Samtíðin - 01.12.1947, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.12.1947, Blaðsíða 10
8 SAMTÍÐIN leiðslu vora, en það getur aftur á móti orðið til ])ess, að vér getum aukið framleiðsluna og eflt almenn- an þjóðarhag. Með því gætum vér dregið úr nefndum og alls konar umstangi hér innan lands, sem ekk- ert gefur af sér, en kostar of fjár og öllum væri fyrir lieztu að vera án. En að kynna sér ítarlega, hvaða vörur fást hagkvæmastar í stóru, ó- kunnu landi, gæði þeirra og lægsta verð, er mikið verk, einkum í hyrj- un. Til þess þarf langan tíma og kunnáttu, en í hvorugt má sjá, ef vel á að fara. A þessu sviði mega hvorki ráða sleggjudómar né trú, heldur vissa. Það er ekki nóg, að koma til Parísar og spásséra þar um Champs-Elysées eða Avenue de l’Op- era, Rue de la Paix eða Rue de Ri- voli í nánd við Place de la Concorde. Þar sjá menn yfirleitt lítið af vör- um, sem oss mcga að gagni koma, og er lítið að miða við það verð, sem þar er. Þeir, sem þar hafa búð- ir og skrifstofur, verða að borga, auk almenns kostnaðar, mjög háa skatta til borgarinnar, aðeins vegna þess, að þeir hafa búðir sínar og skrifstofur á þessum stað. Sami hlut- ur kostar þar kannske þriðjungi eða allt að helmingi meira en t. d. á Placc de la Bastille. Menn verða að kynna sér verð hlutanna í verksmiðj- unum, sem framleiða þá, en þær eru dreifðar út um allt land, eftir því, hvar skilyrðin eru bezt til að fram- leiða hvað fyrir sig. Þar fæst margt til útflutnings, sem hvergi sést í búð- argluggum í Frakklandi. Opinbert eftirlit er með úthlutun hráefnis. Það fær framleiðandi oft eingöngu, ef hann getur sýnt skilríki fyrir því, að hann framleiði til útflutnings. Svo er meðal annars með framlciðslu á fataefni úr ull. Ullin er flutt inn frá Astralíu og Suður-Afríku, en ullar- dúkarnir seldir úr landi, til dæmis til Stóra-Bretlands. Og sumir þeirra hafa iafnvel stimpilinn „Made in England“. Þetta er nú orðið lengra mál en ætlazt var til í upphafi og því verð- ur hér að láta staðar numið, enda þótt ýmsu mætti enn við bæta. jyjOLIÉRE, hinn heimsfrægi, frakkn- eski leikritahöfundur, var eitt sinn spurður, hvernig á því mundi standa, að konungar í suraum lönd- um væru taldir færir um að stjórna ríki fjórtán ára gamlir, en fengju ekki að kvænast, fyrr en þeir væru orðnir átján ára. „Ég geri ráð fyrir, að það sé vegna ])ess, að það er miklu örðugra að stjórna kvenmanni en konungsríki,“ svaraði Moliére. „Ég gaf homirn 10 krónur, af því ég þekkti föður hans.“ „Varð hann ekki alveg forviða gfir því?“ „Jú, en hann jafnaði sig fljótt og spurði, hvort ég hefði ekki þekkt föðurbróður sinn líka.“ AHar fáanlegar SPORTVÖRUR á einum stað. Austurstræti 4 . Sími 6538

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.