Samtíðin - 01.07.1937, Qupperneq 11

Samtíðin - 01.07.1937, Qupperneq 11
SAMTÍÐIN 7 KYNSJÚKDÓMABÖLIÐ Á ÍSLANDI Frh. af bls. 5. lingsins, enda þótt hann sigli land úr landi og geti ekki sjálfur gerl sig skiljanlegan þar, sem hann kem- ur. Einnig er þegnum allra ríkjanna trygð ókeypis sjúkrahúsvist, ef þörf krefur. í þessi samtök gátum vér ekki gengið, fyr en sjúkrahús hafði verið reist liér í Reykjavík. -— Eru notuð lyf til þess að koma í veg fyrir, að menn veikist af þess- nm sjúkdómum? — Varnarlyf eru mikið notuð gegn kynsjúkdómum, og koma þar oft að góðu gagni. Slík lyf hafa verið seld hér í Revkjavík, lir sjálfsala í náðhúsinu við Bankastræti, og verið allmikið notuð. Lyfjunum fylgir nákvæmur leiðarvísir á íslensku og leiðbein- ingar um sjúkdómana. Er það Ing- ólfs Apótek, sem hefir séð um sölu þessara lyfja, að tilhlutun land- læknis, og hefir það selt þau við mjög vægu verði. — Stuðlar áfengisnautn ekki all- mikið að útbreiðslu kvnsjúdóma? — Það verður aldrei um of brýnt fvrir ungu fólki, að áfengisnautn á mjög mikinn þátt i útbreiðslu þessara sjúkdóma. Undir áhrifum áfengis sljóvgast öll velsæmistil- finning og' varkárni í þessum efn- um, enda er óhætt að fullyrða, að langflestar sýkingar eiga sér stað, þegar menn eru undir áhrifum víns. Langflestar sýkingar eiga sér stað á aldrinum 20—30 ára, en margir sýkjast einnig vngri og eldri. Sjúkdómarnir koma fyrir í öll- um stéttum. Af stúlkum, sem eru i vinnu hjá öðrum, er þeim hættast, sem hafa minst aðhald á lieimili sínu, sérstaklega þeim, sem hafa vinnu fyrri part dags og leigja sér svo herbergi, annað hvort einar eða í félagi við aðra, lijá vandalausu fólki. Slæmar vinstúlkur eiga oft ekki minni þátt í að leiða óreynd- ar stúlkur á glapstigu heldur en karlmennirnir sjálfir. óhollur fé- lagsskapur og iðjuleysi eykur mik- ið sýkingarhættuna. — Hafa orðið miklar framfarir á lækningaaðferðum við þessum sjúkdómum á siðari árum? — Sjúkdómsgreining og lækning við svphilis hefir tekið stórkostleg- um framförum á síðari árum, og það svo, að komi sjúklingurinn i tæka tíð til læknis, tekst nálega undantekingarlaust að lækna hann til fulls. Lækningaaðferðir við lekanda hafa tekið töluverðum framförum. en hafa þó ekki enn náð sömn full- komnun og við hinum sjúkdómn- um. En miklar rannsóknir eru stöð- ugt gerðar, og má því vænta fram- fara eða jafnvel alveg breyttra lækningaaðferða við þeim sjúk- dómi i framtíðinni. — Stafar þjóð vorri mikil hætta af þessum sjúkdómum, að þinum dómi ? — Yér íslendingar stóðum í fvrstu mjög varnarlitlir gegn kynsjúkdóm- um. Þekking á þeim meðal almenn- ings var af skornum skamti og öllu hreinlæti mjög ábótavant, en hins Frh. á bls. 9.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.