Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 25

Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 25
3 AMTÍÐIN nútímans verði beitt við fcrn- fræði. Til hvers væru menn þá að læra fornfræði, ef hver og einn mætti vinna að athugun hennar eftir sínu höfði? Þú veist víst hvernig farið hefir um okkar góðu og gömlu trúarbrögð. — Mönnum hefir haldist uppi að beita hugsanagangi nútíma- mannsins á rannsóknum og á- lyktunum um trúna. Því er nú komið sem komið er. — Nei, við fornfræðamenn höfum haldið öðruvísi á spilunum en prest- arnir. Við skiljum okkar hlut- verk og látum ekki ungæðisleg áhrif hræra í okkur. Það gerir ekkert til þó einhverjir spjátr- ungar séu að koma með eitthvað, sem þeir kalla ný rök. Engir aðrir en við hafa rétt til að á- kveða hvað eru rök í okkar fræð- um. Ég dvaldi lengi hjá Markúsi og var með skýringuna í vas- anum, þegar ég fór. Á leiðinni datt mér í hug að líta hjá Sigurði skólastjóra. — Mér fanst eitthvað grunsamlegt við þessa vísu. Margeir sonur hans var heima og ég spurði hann, hvort hann hefði beðið Markús að skýra einhverja vísu. Hvers vegna spyrðu að því? Ég var hjá Markúsi áðan, og hann sýndi mér skýringuna. Nei, hvert í logandi! Þá verð óg að fara og finna hann strax. Það er víst óþarfi. Ég tók afrit af henni, sagði ég, um leið og ég dró blað upp úr vasanum og rétti Geira. Hann hrifsaði af mér blaðið oglas: Hvatir (þ. e. ætlanir) fórusta) fyrir, fannir og leiðir ísar mundu banna (hamla) meiðum (þ.e. sleðum). Minnib) (lítill) þeirc) í sinni<J) hríðar. Óragere) fita folduf). Um síðir fennas) enni (mannanna). Hörð er>>) þar Harðav knýa1), harkvari) er náð markar'O. a) fóru þ. e. fórust (st fallið niður í afriti. b) minn. Hér verður að bæta við i = minni (sbr. skýringu J. Þork. á 28. vísu í Snækolls sögu). c) tveir, mislest- ur afritara, á að vera þeir (þ lesið tv). d) sinnu, augsýnilega ritvilla fyrir sinni, hugur (sbr. Haustlöng 3. erindi, 4. lína). e) órager, ger = mugga, órar = villa, órager (flt.) mug'ga sem gerir menn vilta, þ. e. hríðarbylur. f) fita foldu. gera jörðina feita (fylla lautir). g) fenna = þekja fönn. Enni mannanna bræðra ekki af sér lengur, líkamshitinn er þorrinn. h) hörðer = hörð er. i) Harðar knýja, knýja = orusta, (Harðar knýja, orustukenning, barátta). j) hark- var, var (skjól) fyrir harki = dauði, er náð markar(innar). náðu les: náðun. k) marki, hlýtur að vera ritvilla afrit- ara, á að vera marka. Ætlanir fórust fyrir. Fannir og ís hamlaði sleðum að komast áfram. Hi'íð- in var hörð í skapi. Fannfei'gið fyllti allar lautir. Eftir harða baráttu dóu mennirnir. Dauðinn er náðargjöf merk- urinnar. ÞaS setti að Geira hlátur hvað eftir annað, svo að hann ætlaði aldrei að verða búinn með lest- urinn. Af hverjum skollanum hlærðu svona, Geiri? 23

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.