Fréttablaðið - 14.01.2010, Page 32

Fréttablaðið - 14.01.2010, Page 32
8 ● fréttablaðið ● fartölvur Fartölvur frá Apple njóta sérstöðu á markaði sem meðal annars má rekja til einstaks stýrikerfis, gæða og ytri hönnunar. „Tölvurnar eru í stöðugri þróun. Til marks um það verða þær sí- fellt hraðari, endingartími raf- hlöðunnar lengist og útlitið er alltaf að breytast,“ nefnir Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri Apple- umboðsins á Íslandi, beðinn um að lýsa helstu nýjungum í fartölvum frá fyrirtækinu. Bjarni segir að Apple-fartölvur njóti af ýmsum ástæðum sérstöðu á markaði. „Meðal annars vegna stýrikerfisins sem er eitt það besta sem völ er á og kemur í veg fyrir stöðugar villumeldingar. Svo fylgja tölvunum alls kyns forrit sem eru einföld í notkun og ekki þarf að kaupa sérstaklega: iMov- ies sem er fullkomið eftirvinnslu- kerfi fyrir vídeóefni, iPhoto undir myndir, tölvupóstsforrit og svo auðvitað iTunes, sem er eitt vin- sælasta forritið og hefur átt þátt í að skapa Apple auknar vinsældir á Íslandi.“ Máli sínu til stuðnings bendir Bjarni á að með tilkomu iPodanna hafi markaðshlutdeild Apple farið úr fimm prósentum upp í tuttugu prósent á Íslandi á aðeins nokkr- um árum, eða frá árinu 2003. „Er- lendis hafa iPhones jafnframt rutt brautina fyrir Apple en ekki hér þar sem þeir hafa aðeins verið fluttir til landsins í takmörkuðu upplagi.“ Bjarni tekur fram að áður hafi grafískir hönnuðir og listamenn verið helstu notendur Apple-tölva en það hafi breyst eftir að unnið var í því að þróa og markaðssetja útgáfur fyrir almenning. „Og fólk hefur tekið vel í það. Hér hefur að minnsta kosti verið fullt út úr dyrum á ókeypis námskeið á laug- ardögum þar sem kennt er á tölvur og forrit,“ segir hann og bætir við að þátttakendur séu á öllum aldri, þótt unga fólkið sé í meirihluta. Þá bendir Bjarni á að kappkost- að sé að bjóða eigendum Apple- fartölva sem besta þjónustu og sem dæmi um það gefist þeim kostur að mæta með tölvurnar í ástandsskoðun í verslanir Apple. „Hægt er að fá til dæmis að- stoð við uppsetningu á forritum, stækka minni eða einfaldlega meta hvort eitthvað ami að tölv- unni og þessa þjónustu veitum við viðskiptavinum okkar endur- gjaldslaust.“ Eigum okkur enga líka Gæði Apple-tölva birtast með ýmsu móti, þar á meðal í fallegri hönnun sem tekur stöðugum breytingum. „Stál-útlitið hefur notið nokkura vinsælda að undanförnu eftir að sterkir litir voru allsráðandi og því erfitt að spá fyrir um framhaldið,“ segir Bjarni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA One Laptop per Child, eða ein fartölva fyrir hvert barn, er heitið á góðgerðarsamtökum sem hefur það að markmiði að framleiða ódýrar fartölvur sem nota má sem kennslutól fyrir börn í þróunarlöndum. Forsprakki verkefnisins er Nicholas Negroponte, arkitekt og tölvusérfræðingur, sem hefur lengi starf- að við rannsóknarstofu hjá MIT-háskólanum í Massa- chusetts. Undanfarin ár hefur hann þó af heilum hug einbeitt sér að því að tölvuvæða þróunarríki. Hugmyndin vaknaði fyrir fjölmörgum árum og fékk Negroponte félaga sína í MIT til liðs við sig. Það var svo í nóvember árið 2005 sem hann, ásamt Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, kynnti til sögunnar prótótýpu af einfaldri fartölvu fyrir börn sem áætlað var að myndi aðeins kosta 100 dollara. Byrjað var að fjöldaframleiða tölvuna í lok árs 2007. Hún reyndist aðeins dýrari í framleiðsu en ætlað var í byrjun, eða tæpir 200 dollarar. Tölvunum (sem kallast XO) hefur þegar verið dreift víða um heim þótt enn sé langt í land með að ná markmiðun- um. Til dæmis hafa tölvur farið til barna í Úrúgvæ, Perú, Mexíkó, Kólumbíu, Gana, Síerra Leóne, Rúanda og Indlandi. Ein tölva á hvert barn Drengur biður í upphafi kennslustundar í skóla í bænum Khariat í Karjat-héraði um 75 kílómetra norður af indversku borginni Mumbai. NORDICPHOTOS/AFP 13” MacBook Pro 2,26GHz Intel Core 2 Duo 2GB DDR3 SDRAM (mest 8GB) 160GB Harður diskur NVIDIA GeForce 9400M 256MB Tvö USB 2.0 tengi Eitt FireWire 800 Ein SD kortarauf Sameinað hliðrænt (analog) og stafrænt hljóðtengi Allt að 7 klst í þráðlausri notkun Airport Extreme (802.11n) Bluetooth 2.1 Innbyggð iSight vefmyndavél Þyngd 2,04 kg Íslenskt lyklaborð 13” MacBook 2,26GHz Intel Core 2 Duo 2GB DDR3 SDRAM (mest 4GB) 250GB Harður diskur NVIDIA GeForce 9400M 256MB Tvö USB 2.0 tengi Sameinað hliðrænt (analog) og stafrænt hljóðtengi Allt að 7 klst í þráðlausri notkun Airport Extreme (802.11n) Bluetooth 2.1 Innbyggð iSight vefmyndavél Þyngd 2,13 kg Íslenskt lyklaborð 15” MacBook Pro 2,53GHz Intel Core 2 Duo 4GB DDR3 SDRAM (mest 8GB) 250GB Harður diskur NVIDIA GeForce 9400M 256MB Tvö USB 2.0 tengi Eitt FireWire 800 Ein SD kortarauf Sameinað hliðrænt (analog) og stafrænt hljóðtengi Allt að 7 klst í þráðlausri notkun Airport Extreme (802.11n) Bluetooth 2.1 Innbyggð iSight vefmyndavél Þyngd 2,49 kg Íslenskt lyklaborð 13” MacBook Air 1,86GHz Intel Core 2 Duo 2GB DDR3 SDRAM (mest 4GB) 120GB Harður diskur NVIDIA GeForce 9400M 256MB Eitt USB 2.0 tengi Sameinað hliðrænt (analog) og stafrænt hljóðtengi Allt að 5 klst í þráðlausri notkun Airport Extreme (802.11n) Bluetooth 2.1 Innbyggð iSight vefmyndavél Þyngd 1,36 kg Íslenskt lyklaborð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.