Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 13

Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 13
fái um 30% lifrarbólgu sem leitt getur til skorpulifrar og lifrar- frumukrabbameins. Lifrarfrumu- krabbamein er sjaldgæfur sjúkdóm- ur á íslandi gagnstætt því sem sést þar sem lifrarbólga B er útbreidd. Full ástæða er þó til að fylgjast með þróun sjúkdómsins hér á landi. Það er ekki síst mikilvægt fyrir þá sem fá viðvarandi lifrarbólgu, því nú orðið er hægt að lækna stóran hluta hinna smituðu með interferonmeð- ferð. Fyrir um það bil fimmtán árum uppgötvaðist enn ein veira, sem lif- ir eingöngu í skjóli lifrarbólguveiru B, og nefnd hefur verið deltaveira eða lifrarbólguveira D. Veira þessi hefur þann eiginleika að valda slæmum sjúkdómseinkennum ef hún sýkir samtímis lifrarbólgu- veiru B eða nær að sýkja þann sem er þegar með lifrarbólgu B. Delta- veirusýking eykur einnig líkur á viðvarandi lifrarbólgu. Deltaveiran hefur á undanförnum áratugum verið að breiðast út til Norður-Evr- ópu og Norðurlandanna einkum meðal fíkniefnaneytenda. Enda þótt íslendingar hafi fram að þessu Þverskurðarmynd af veiru sem veldur lifrarbólgu B. Yst er yfir- borðsmótefnavaki (HBsAg), síðan koma kjamamótefnavakar (HBcAg og HBeAg) en í kjarnanum er erfðaefnið (DNA). HBcAg (HBeAg) Flestir sem greinast með lifrarbólgu C hafa sögu um fíkniefnaneyslu í æð eða hafa smitast við blóðgjöf. losnað við vandamál tengd sýk- ingu af völdum deltaveiru er þó líklegt að fyrr eða síðar geri hún vart við sig meðal fíkniefnaneyt- enda hér. Eftir að hægt varð að greina lifr- arbólgur A og B kom í ljós að til voru fleiri blóðsmitandi lifrarbólg- ur. Hafa þessar lifrarbólgur verið kallaðar „aðrar smitandi lifrarbólg- ur (hepatitis non-A, non-B)". Þær hafa verið vandamál vegna smits við blóðgjafir. Nú hillir undir að oftast verði hægt að komast fyrir þá smitleið þar sem tekist hefur að greina veiruna sem í flestum tilfell- um veldur „öðrum smitandi lifrar- bólgum". Er hún nefnd lifrar- bólguveira C. Algengi mótefna gegn lifrarbólguveiru C meðal ís- lenskra blóðgjafa er lágt eða um 0,07%. Athugun bendir til að mót- efni gegn veirunni sé að finna í öll- um aldurshópum á íslandi þótt í minna mæli sé en mótefni gegn lifr- arbólguveiru B. Því er vel hugsan- legt að lifrarbólga C hafi verið landlæg á íslandi öldum saman þar sem einstaklingar geta verið smit- berar áratugum saman. Rannsóknir hérlendis benda til að flestir þeirra sem greinast með lifrarbólgu C hafi sögu um fíkni- efnaneyslu í æð eða hafi smitast við að fá blóð við blóðgjöf. Ekki er lengur talin hætta á smitun við blóðgjöf þar sem Blóðbankinn skimar nú orðið allt blóð fyrir mót- efnum gegn lifrarbólgu C. Undan- farin fimm ár hefur orðið stöðug aukning á fjölda þeirra sem hafa greinst með sjúkdóminn hér á landi og hafa nú hátt í tvö hundruð manns greinst með hann. Erlendar rannsóknir benda til að langalgeng- asta þekkta smitleið þessarar teg- undar lifrarbólgu sé með blóð- blöndun, t.d. við blóðgjöf eða fíkni- efnaneyslu í æð, en einnig er talið að veiran geti smitað við kynmök og frá móður til barns. í flestum til- vikum eru smitieiðir þó óþekktar. Lifrarbólga C getur verið skæður og lúmskur sjúkdómur. Hann veld- ur sjaldan bráðum einkennum en allt að 75% þeirra, sem smitast af honum fá viðvarandi lifrarbólgu. Ætla má að 20-25% þeirra, sem fá viðvarandi lifrarbólgu fái skorpu- lifur og hluti þeirra lifrarfrumu- krabbamein. Miklu skiptir að fylgst sé með sýktum einstaklingum á ís- landi svo hægt sé að átta sig á horf- um smitaðra en þær virðast breyti- legar eftir löndum. Þá er einnig mikilvægt að hafa í huga að inter- feronmeðferð getur dregið úr ein- kennum sjúkdómsins, og í sumum tilfellum læknað hann, þótt árang- ur hennar sé ekki jafn góður og gegn viðvarandi lifrarbólgu B. Um alllangt skeið hefur verið vit- að að önnur smitandi lifrarbólga getur einnig smitað með saurmeng- un. Fyrir fáeinum árum tókst að þróa mótefnamælingar gegn þeirri veiru og hefur hún verið nefnd lifr- arbólguveira E. Sjúkdómurinn minnir á lifrarbólgu A en er þó mun mannskæðari meðal þungaðra kvenna. Sjúkdóm þennan er helst að finna í þróunarlöndum og enn er margt á huldu um með hvaða hætti veiran varðveitist í náttúr- unni og veldur faröldrum. Rann- sóknir í Bandaríkjunum benda til þess að sjúkdómurinn sé sjaldgæf- ur meðal ferðalanga frá þróunar- löndum og ekki er vitað til þess að hann sé landlægur í Bandaríkjun- um. Hins vegar er nauðsynlegt að hafa þennan sjúdóm í huga ef ferðalangur greinist með lifrar- bólgu sem hvorki reynist vera A, B eða C. Eru þá öll kurl komin til grafar? Svo er áreiðanlega ekki. Um það bil 12% af lifrarbólgu sem berst með blóðgjöf í Bandaríkjunum orsakast hvorki af A, B, C, D eða E veirum. Sjúkdómar, sem hegða sér eins og lifrarbólga og agnir sem líta út eins og veirur, hafa fundist í lifur slíkra sjúklinga sem ekki hafa sýkst af áð- urnefndum veirum. Það má því telja víst að lifrarbólguveira F verði fljótlega afhjúpuð. Dr. Harnldur Brieni læknir er sér- fræðingur í smitsjúkdómum og i/fir- læknir smitsjúkdómadeildar Borgar- spítalans. HEILBRIGÐISMÁL 1/1995 13

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.