnist 7iæringarsaga og felst í þvf að spurt er um almennt mataræði, máltíðaskipan og auka- bita og hvaða fæðutegundir séu al- gengastar á hverjum tíma dags. Tilgangurinn með öflun slfkra upplýsinga er ekki síst sá að geta veitt betri og markvissari fræðslu um mataræði og hollustu. Væntan- lega munu niðurstöðurnar koma víðar að gagni, bæði við stjórnun heilbrigðismála og rannsóknir á heilsufari í landinu. Einstök blanda Engin þjóð í víðri veröld borðar og drekkur eins og íslendingar. Mataræði nútíma íslendinga er einstök blanda rammíslenskra mat- arhefða og erlendra áhrifa, sjoppu- menningar og heilsubylgju. Öll meðalmennska virðist eiga lítið upp á pallborðið hjá íslending- um, að minnsta kosti hvað varðar neysluvenjur. Það vekur athygli þegar borin er saman neysla is- lendinga og annarra Evrópuþjóða að við sláum hvert metið á fætur öðru, ýmist vegna mikillar eða óvenju lítillar neyslu á einstökum matvörum. Ekki eru þessi met öll jafn eftirsóknarverð þótt öðrum vildum við síst glata því í þeim fel- ast helstu og bestu kostir íslenskrar matarmenningar. Við getum stært okkur af því að borða meira af fiski en nokkur önnur Evrópuþjóð en hljótum líka þann vafasama heiður að eiga Evrópumet í gosdrykkja- neyslu. Nýmjólkurneysla er hér meiri en víðast hvar í álfunni og kindakjöt borðar engin Evrópu- þjóð í sama mæli og íslendingar, en þegar röðin kemur að grænmeti vermum við neðsta sætið og sömu sögu er að segja um fæðu úr jurta- ríkinu almennt. Hvaða lærdóm getum við dregið af þessum staðreyndum? Borða ís- lendingar nægilega hollan mat? Úrbóta þörf Því er ekki að neita að ýmsilegt gæti betur farið í mataræði íslend- inga. Lítil notkun grænmetis og annarrar jurtafæðu auk mikillar fituneyslu eru án efa þeir ókostir sem þyngst vega, að minnsta kosti ef góð heilsa og hollusta er höfð að leiðarljósi við fæðuval. Fyrir fáein- um árum birtu heilbrigðisyfirvöld sérstök markmið í manneldismál- um, þar sem lögð var áhersla á hófsemi í notkun fitu og sykurs en því ríflegri neyslu grænmetis og ávaxta, kornvöru, fiskmetis og fituminni mjólkur- og kjötvara. Þegar niðustöður könnunarinnar eru bornar saman við manneldis- markmiðin kemur skýrt í ljós að enn eigum við nokkuð langt í land með að ná settu marki. Fita í ís- lensku fæði er að jafnaði 41 af hundraði orkunnar, en markmiðið hljóðar upp á 35 af hundraði eða minna. Þarna ber töluvert á milli jafnvel svo að mörgum gæti þótt nánast ógjörningur að ná því marki án gjörbyltingar í íslenskum matarvenjum og matarmenningu. Sem betur fer kemur annað í ljós við nánari athugun. Fituríkur matur með litlu græn- meti er auðvitað engin ný bóla í mataræði íslendinga. Þeir sem eru komnir yfir miðjan aldur muna þá tíð þegar grænmetisneysla tak- markaðist við soðnar rófur að ógleymdum grænum baunum með sunnudagssteikinni. Einnig hversu gaumgæfilega hver einasta hvít fituarða var nýtt til matar og hvílfk sóun hefði þótt fyrir fáum áratug- um að skera hverja ljósleita fitu- tægju burtu af kjöti, eins og nú er gjarnan gert. Fitan var verðmæti, Hvernig smyrðu brauðið? Þetta einfalda atriði hefur mikil áhrif á fituneysluna. . . . 10 HEILBRIGÐISMÁL 2/1991

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.