Samtíðin - 01.12.1934, Page 8
SAMTÍÐIN
að afbaka erlend eiginnöfn eins
og hann gerir. Þá er þetta rit
kallað þýðing, en það er nokkuð
ofmælt, því að það hefði verið
fullnefnt lausleg þýðing, og því
væri jafnvel ekki misboðið, þó
að það væri stundum kallað end-
ursögn, svo fjarri er útleggingin
frumtextanum á mörgum köflum.
Setningum er snúið við og hleypt
niður orðum, sem máli skifta, en
•stundum öðrum bætt inn í, sein
líka skifta máli. Með þessu er
víða rofið eðlilegt. samhengi
atvikanna, eins og textinn
greinir frá þeim, svo að það sýn-
ast stundum sjálfstæð atvik, sem
við önnur eru tengd og raunveru-
lega bein afleiðing af þeim1. Lak-
ara er það, að sumstaðar er bein-
línis lagt rangt út og ekki skipað
rétt í setningarnar, svo að það
verður óskiljanlegt, sem í raun-
inni er ofur ljóst, ef rétt setninga-
skil eru höfð í textanum. Hér er
ekki rúm til að rökstyðja þetta,
en ég er reiðubúinn að færa full
rök að þessu, ef með skyldi þurfa.
Þá er að minnast á athugasemdir
neðanmáls, sem að mestu munu
vera teknar eftir erlendum útgáf-
um, eins og þýðandinn segir sjálf-
ur, og er ekkert við það að at-
huga. En hitt er verra, að þær
em iangflestar miðaðar við latn-
eskan texta. Þá vaknar spurning-
in, hverjum er útgáfan ætluð?
Þeir einir, sem latínu kunna geta
haft nokkuð verulegt gagn af
athugasemdunum, en sé hún ætl-
6
uð þeim, þá er hún blátt áfram
óþörf, því að þeir skilja frum-
textann þýðingarlaust. Sé þýðing-
in aftur á móti ætluð alþýðu, sem
ekki skilur latínu, — og það hlýt-
ur hún að vera, — þá eru skýr-
ingar neðanmáls miðaðar við
latneska textann, ekki síst þegar
það er orða- og textamunur milli
útgáfunnar, sem þýðandinn not-
ar, tilgangslausar. Og það eru
þær, en það er röskur þriðjung-
ur bókarinnar. Þá er loks að
athuga, hvort þessi ritsmíð
þeirra Caesars og Hirtiusar sé
það listaverk og skemtirit, að
rétt væri af þeim sökum fyrir
menningarsjóð að komá því á
framfæri. Það er ekki. Frásögnin
er þur og strembin, orðfæð og fá-
breytni setningaskipunar er ein-
stök, og er öll framsetningin lík-
ust því, sem við hér köllum
kancelístíl; gæti maður vel látið
sér detta í hug, að ritið væri
frekar opinberar skýrslur, sem
sendar hefðu verið stjórninni í
Róm, heldur en sjálfstætt sagna-
rit; — ritið er leiðinlegt. Það eru
ókostir þess, sem einmitt gera
ritið að tilvalinni byrjendabók í
latínu. Þýð. virðist finna þetta
alt, því að hann tekur bæði í for-
málanum upp ómaklegt lof eftir
dr. nokkurn Haellingk um stíl og
frásagnarhátt Caesars, og eins ber
hann sjálfur í æfisögu Caesars
eftir sig, sem hann lætur fylgja,
mikið hól upp á einfaldleik fram-
setningarinnar hjá höf. — Hann