Heilbrigðismál - 01.06.1991, Síða 15

Heilbrigðismál - 01.06.1991, Síða 15
HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ / Gott fólk (Stúdíó 28) - HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ / Teikniþjónustan sf. Hlutföll orkuefna 100 80 60 40 20 Prótein Kolvetni Fita Konur Karlar Margir fullorðnir karl- menn virðast borða lítið sem ekkert af ávöxtum Þeir sem stunda líkamsrækt borða hollari fæðu en aðrir Unglingar borða lítið grænmeti, jafnvel minna en aldraðir ir sjötugt neyta mjög lítils af þess- ari vöru. Kjöt og kjötvörur. Til þessa flokks telst allt kjöt, slátur og innmatur. Fuglakjöt er þó undanskilið. Með- alneyslan er 106 grömm, sem er svipað og neysla flestra nágranna- þjóða. Nánast allir virðast borða kjöt, þótt í mismiklum mæli sé. Mest er neyslan hjá körlum milli tvítugs og fimmtugs, þeir borða nánast tvöfaldan skammt á við konur á sama aldri. Kjöt og kjöt- vörur eru mikilvægir járngjafar, um 30 af hundraði alls járns í fæðu íslendinga kemur úr þessum vör- um. Það er athyglisvert að kjöt og Hálfur diskur af grænmeti gerir máltíðina léttari og auðugri af bætiefnum og trefjaefnum. kjötvörur vega ekki eins þungt í fituneyslu íslendinga og áður, en 16 af hundraði heildarfitunnar kemur úr kjötvörum. Fiskur og fiskafurðir. Meðalneysl- an er 73 grömm og því virðast ís- lendingar borða meiri fisk en nokk- ur önnur Evrópuþjóð. Ungt fólk borðar minnstan fisk og mest er neyslan hjá fólki sem komið er yfir fimmtugt. Flestir virðast þó borða einhvern fisk, aðeins 10 af hundr- aði borða minna en 22 grömm á dag, sem samsvarar lítilli fiskmál- tíð vikulega. Fuglakjöt (alifuglar, sjávarfuglar o.fl.). Neysla fuglakjöts er tiltölu- lega lítil samkvæmt könnuninni og um helmingur fólks borðar fugla- kjöt sjaldan eða aldrei. Eggjatieysla er ekki sérlega mikil samkvæmt könnuninni, helmingur Konur á öllum aldri borða fitu- minna fæði en karlar. Þær smyrja brauðið minna og nota frekar fitu- skertar mjólkurvörur en karlar. svarenda borðar minna en 13 grömm, sem samsvarar tæpri sneið af soðnu eggi á dag. Ungir piltar borða mest af eggjum að jafnaði og tíu af hundraði pilta borða rúmt egg á dag eða þaðan af meira. Fita og feitmeti. Til þessa flokks telst smjör, smjörlíki, olíur, majon- es, lýsi og öll önnur feiti sem not- uð er við matargerð eða með mat. Þessi fæðuflokkur vegur lang- þyngst í fituneyslu íslendinga og veitir 43 af hundraði heildarfitunn- ar, sem er álíka mikið og öll fita úr kjöti og kjötvörum, mjólk, mjólk- urvörum og ostum samanlagt. Lýsi. Meðalneysla lýsis er 3,4 grömm á dag, sem samsvarar fjórðungi úr matskeið. Lýsisneysla er nokkuð almenn, meira en fjórði hver svarandi tekur matskeið af lýsi annan hvern dag eða oftar. Lýsisnotendur eru þó í nokkrum minnihluta, meira en 60 af hundr- aði taka aldrei lýsi. Mikill munur er á lýsisneyslu aldurshópa, ungling- ar taka síst lýsi en mest er neyslan í elstu aldurshópunum. Einnig er nokkur kynjamunur á lýsistöku, karlar taka fremur lýsi en konur. Flestir sem taka lýsi á annað borð taka matskeið eða barnaskeið af lýsi í hvert sinn og því er sjaldgæft að neyslan sé meiri en 13 grömm á dag. Fáeinir einstaklingar taka þó HEILBRIGÐISMÁL 2/1991 15

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.