Fréttablaðið - 14.01.2010, Page 2

Fréttablaðið - 14.01.2010, Page 2
2 14. janúar 2010 FIMMTUDAGUR Bjarni, væri ekki nær að þú byðir þig fram í sveitarfélagi í Kraganum? „Það skírist vonandi giftusamlega.“ Séra Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, hefur ákveðið að sækj- ast eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnar- kosningar. Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 STJÓRNMÁL Búist er við að formenn stjórnmálaflokkanna hittist að nýju í dag til að ræða mögulegar samn- ingaviðræður um Icesave. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins bíða oddvitar ríkisstjórn- arinnar viðbragða frá stjórnarand- stöðunni. Þeim þykir standa upp á hana að lýsa yfir þeim samnings- markmiðum sem hún vill stefna að, um hvað verði hægt að ná sam- stöðu í viðræðum við Breta og Hollendinga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsókn- arflokksins, og Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, sögðu báðir á mánudag ótímabært að nefna samningsmarkmið. „Við höfum ekki farið út í nein smáatriði samningsins á meðan það hefur ekki einu sinni legið fyrir að stjórnin telji að það þurfi að fá nýjan samning,“ sagði Sigmundur Davíð í gærkvöld. Hann gagnrýndi ráðherra ríkis- stjórnarinnar fyrir yfirlýsingar síð- ustu daga. „Ég hafði skilið það sem svo að menn ætluðu að sleppa öllum yfirlýsingum á meðan verið væri að finna einhverja lausn.“ Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins verður ekki farið í viðræð- ur við Hollendinga og Breta nema fyrir liggi samkomulag stjórn- málaflokkanna um markmið. Þá verði tryggt að slíkur samningur haldi. Fyrr séu viðsemjendur ekki til viðræðna um nýja samninga og fyrr sé ekki ástæða fyrir ráðherra til að setjast yfir málið. Ráðherr- ar og embættismenn hafa þó hitt breska og hollenska kollega sína undanfarið. - kóp Formenn stjórnmálaflokkanna hafa ekki hist aftur til að ræða nýjar leiðir í Icesave-málinu: Stjórnin bíður viðbragða andstöðunnar FUNDAÐ Formenn stjórnmálaflokkanna hittust á mánudag ásamt Þráni Bertelssyni og Birgittu Jónsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NEYTENDUR Fólk sem flyst úr landi getur ekki tekið bílinn með sér hvíli á honum lán. Talsmaður neytenda talar um átthagafjötra. Viðkomandi þurfa annaðhvort að rifta samningi, með tilheyrandi afföllum, eða borga af bíl hérlend- is sem þau geta ekki notað. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segist reglulega fá ábendingar vegna þessa. Bíla- lánafyrirtæki hafi stundum synj- að sölu með tilheyrandi erfið- leikum. „Þau hafa þá bæði viljað halda kökunni og borða hana,“ segir Gísli. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir þetta tölu- vert vandamál. Bíllinn sé fastur hér, enda skráður á lánafyrirtæk- in, og oft geti verið um töluverð- ar fjárhæðir að ræða. „Fólk þarf þá að sæta afarkostum á riftun samnings eða hafa bílinn hér og borga af honum.“ Gísli og Runólfur eru sammála um að ekki sé nægilega komið til móts við fólk vegna bílalána. Gísli segir mikilvægt að leysa úr ágreiningi um lögmæti gengis- lána. Skjótari úrlausnir þurfi en héraðsdóm og best sé að skipa stjórnskipaðan og lögþvingað- an eða samningsbundinn gerðar- dóm. „Ráðherra segir fólki hins vegar ítrekað að fara í héraðsdóm. Það er sérkennilegt að sömu stjórn- völd og vilja ekki beina Bretum og Hollendingum í héraðsdóm vísi einstaklingum þangað. Í báðum tilvikum er um réttarágreining að ræða. Hér eru þúsundir mála sem eru, ef ekki samkynja, þá keimlík og væri hægt að leysa úr hratt og örugglega með gerðardómi.“ Runólfur segir ófært að oftar en ekki hverfi eignarmyndun út í veður og vind. Hann nefnir nýlegt dæmi þar sem eigandi sat uppi með skuld en engan bíl. „Bíllinn var verðmetinn á 1.800 þúsund, en lánið stóð í 3 milljón- um. Keyrt var á bílinn á bílastæði og hann gjöreyðilagður. Eftir standa 1.200 þúsund krónur í eft- irstöðvar, en enginn bíll.