Fréttablaðið - 14.01.2010, Síða 12

Fréttablaðið - 14.01.2010, Síða 12
12 14. janúar 2010 FIMMTUDAGUR BRennuvargarnir „Besta leiksýning ársins“ MBL 31/12 IÞ Fös 27/1 kl. 20:00 Ö Lau 28/1 kl. 20:00 Ö Fös 15/1 kl. 20:00 U Lau 21/1 kl. 20:00 Ö Lau 5/2 kl. 20:00 Ö Örfáar sýningar eftir, tryggðu þér miða! Hringdu í síma 551 1200 eða smelltu þér á leikhusid.is SNÆVI ÞAKINN LENÍN Stytta af Vladi- mír Lenín í Pétursborg fékk á sig nýjan svip eftir að snjóað hafði allhressilega í borginni. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Olíufélagið N1 hefur greitt upp tveggja milljarða króna skuldabréf sem var á gjalddaga á mánudag. Hermann Guð- mundsson for- stjóri segir góða tilfinningu hafa fylgt upp- greiðslu lánsins, sem var tekið þegar vext- ir voru í hæstu hæðum. Bréfið var tekið í júlí 2008 og bar 20,3 prósenta vexti, sem greiða átti tvisvar á ári. Félagið greiddi hálfan milljarð inn á bréfið snemma á síðasta ári en rúman 1,1 milljarð króna fyrir áramót. Hermann segir N1 hafa komið inn í síðasta ár með þrjá milljarða í lausu fé og reksturinn skilað hagnaði. - jab N1 greiðir upp skuldabréf: Segir létti að greiða upp lán HERMANN GUÐMUNDSSON ALÞINGI Fjármálafyrirtæki er óheimilt að veita lán sem eru tryggð með veði í hlutabréfum eða stofnfjárbréfum útgefnum af fyrirtækinu, samkvæmt frum- varpi efnahags- og viðskiptaráð- herra til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki. Þá er fjár- málafyrirtæki óheimilt að veita lán til stjórnarmanns, lykilstjórn- anda eða þess sem á virkan eign- arhlut í viðkomandi fyrirtæki nema með þröngum skilyrðum. Hvort um sig, lán til kaupa á hlutabréfum í banka með veði í bréfunum og lánveitingar til lykilstarfsfólks, hefur verið talið eiga sinn þátt í hruni bankanna haustið 2008. Fram hefur komið að bank- arnir lánuðu háar fjárhæðir til kaupa á hlutabréfum í þeim sjálf- um gegn veði í bréfunum. Voru það ekki síst æðstu stjórnend- ur bankanna sem fengu slík lán. Mál af því tagi er meðal þess sem tekið hefur verið til rannsóknar í kjölfar bankahrunsins. Þá er í frumvarpinu fjallað um hvatakerfi, kaupauka og starfs- lokasamninga. Verður fjármála- fyrirtækjum heimilt að veita kauprétt eða kaupaukagreiðslur í samræmi við reglur sem Fjár- málaeftirlitið setur. Eiga þær að taka mið af tilmælum Evrópu- sambandsins þar um. Þeirra helst eru að jafnvægi skuli vera milli fastra launa og bónusgreiðslna. Fresta skal greiðslu bónuss séu aðstæður í rekstri eða hagkerf- inu þess eðlis. Þá skulu mæling- ar á frammistöðu taka til lengri tíma svo tryggt sé að tekið sé tillit til langtímaárangurs. Fjármála- fyrirtæki ættu jafnframt að eiga kost á að krefjast endurgreiðslu á bónusgreiðslum ef í ljós kemur að þær hafa verið byggðar á röngum upplýsingum. Í frumvarpinu er einnig lagt bann við að í fjármálafyrirtækj- um skuli vera svokallaðir starf- andi stjórnarformenn. Er talið að slíkt fyrirkomulag bjóði heim hættunni á hagsmunaárekstrum enda eigi stjórnarmenn að hafa eftirlit með framkvæmdastjóra og því varhugavert að þeir hafi jafnframt með höndum verkefni sem eiga að vera í höndum fram- kvæmdastjóra. Formaður nefndarinnar sem samdi frumvarpið var Kjartan Gunnarsson, skrifstofustjóri í efnhags- og