Heilbrigðismál - 01.06.1991, Qupperneq 12

Heilbrigðismál - 01.06.1991, Qupperneq 12
HEILBRIGÐISNIÁL / Ljósm\-ndarinn - HEILBRIGÐISMÁL / Teikniþjónustan sf. % orku úr fitu Fituhlutfall fyrr og nú Kannanir árin 1939, 1979 og 1990 50 40 30 20 10 Höfuöborgarsv. Bæir við sjó Sveitir Verslunarstaðir úr fítu að jafnaði. Hinir sem smyrja þunnt fá að jafnaði aðeins 35% orku úr fítu. Þetta einfalda atriði vegur svo þungt, einfaldlega vegna þess að flestir borða brauð oft á dag. Þeg- ar allt kemur tíl alls er það grár hversdagsleikinn sem skiptir mestu máli fyrir hollustuna, jafnvel meira máli en fituríkar krásir, sem eru til- tölulega sjaldan á borðum. Á sama hátt hafa feiti og sósur með hversdagsmat meiri áhrif á daglega fítuneyslu en sælkerasósur á stórhátíðum. Sérstaklega er áber- andi að margir virðast nota feiti eða kokkteilsósu í þvílíku magni með algengum hversdagsmat að annars hollur matur nánast drukknar í fitu. Yfirleitt nóg af bætiefnum Niðurstöður könnunarinnar sýna að fæði flestra fslendinga er tiltölulega bætiefnaríkt. Á þessu eru þó mikilvægar undantekning- ar, einkum hvað varðar gamalt fólk. Allur þorri fólks yfir sjötugt borðar svo lítið og fábreytt fæði að það nær ekki ráðlögðum dag- skammti af flestum nauðsynlegum næringarefnum og um helmingur gamals fólks fær innan við tvo þriðju af ráðlögðum dagskammti af járni, B6-vítamíni, C-vítamíni, D- vítamíni og E-vítamíni. í öðrum aidurshópum er bæti- efnarýrt fæði fátíðara. Fæði kvenna er þó alla jafna bætiefnasnauðara en karla, einfaldlega vegna þess að konur borða minni mat en karl- ar en þurfa í sumum tilvikum jafn- vel meira af næringarefnum en þeir. Járn í fæðu kvenna er til dæmis undantekningalítið langt undir því sem ráðlagt er, jafnvel svo að helmingur kvenna fær að- eins um helming ráðlags dag- skammts af járni. Kalk í fæði kvenna krefst einnig sérstakrar umfjöllunar. Meðalneysla kvenna á kalki er nokkuð há hér á landi borið saman við aðrar þjóðir. Samt sem áður fær um fjórðungur ís- lenskra kvenna minna en ráðlagð- an skammt af kalki úr fæðunni. Karlar í hættu Vandi karla í sambandi við mat- aræði tengist fyrst og fremst fítu- neyslunni. Karlar borða feitari mat en konur, þeir smyrja brauðið meira og velja oftar nýmjólk í stað léttmjólkur eða undanrennu. Hjartasjúkdómar eru algengari meðal karla en kvenna en mikil fituneysla eykur enn frekar líkur á þessum alvarlegu sjúkdómum. Því er jafnvel brýnna fyrir karla en konur að huga að þessum þætti mataræðis. Það vekur sérstaka athygli að fólk sem stundar einhverja líkams- rækt boröar heilsusamlegri og fítu- minni fæðu en aðrir, en á hinn bóg- inn borða reykingamenn á miðjum aldri feitasta matinn. Hollt matar- æði er þannig hluti af heilbrigðum lífsstíl, lífsmáta sem æ fleiri tileinka sér, ekki aðeins til að forðast sjúk- dóma heldur fremur til að hafa þrek og heilsu til að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Neysla helstu matvæla Hér verður sagt frá nokkrum niðurstöðum könnunarinnar varð- andi einstök matvæli og matvæla- flokka, en nánari tölulegar upplýs- ingar er að finna í skýrslu um könnunina. Mjólk og mjólkurvörur (aðrar en ostar og smjör). Meðalneysla mjólkurvara er rúmlega hálft kfíó á dag og virðist allur þorri fólks hér á landi nota einhverjar mjólkurvör- ur, jafnvel þótt í litlum mæli sé í sumum tilvikum. Það er umhugs- unarefni að tíu af hundraði kvenna Þótt ávaxtaneyslan hafi aukist borðar margt eldra fólk lítið sem ekkert af ávöxtum. 12 HEILBRIGÐISMÁL 2/1991

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.