Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 24

Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 24
Teikniþjónustan tíðni magakrabbameins í íslending- um hefur verið ein sú hæsta í heim- inum. í Heilbrigðisskýrslum ár- anna 1881-1954 voru tilgreindir 7250 sjúklingar með krabbamein á ís- landi og þar af 2544 eða 35% með magakrabbamein. Krabbameins- skrá Krabbameinsfélags íslands geymir síðan upplýsingar um 1759 karla og 934 konur sem greindust með þetta krabbamein á tímabilinu 1955-1993. Tölurnar í eldri ritum eru byggðar á læknisskoðunum og sjúkdómseinkennum nær eingöngu og er líklegt að flest æxli í kvið ásamt meltingaróþægindum hafi verið kölluð magakrabbamein, enda ekki fjarri sanni. Skýringa leitað Með grein sinni í Læknablaðinu 1954 var Júlíus Sigurjónsson próf- essor fyrstur til að benda á fræði- legan hátt á háa tíðni magakrabba- meins í íslendingum. Árið 1955 rit- Árleg tíðni krabbameina í íslend- ingum á árabilinu 1960-1989. Ný- gengi magakrabbameins lækkaði jafnt og þétt hjá báðum kynjun en hækkun varð á nýgengi allra krabbameina samanlagðra. Hjá körlum varð hækkunin mest vegna krabbameina í blöðruháls- kirtli og lungum og hjá konum vegna krabbameina í brjóstum og lungum. aði Níels Dungal prófessor síðan þrjár greinar í erlend tímarit um magakrabbamein í Islendingum þar sem hann, auk þess að benda á hina háu tíðni æxlisins miðað við aðrar þjóðir, setti fram hugmyndir sínar um tengsl þess við fæðu. Eftir þvf sem næst verður komist var á þessum árum sáralítið farið að skrifa um þátt fæðu í myndun krabbameins í maga og virðist því Dungal þar hafa verið í fararbroddi með því að benda á mikla neyslu saltaðs og reykts matar á íslandi. í erlendri grein, sem birt var árið 1961 um orsakir krabbameins í maga var fjallað um Evrópuþjóðir með háa tíðni magakrabbameins og var bent á að þar væri mikil neysla saltaðrar fæðu. Töldu höfundar að saltið, sem í sumum tilfellum var 10-30% í pæklinum sem fæðan var lögð í, ylli magaslímhúðarbólgu. Vitnað var í nokkrar greinar um efnið frá þessum þjóðum og var sú elsta frá 1955 eða sama tíma og greinar Níelsar Dungals birtust en hinar voru yngri. Ekkert virðast þessir erlendu höfundar hafa velt fyrir sér reyktum mat í þessu sam- bandi og er því mjög líklegt að hugmyndir Dunglas hafi verið þær fyrstu um efnið og standa þær raunar enn óhaggaðar í grundvall- aratriðum. Árið 1959 birtist erlend grein um marktæk tengsl milli mengunar andrúmlofts og hárrar tíðni maga- krabbameins á vissum svæðum í Bretlandi. Taldi höfundur að óhreinindi úr loftinu sem voru tjara, aska og aðrar smáagnir auk reyks bærust í fæðu og þannig í maga fólksins. Árið 1969 birtist önnur grein frá Bretlandi um reyk- og brennisteinsoxíðs-mengun í andrúmslofti og tengsl þess við magakrabbamein. Taldi höfundur tvo möguleika fyrir hendi; annað hvort að þessi efni bærust fyrst til lungna en síðan í maga á þann hátt að fólk gleypti mengaðan hráka eða að fæða mengaðist beint frá and- rúmslofti. Sama ár var birt niður- staða rannsóknar frá Bandaríkjun- um þar sem kom fram að dánar- tíðni vegna magakrabbameins væri tvöfalt hærri þar sem loftmengun var mikil miðað við landssvæði með litla loftmengun. Hugmynd Dungals um orsaka- samband milli magakrabbameins og sóts í drykkjarvatni í Vest- mannaeyjum kom fyrst á prenti í frægri grein hans í tímariti banda- ríska læknafélagsins 1961. Fleiri höfðu þá velt þessu hugsanlega or- sakasambandi fyrir sér. Niðurstöður kannana Níelsar Dungals og Júlíusar Sigurjónssonar á tengslum magakrabbameins við atvinnu hafa líklega verið með þeim fyrstu sem fram komu þótt athuganir í Kaupmannahöfn hefðu bent til þess nokkru fyrr. Margir hafa ritað um þetta efni og ekki síst bent á tengsl við þjóðfélagsstöðu og efnahag sem tengist atvinnu náið og virðist það vera nokkuð algilt að magakrabbamein sé algengara hjá þeim sem búa við verri efnahag. Hrafn Tulinius og Helgi Sigvalda- son hafa sýnt fram á að enn er breytileg tíðni magakrabbameins eftir atvinnugreinum íslendinga. Tæpast er hægt að tala um veruleg- an mun á þjóðfélagsstöðu og efna- hag fólks á íslandi á seinni áratug- um sem mikilvægan þátt í þessu sambandi þótt svo kunni að vera hjá öðrum þjóðum og er því líkleg- ast að fæðuþættir séu mest ríkjandi hjá okkur. Tilraunir Bandaríkjamannsins R. Warwick Armstrong á árunum 1963-1967 til að finna samband milli myndunar krabbameins og snefil- efna í fæðu íslendinga eru forvitni- Nýgengi krabbameins Árleg tíðni miöaö viö 100.000 250 200 150 100 Karlar Brjóst Lungu Annaö Magi 1960-69 1970-79 1980-89 1960-69 1970-79 1980-89 24 HEILBRIGÐISMÁL 1/1995

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.