viðskiptaráðuneytinu, en í henni sátu auk hans fulltrú- ar Fjármálaeftirlitisins, Samtaka fjármálafyrirtækja og Samtaka fjárfesta. bjorn@frettabladid.is Lánveitingar með veði í eigin hlutabréfum verða bannaðar Margvíslegar breytingar verða gerðar á lögum um starfsemi fjármálafyrirtækja, samkvæmt nýju frum- varpi. Reglur verða settar um viðskipti fjármálafyrirtækja, hvatakerfi, kaupauka og starfslokasamninga. BANKAMENN Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson ganga af fundi í Ráð- herrabústaðnum við Tjarnargötu í október 2008. Í nýju frumvarpi um bankana er meðal annars lagt bann við svonefndum starfandi stjórnarformönnum en Sigurður gegndi slíku hlutverki í Kaupþingi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ORKUMÁL Við mat á sjálfbærri nýt- ingu jarðhitasvæða er gengið út frá nýtingu til 100 til 300 ára. „Sjálfbær nýting gæti einnig falist í að nýta kerfin til skiptis til 50 ára og hvíla þau síðan meðan önnur eru tekin í notkun,“ segir í nýrri skýrslu Orkustofnunar um stærð og vinnslugetu háhitasvæða á landinu. Nýjar mælingar, sem birtar eru í þeirri skýrslu, gefa til kynna að hámarksafköst jarðhitasvæðisins á Reykjanesi sé 81 megavatt miðað við 50 ára vinnslutíma, lágmarks- afköst 27 megavatt en miðgildi vinnslugetu 46 megavött. Þegar eru framleidd 100 mega- vött úr þessu svæði og áform eru um að auka vinnsluna um allt að 85 megavött til viðbótar. Þegar virkjanaleyfi var gefið út bentu viðnámsmælingar frá 1985 til að svæðið gæti staðið undir 26 mega- vatta framleiðslu í 50 ár. Í skýrslu Orkustofnunar segir að birtar séu upplýsingar um vinnslu- tíma til 50 ára. „Sjálfbær nýting á jarðhita gengur hins vegar út frá nýtingu til 100 til 300 ára og til að fá mat á afkastagetu svæðanna þarf aðeins að deila með 2 upp í niðurstöðurnar fyrir 100 ára nýt- ingartíma og sex fyrir 300 ára nýt- ingartíma,“ segir þar. Samkvæmt því gæti svæðið á Reykjanesi staðið undir 40,5 mega- vatta framleiðslu í 100 ár en 14,5 megavatta framleiðslu í 300 ár. - pg Ný skýrsla Orkustofnunar um viðnámsmælingar á háhitasvæðum: Nýting til 100 til 300 ára REYKJANESVIRKJUN Nýjar mælingar gefa til kynna að hámarksafköst á Reykjanesi sé 81 megavatt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA PÓLLAND, AP Lögreglan í Póllandi hefur lýst eftir sænskum manni, Andreas Högström, sem sagð- ur er vera höfuðpaurinn í ráni á skiltinu alræmda sem stóð yfir hliði útrýmingarbúðanna í Auschwitz í Póllandi. Lögreglan fer fram á að hann verði handtekinn og framseldur til Póllands. Fimm Pólverjar eru í haldi lög- reglu vegna þjófnaðarins. Skilt- inu, sem á stendur „Arbeit macht frei“, var stolið 18. desember síðastliðinn, en fannst tveimur dögum síðar í bifreið nálægt heimili eins Pólverjanna. - gb Auschwitz-þjófarnir: Sænskur mað- ur eftirlýstur Umhverfisvænir borgi minna Framkvæmda- og eignaráð Reykjavík- urborgar hefur brugðist við erindi for- svarsmanna Lambhaga ehf. um álagn- ingu gatnagerðargjalds á gróðurhús með því að beina því til borgarráðs að láta endurskoða gatnagerðargjöld. Ráðið vill að umhverfisvæn fram- leiðslustarfsemi beri lægri gjöld en almennt atvinnuhúsnæði. REYKJAVÍKURBORG

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.