Fréttablaðið - 14.01.2010, Síða 37

Fréttablaðið - 14.01.2010, Síða 37
FIMMTUDAGUR 14. janúar 2010 25 UMRÆÐAN Sigurður Líndal skrifar um Icesave Síðustu daga hafa dunið á okkur yfirlýsingar frá ýmsum ráðherr- um Norðurlanda um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuld- bindingar sínar sem merkir ein- faldlega að íslenzka ríkið ábyrgist greiðslur vegna Icesave-skulda sem brezka og hollenzka ríkið hafi greitt þarlendum inni- stæðueigendum og vilji nú að íslenzka ríkið standi þeim skil á. Þessu fylgja síðan hótanir um að Íslendingum verði öðrum kosti vísað úr samfélagi þjóðanna með hörmulegum efna- hagslegum afleiðingum. Undir þetta hafa síðan tekið nokkrir Íslendingar, jafnvel þeir sem ættu að vera í fyrirsvari fyrir þjóðina. Nú hefur það verið ítrekað oftar en tölu verði á komið að tilteknir ein- staklingar hafa stofnað til þessara skulda, en ekki íslenzka ríkið og því síður þjóðin sem heild. Ef ríkið ætti að ábyrgjast slíkar skuldir – að ekki sé minnzt á þungar og ófyrirsjáanlegar byrðar næstu kynslóða – yrði það að styðjast við skýr fyrirmæli í lögum, alþjóðasamningum eða löglega bind- andi yfirlýsingum ráðamanna sem hefðu til þess heimild. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið vakin athygli á þessu og farið hafi verið fram á nánari skýringar, hefur það ekki náð eyrum Norðurlandahöfðingja. Þá hafa Bretar og Hol- lendingar hafnað allri dómsmeðferð í hvaða formi sem er til þess að fá úr því skorið hvort slík skylda sé yfirleitt fyrir hendi og ef hún teldist vera, þá að hvaða marki. En viðbrögðin frá Norðurlöndum hafa birzt í endurteknum yfirlýsingum um að Íslendingar eigi að standa við skuldbindingar sínar, en nánari skýring- ar láta á sér standa. Nú má vera að höfðingjar Norðurlanda telji sig hafa annað við tímann að gera en svara því sem þeir telja greinilega raus íslenzkra lögfræðinga, blaðamanna og þingmanna og þá verður við það að sitja. En nú mætti ætla að málið væri komið á annað stig. Þegar forseti hafði synjað síðari Icesa- ve-lögunum (lögum nr.1/2010) staðfestingar hélt Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra utan á fund starfsbræðra sinna á Norð- urlöndum. Ætla verður að hann hafi innt þá nánari skýringar á afstöðu þeirra til Íslend- inga og þá sérstaklega því við hvaða réttar- heimildir yfirlýsingar þeirra styðjist um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í þessu Icesave-máli. Ennfremur má ætla að hann hefði óskað skýr- inga á stuðningi þeirra við afstöðu Breta og Hollendinga að hafna allri dómsmeðferð til að varpa ljósi á réttarstöðu Íslendinga. Gera verður ráð fyrir að viðmælendur ráðherr- ans hafi virt hann svars og þá sýnist mér eðlilegt að hann geri grein fyrir röksemd- um Norðurlandaráðherranna fyrir þessum ítrekuðu fullyrðingum. Nú birtast á hverjum degi greinar og við- töl við valinkunna menn sem halda því fram að engar eða í mesta lagi takmarkaðar skuld- bindingar hvíli á Íslendingum til að greiða Icesave-skuldirnar. En viðbrögð frá Norð- urlöndum eru sem fyrr órökstuddar fullyrð- ingar um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Kannski Steingrímur fjármálaráðherra bæti úr og færi okkur röksemdir viðmælenda sinna. Höfundur er lagaprófessor. Að standa við alþjóðlegar skuldbindingar SIGURÐUR LÍNDAL UMRÆÐAN Rósa Guðbjartsdóttir skrifar um fjárhagsmál Hafnarfjarðar Það er mannlegt að kenna öðrum um ófarir sínar. Í því ljósi kemur það ekki á óvart að meirihluti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði kennir banka- h r u ni nu um slæma fjárhags- stöðu bæjarfé- lagsins. En er það svo? Staða sveitarfélaga í landinu er í dag mjög misjöfn. Sum þeirra, eins og Garðabær og Seltjarnarnes, eru vel í stakk búin til að takast á við fjárhags- legar þrengingar meðan önnur geta vart fullnægt lögbundnu þjónustuhlutverki sínu. Því miður er Hafnarfjörður í hópi verst settu sveitarfélaga landsins með skuldir á íbúa nærri tvöfalt yfir landsmeðaltalinu, en skuldirnar hafa þrefaldast í meirihlutatíð Samfylkingarinn- ar. Af þeirri ástæðu hefur Eft- irlitsnefnd sveitarfélaga óskað skýringa á því hvernig stjórnend- ur bæjarins hyggjast ná tökum á rekstrinum og greiða af hinum gríðarlegu háu lánum. Eigið fé bæjarins er nú neikvætt um 760 milljónir króna og hefur bæjar- stjórinn boðað að endurmeta þurfi fasteignir bæjarins til að hífa upp eiginfjárstöðuna, en öðruvísi fæst ekki lán til endurfjármögnunar eldri lána. Undanfarna mánuði hafa bæjar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og VG komið meirihluta Samfylk- ingar til aðstoðar við gerð fjár- hagsáætlunar í þeim miklu erf- iðleikum sem við blasa en mikil hagræðing og niðurskurður er óhjákvæmilegur eigi bæjarfélagið að ná að halda fjárhagslegu sjálf- stæði sínu. Í þeirri vinnu höfum við Sjálfstæðismenn styrkst enn frekar í þeirri skoðun okkar hve gagngerrar breytingar á fjár- málastjórn bæjarins er þörf og að komið sé að því að gefa Sam- fylkingunni frí frá meirihluta- stjórnun. Í þeirri tiltekt sem framundan er skiptir sköpum hvernig haldið er á málum og þurfa stjórnmála- menn þá að hafa kjark til að taka erfiðar ákvarðanir. Ákvarðana- fælni meirihluta Samfylkingar- innar í ýmsum mikilvægum og umdeildum málum hefur reynst bæjarbúum afar dýrkeypt. Ég hef mikla trú á að hægt verði að snúa við þessari þróun á fjárhags- stöðu bæjarins og að í Hafnarfirði megi halda uppi góðu samfélagi og þjónustu – en þá þurfa að koma við stjórnvölinn einstaklingar sem sýnt geta frumkvæði og áræðni og þora að hafa skoðanir í erfiðum og viðkvæmum málum. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði. Hreinsun- arstarfið framundan RÓSA GUÐBJARTSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.