Heilbrigðismál - 01.03.1995, Page 17

Heilbrigðismál - 01.03.1995, Page 17
Christian Neuhaus (Þjóðminjasafnið) - Ámi Thorsteinsson sensfélagsins var hún fremst meðal jafningja. Þau hjónin eignuðust eina dóttur, Soffíu, sem varð fyrri kona Eggerts Claessen. Árið 1870 reisti Jónas sér bústað á norðurhorni Skólabrúar og Lækjar- götu. Það hús stendur enn á sínum stað, Lækjargata 8, en breytingar hafa oft verið gerðar á því að utan bæði og innan, enda tæpast hægt að þekkja það fyrir sama hús þegar gamlar myndir eru skoðaðar. Á þeim sést m.a. lágreist útbygging norður úr læknishúsinu. Það er fjós, því að landlæknir var kúa- bóndi og í Vatnsmýrinni við suður- enda Tjarnarinnar átti hann erfða- festuland. Ur mykjuhaugnum við fjósið var áburður fluttur þangað í báti og heyið væntanlega með sama hætti til baka. Doktor Jónas Jónassen fékk lausn frá starfi landlæknis 1906 og stóð á sjötugu er hann andaðist 22. nóv- ember 1910 eftir þunga sjúkdóms- Þegar Jónassen gaf út bókina „Um eðli og heilbrigði mannlegs lík- ama" fyrir 116 árum var þess getið á titilsíðu að bókin væri með 15 myndum. Þá var mjög fátítt að myndir væru í bókum og voru sumar þessara mynda notaðar lengi í kennslubækur. Jónassen gaf einnig út „Lækningabók handa alþýðu á Islandi" og var í ritstjóm tímaritsins „Eir". legu. Margir urðu til að minnast hans í lausu máli og bundnu. Séra Matthías orti eftir vin sinn og skólabróður og ávarpar hann: Horfinn, horfinn - hógværi Jónas, fár var þér betri bekkjunautur. Hnigu hljóðlega hugir saman, þurftum ei að þrátta, þekktum hvor annan. Og Sigurður Sigurðsson lyfja- fræðingur og skáld sem kenndi sig við Arnarholt gefur Jónasi ein- kunnina: Hinn mildi. Enn í dag vitna menn stundum í erfiljóð hans þegar þeir vanda vinum sínum hinstu kveðjur: Þungt er tapið, það er vissa - þó vil ég kjósa vorri móðir: að ætíð megi hún minning kyssa manna, er voru svona góðir - að ætíð eigi hún menn að missa meiri og betri en aðrar þjóðir. Þórarinn Guðnason læknir var sér- fræðingur í skurðlækningum. Fyrri landlæknaþættir fjölluðu um Jón Hjaltalín (Heilbrigðismál 1/1993), Jón Sveinsson (2/1993), Guðmund Björns- son (3/1993), H. J. G. Schierbeck (4/ 1993), Jón Thorstensen (1-2/1994) og Tómas Klog (3-4/1994). Jónas Jónassen landlæknir ásamt Þórunni Jónassen konu sinni og fleira fólki á bát á Tjörninni í Reykjavík nokkm fyrir síðustu aldamót. Jónas Jónassen var einn af áhrifa- mönnum þjóðarinnar í lok síðustu aldar og upphafi þessarar. í Sögu íslendinga er Jónasi svo lýst að hann hafi verið hverjum manni liprari í umgengni. „Hann var sér- lega ritfær, málið létt og aðgengi- legt og framsetning ljós og rök- semdafærsla sannfærandi." HEILBRIGÐISMÁL 1/1995 17

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.