Samtíðin - 01.12.1934, Qupperneq 17
SAISTÍÐIN
var á spítalanum, og heilsan var
miklu betri en hún hafði verið um
langt skeið. Brátt stóð henni eng-
inn á sporði við þvott og hrein-
gerningar, og hún gat nú aftur
haft nokkurn veginn í sig og á.
En nú brá svo við, að sonur
hennar hætti að skrifa. Árin liðu
og enginn vissi neitt um strákinn
frá Sveltu. Að vísu þóttust nokkrir
farmenn hafa séð hann á hinum og
þessum stöðum úti í heimi, en allir
vita, að ekki er takandi mark á
sjómönnum. Smátt og smátt tók
að fyrnast yfir hann, og nýir
syndaselir drógu að sér athygli
þorpsbúa. Heimsstyrjöldin skall á,
og hafði í för með sér stórfeldar
breytingar á högum manna. Sum-
ir urðu ríkir, aðrir fóru á hausinn.
En í Sveltu gekk lífið sinn vana-
gang. Guðríður gamla baslaði ofan
af fyrir sér. Hún varð hvorki rík-
ari né fátækari. Þó að hún væri
komin yfir sextugt, var heilsan í
besta lagi, nema hvað gigtin ónáð-
aði hana, eins og flesta, sem komn-
ir eru á efri ár. Hún kvartaði held-
ur ekki, og vann samviskusamlega,
það sem henni var trúað fyrir að
gera. Af syni sínum frétti hún
aldrei neitt.
Þá bar það við einn veturinn,
skömmu eftir stríðslokin, að höf-
uðstaðarblöðin birtu samtal við
mann, sem nýkominn var heim eft-
ir tíu ára útivist. Hann hafði ver-
iS strákpatti, þegar hann yfirgaf
ættjörðina, og nú var hann orðinn
vellauðugur inaður. Blöðin lofuðu
hann hástöfum. Hann hafði gert
föðurlandinu sóma og vakið á því
athygli úti um heiminn. Heldra
fólkið sóttist eftir samvistum við
hann, og honum voru sýnd öll hugs-
anleg virðingamerki. Einn af göf-
ugustu sonum þjóðarinnar var
kominn í heimsókn til ættjarðar-
innar. Hann skyldi finna, að menn
kunnu að meta verk hans.
Þetta var skömmu fyrir jól. Fá-
tækt og erfiðleikar höfðu siglt í
kjölfar stríðsins, og litla þorpið við
fjörðinn fór ekki varhluta af því.
Hjá Guðríði gömlu í Sveltu þrengd-
ist nú meira í búi en nokkru sinni
áður. Fólk reyndi að spara á all-
an hátt, og keypti eins litla vinnu
og framast var unt. Guðríður
gamla leit kvíðandi til framtíðar-
innar. Það voru ekki nema nokkr-
ir dagar til jóla, og alt benti á, að
kofinn hennar ætlaði að bera nafn
sitt með rentu um hátíðina. Hún
var alveg að verða matarlaus, að
maður minnist nú ekki á kaffi og
sykur, sem hún hafði ekki séð í
marga mánuði. Og það var sann-
arlega nógu slæmt að þurfa að
neita sér um kaffi hversdagslega,
en hvaða jól voru það, ef ekki var
hægt að fá sér kaffisopa? Nei, það
var ekki laust við, að henni fynd-
ist lífið ætla að fara að verða full-
harðleikið við sig. Hún gat engin
úrræði fundið.
Þá bar það við daginn fyrir Þor-
láksmessu, að æfintýrið, krafta-
verkið, alt sem stórt er og mikil-
fenglegt í veröldinni, kom til þorps-
15