“ Töluverð viðskipti voru í haust með notaða bíla, að sögn Runólfs, en frost sé á innflutningi nýrra bíla. Nú sé svo komið að nýlega notaða bíla skorti. kolbeinn@frettabladid.is Bílalánin fjötra fólk sem flytur úr landi Fólk sem flyst úr landi getur ekki tekið bílinn með ef á honum hvíla lán. Það þarf að borga af honum hér heima eða rifta samningum. Dæmi er um að keyrt hafi verið á bíl á stæði og eigandi setið eftir með milljónaskuld en ónýtan bíl. RUNÓLFUR ÓLAFSSON Á LEIÐ ÚR LANDI Fjöldi bíla hefur verið fluttur úr landi eftir að bílalánafyrirtæki hafa tekið þá yfir vegna vanskila. Fólk sem flytur úr landi hefur lent í erfiðleikum skuldi það mikið af bílunum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GÍSLI TRYGGVASON VIÐSKIPTI Ragnar Z. Guðjónsson er hættur sem sparisjóðsstjóri Byrs og hefur Jón Finnbogason, forstöðumaður lögfræðisviðs sparisjóðsins, tekið við starfinu. Ragnar hefur verið í leyfi frá störf- um frá því í nóvemberlok vegna rannsóknar sér- staks saksóknara á málefnum Byrs og eignar- haldsfélagsins Exeter Holding. Í tilkynningu um málið frá Byr segir að Ragnar hafi sagt upp störfum og að stjórn bankans hafi ekki gert við hann sérstakan starfslokasamning. Ragnar hefur stöðu sakbornings í rannsókn sérstaks saksóknara. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 að hann hafi þurft að dúsa í fangaklefa yfir nótt eftir að hann var handtekinn í nóvember þegar húsleitir fóru fram vegna málsins. Rannsóknin snýr að kaupum Exeter Holding á stofnfjárbréfum í Byr fyrir lán frá MP Banka. Bréfin höfðu meðal annars verið í eigu eignar- haldsfélags Ragnars, sem og stjórnarmanna í Byr, þeirra á meðal Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns. Jón Þorsteinn gisti einnig fangaklefa eftir handtöku. Hvorki náðist í Ragnar né Jón Finnbogason í gær. Stjórnarformaður bankans, Guðmundur Geir Gunnarsson, svaraði ekki heldur skilaboðum. - sh Sakborningur í rannsókn sérstaks saksóknara segir upp sem sparisjóðsstjóri: Ragnar Z. hættur hjá Byr GISTU Í FANGAKLEFA Stöð 2 sagði frá því í vikunni að Ragnar hefði þurft að gista í fangaklefa vegna rannsóknar sérstaks saksóknara. Vinstra megin á myndinni er Jón Þorsteinn Jóns- son, sem einnig gisti í steininum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR EFNAHAGSMÁL Þýska hagkerfið dróst saman um fimm prósent í fyrra, samkvæmt tölum hag- stofunnar þar í landi sem birtar voru í gær. Samdráttur sem þessi hefur ekki sést í Þýskalandi síðan í seinni heimsstyrjöldinni á síðustu öld. Þetta er mun snarpari sam- dráttur en hagfræðingar höfðu almennt reiknað með, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar, sem hefur eftir Nick Kounis, aðalhag- fræðingi hjá Fortis Bank í Hol- landi, að vonbrigða gæti með nið- urstöðuna á fjórða ársfjórðungi í fyrra enda sýni hagvaxtartöl- urnar að efnahagsbatinn í þessu stærsta hagkerfi Evrópusam- bandsins muni láta bíða eftir sér. - jab Efnahagslífið í Þýskalandi: Beðið eftir efnahagsbata SORGMÆDDUR KANSLARI Ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, hefur mokað 85 milljörðum evra, jafn- virði fimmtán þúsund milljarða króna, inn í hagkerfið til að koma því út úr kreppunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Tveir voru hand- teknir vegna hnífstungu í Þórð- arsveig í Grafarholti í gær. Að því er kom fram á visir.is hlaut maður sem var stunginn sár á hendi og var það samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu. Kom fram að gert hafi verið að sárum manns- ins á slysadeild. Hefur visir.is eftir íbúa í hús- inu þar sem árásin var gerð að honum og konu hans hafi verið brugðið vegna árásarinnar. Þau ætluðu að finna sér aðra íbúð. „Þetta er búið að fara versnandi í þessari blokk. Það er alltaf verra og verra fólk að flytja inn,“ hafði visir.is eftir manninum sem ekki vildi láta nafns síns getið. - gar Maður stunginn í Grafarholti: Par vill burt úr ofbeldisblokk HAÍTÍ Gústaf Bjarnason, fyrr- verandi landsliðsmaður í hand- knattleik, er í fríi í Dóminíska lýðveldinu, sem deilir eyjunni Hispaníóla með Haití. Hann sagðist hafa upplifað skjálftann sem kipp á stærð við fjölmarga slíka heima á Íslandi. Heima á hótelinu kom í ljós í sjón- varpsfrétt- um að um var að ræða risa- skjálfta, sem olli gríðarlegri eyðileggingu í 300 km fjarlægð. Í ferðamannabænum Puerto Plata gengur lífið hins vegar sinn vanagang. „Þetta hefur ekki snert okkur á neinn hátt, nema það sem við höfum séð í fréttum,“ segir Gústaf. - pg / sjá síðu 6 og 8 Gústaf Bjarnason: Fann kipp í 300 km fjarlægð GÚSTAF BJARNASON Gunnar Helgi stýrir nefnd Forsætisráðherra hefur falið Gunnari Helga Kristinssyni, prófessor við HÍ, að stýra nefnd sem fjalla á um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um hrunið og gera tillögur til ráðherra um hugsanleg viðbrögð við henni. STJÓRNSÝSLA SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.