Heilbrigðismál - 01.03.1995, Síða 11

Heilbrigðismál - 01.03.1995, Síða 11
unarefna. Að mati flestra vísinda- manna vitum við það eitt með nokkurri vissu að það er hollt og æskilegt að borða grænmeti og ávexti og rífleg neysla þessara fæðutegunda getur dregið úr sjúk- dómslíkum. Hvaða efni fæðunnar eru þar að verki er öllu óræðara, og því alls óvíst að margumrædd and- oxunarefni séu þar helstu áhrifa- valdar. Þessu til stuðnings má til dæmis nefna að þótt margar rann- sóknir hafi sýnt að fólk sem fær mikið beta-karóten úr fæðunni fær síður lungnakrabbamein en þeir sem fá lítið af þessu vítamíni, varð engin lækkun á fjölda lungna- krabbameina í viðamikilli finnskri rannsókn þar sem þátttakendur tóku vítamínið í töfluformi í átta ár. Ástæðan getur einfaldlega verið fólgin í því að þeir sem fá mikið af beta-karóteni, C-vítamíni og E-víta- míni úr fæðunni eiga það nánast ævinlega sameiginlegt að þeir borða mikið af grænmeti og ávöxt- um. Hvort hollusta þess sé öðru fremur fólgin í trefjunum sem þar er að finna, í vítamínum, sapónín- um, flavínum, glykósíðum eða öðr- um þeim efnum sem nefnd hafa verið til sögunnar skiptir ef til vill ekki höfuðmáli þegar allt kemur til alls. Aðalatriðið er einfaldega að borða þessa ágætu fæðu. Garðávextir hafa síður en svo verið fyrirferðamiklir í daglegu fæði íslendinga fram til þessa. Árið 1992 var sala og framboð grænmet- is hér á landi tæp fjörutíu kíló á mann að frátöldum kartöflum og er það minna en í nokkru öðru Evr- ópulandi. Grænmetisneyslan er þó greinilega að glæðast, salan eykst stöðugt ár frá ári og áhugi almenn- ings og smekkur fyrir nýjum teg- undum leynir sér ekki. Samkvæmt könnunum Manneldisráðs á matar- æði Islendinga eru konur heldur meira fyrir grænmeti en karlar en áhugaleysi karla einskorðast þó öðru fremur við salöt og annað vatnsmikið og orkusnautt græn- meti. Rótarávextir, baunir, laukur og kál virðast frekar eiga upp á pallborðið hjá körlum en svo heppilega vill til að þessar tegundir eru einmitt afburða hollar. Þessi kynjamunur í grænmetisneyslu kemur sjálfsagt fáum á óvart en hitt vekur óneitanlega athygli hversu lítilfjörleg neysla barna og unglinga er á þessari hollustuvöru. Tíu til fjórtán ára unglingar láta að jafnaði inn fyrir sínar varir 37 grömm af grænmeti á dag en það samsvarar um hálfum tómati eða einum þriðja úr gulrót. Minna gat það varla ver- ið. Kartöfluneyslan er að vísu held- ur meiri eða um ein lítil kartafla á dag meðal barna og unglinga í þéttbýli. Þótt kartöflur teljist ekki beinlínis til grænmetis eru þær óneitanlega garðávöxtur og búa yf- ir mörgum þeim kostum sem ein- kenna slíka fæðu. Því mætti gjarn- an leggja meiri áherslu á ágæti kart- aflna og hollustu í tengslum við markaðssetningu þeirra og sölu. Manneldisráð hefur nýlega birt endurskoðuð menneldismarkmið fyrir íslendinga. Eins og nærri má geta er þar lögð megináhersla á fjölbreytt fæði úr öllum fæðuflokk- um. Þar sem grænmetið er tví- mælalaust sá flokkur matvæla sem helst verður útundan í fæði okkar Islendinga stendur fjölbreytnin því aðeins undir nafni að grænmeti verði áþreifanlegur hluti daglegrar fæðu á sama hátt og kjöt eða fiskur. Máltíð telst yfirleitt ákjósanleg að samsetningu ef grænmeti þekur um það bil einn þriðja hluta disks- ins, kjöt eða fiskur annan þriðjung og kartöflur eða annað meðlæti þann þriðja. Slík hlutföll eru æði ólík því sem oft ber að líta á matar- diskum okkar þar sem örfáar græn- metissneiðar skreyta diskbarminn. Grænmeti má að sjálfsögðu útbúa á marga vegu bæði hrátt, soðið eða snöggsteikt í svolítilli olíu og auð- vitað er rétt að nota þær tegundir sem eru ódýrastar og bestar hverju sinni. Hvort heldur sem er ferskt, fryst eða niðursoðið getur græn- meti breytt hversdagslegri máltíð í sannkallaða hollustuveislu. Laufey Steingrímsdóttir, Ph. D., er næringarfræðingur að mennt. Hún er forstöðumaður Manneldisráðs ís- lands. HEILBRIGÐISMÁL 1/1995 11

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.