Fréttablaðið - 14.01.2010, Síða 43
FIMMTUDAGUR 14. janúar 2010
Alliance Française í Reykjavík,
Sendiráð Frakklands og Kanada
á Íslandi og Græna ljósið halda
franska kvikmyndahátíð í tíunda
sinn dagana 15. til 28. janúar í
Háskólabíói.
Opnunarmynd hátíðarinnar er
fjölskylduvæna gamanmyndin
„Nikulás litli“, sem var langvin-
sælasta kvikmyndin í Frakklandi
í fyrra, með yfir fimm milljón-
ir áhorfenda. Myndin er byggð á
samnefndri persónu sem Sempé
og Goscinny, höfundar Ástríks,
bjuggu til og gáfu út á bók árið
1959.
Fjölbreytnin ræður ríkjum á
hátíðinni. Samtals verða sýnd-
ar tíu myndir. „Góð lögga, vond
lögga“ er létt löggumynd frá
Kanada. „Það var ekki ég, ég
sver það“ er grínmynd um bald-
inn villing og gerist árið 1968.
„Edrú“ er spennumynd með
Maggie Cheung í aðalhlutverki.
„Hjörtun“ er drama eftir Alain
Resnais og af mörgum talin hans
besta mynd í tuttugu ár. „Ljúfa
Paloma“ er dramatísk gaman-
mynd eftir Nadir Moknèche, sem
kallaður hefur verið Pedro Alm-
odóvar Alsírs. „Verndargripur-
inn“ er spennumynd um ævintýri
13 ára stráks sem flýr frá fóstur-
foreldrum sínum til að snúa aftur
í sígaunaþorpið þar sem hann
fæddist. „Morðkvendi“ er drama
um vinkonur og hefur verið köll-
uð franska Thelma og Louise.
„Frumgráturinn“ er heimildar-
mynd þar sem því tilfinninga-
flóði sem barnsfæðing kemur af
stað er lýst af mikilli nærfærni.
Þá verða tvær sýningar á nýjustu
kvikmynd Sólveigar Anspach,
„Louise Michel“ sem fjallar um
líf útlægrar hjúkrunarkonu meðal
frumbyggja í Nýju-Kaledóníu.
Allar myndirnar eru sýnd-
ar með enskum texta. Í fyrsta
sinn verða svo myndirnar sýnd-
ar í Borgarbíói á Akureyri frá 5.
febrúar. Nánari upplýsingar eru á
www.af.is. - drg
Fjölbreyttar franskar bíómyndir
FJÖLSKYLDUVÆN Úr frönsku kvikmynd-
inni Nikulás litli sem sýnd verður á
franskri kvikmyndahátíð í Háskólabíói.
Sylvester Stallone er fjölhæfur
listamaður. Upp á síðkastið hefur
hann verið að vekja athygli í lista-
heiminum með hráum og tilfinn-
ingaríkum málverkum sínum.
Leikarinn hefur málað frá unga
aldri en það er aðeins nýverið
að hann kom út úr skápnum með
myndlist sína. Hann var viss um
að frægð hans í kvikmyndabrans-
anum myndi skyggja á myndlist-
ina og gera hana að léttvægu
fyrirbæri.
Sylvester segist mála bestu
myndirnar þegar hann er langt
niðri. „Eftir því sem þú ert óham-
ingjusamari og ráðvilltari, því
betri verður listin. Hamingju-
rík list virkar ekki, allavega ekki
fyrir mig,“ segir kappinn.
Þrátt fyrir miklar vinsæld-
ir í kvikmyndaheiminum segir
Sylvester að nýleg velgengni hans
í listaheiminum sé það besta sem
hafi komið fyrir hann á ferlinum.
„Kvikmyndir eru samspil margra
aðila. Svo þegar myndin kemur
loksins í bíó er hún kannski bara
40 prósent eins og þú sást hana
fyrir. Málverkin eru hins vegar
100 prósent. Annaðhvort svífur
verkið eða brotlendir. Og þá er
það engum um að kenna nema
einni persónu,“ segir Sylvester.
Listmálarinn Stallone
HRÁR OG TILFINNINGARÍKUR Sylvester
Stallone við eigið verk.
Sigurvegarar úr einleikarakeppni SÍ og Lista-
háskóla Íslands koma fram á árlegum tónleikum,
auk þess sem tvö ný verk ungra og efnilegra
tónskálda fá að hljóma.
Tryggðu þér miða á www.sinfonia.is eða í síma
545 2500. Námsmenn og ungt fólk fær 50% afslátt
af miðaverði.
„Til að semja tónverk þarftu
aðeins að muna eftir lagi sem
engum hefur dottið í hug áður.“
Robert Schumann Ævintýraferð um undraheima
vatnsins í Borgarleikhúsinu
„Yndisleg sýning fyrir börn frá sex eða átta ára aldri
og foreldra þeirra, afa og ömmur.“
María Kristjánsdóttir, eyjan.is
Miðasala er í síma 568 8000 og á borgarleikhus.is
Aukasýningar
Sunnudagana 17. og 24. janúar kl. 14.00
Fim 14/1 kl. 19:00 Ö
Lau 16/1 kl. 15:00 Aukas. U
Lau 16/1 kl. 19:00 U
Lau 23/1 kl. 15:00 Aukas. U
Lau 23/1 kl. 19:00 Ö
Fös 29/1 kl. 19:00 Ö
Oliver! (Stóra sviðið)
Brennuvargarnir (Stóra sviðið)
Fös 15/1 kl. 20:00 U
Fim 21/1 kl. 20:00 Ö
Fös 22/1 kl. 20:00 Ö
Fim 28/1 kl. 20:00 Ö
Fös 5/2 kl. 20:00 Ö
Lau 30/1 kl. 15:00 Ö
Lau 30/1 kl. 19:00 Ö
Lau 6/2 kl. 15:00 Ö
Lau 6/2 kl. 19:00 Ö
Sun 14/2 kl. 15:00 Ö
Sun 14/2 kl. 19:00 Ö
Sun 21/2 kl. 15:00
Sun 21/2 kl. 19:00
Sun 28/2 kl. 15:00
Sun 28/2 kl. 19:00 Ö
Fös 12/2 kl. 20:00 Frums. U
Lau 13/2 kl. 20:00 2. K U
Fös 19/2 kl. 20:00 3 K Ö
Gerpla (Stóra sviðið)
Lau 20/2 kl. 20:00 4. K Ö
Fim 25/2 kl. 20:00 Aukas. Ö
Fös 26/2 kl. 20:00 5. K Ö
Lau 27/2 kl. 20:00 6. K Ö
Fös 5/3 kl. 20:00 7. K Ö
Lau 6/3 kl. 20:00 8. K Ö
Oliver! MBL, GB. Nýjar sýningar komnar í sölu.
„Besta leiksýning ársins“ MBL, IÞ. Sýningum fer fækkandi.
Miðasala hafin - tryggið ykkur sæti á fyrstu sýningar!
Lau 13/3 kl. 15:00 Frums. U
Sun 14/3 kl. 13:00 U
Sun 14/3 kl. 15:00 U
Fíasól (Kúlan)
Lau 20/3 kl. 13:00 U
Lau 20/3 kl. 15:00 U
Sun 21/3 kl. 13:00 Ö
Sun 21/3 kl. 15:00 U
Nú er hægt að kaupa miða á Fíusól!
Lau 16/1 kl. 15:00 Ö
Sun 17/1 kl. 16:00
Sindri silfurfi skur (Kúlan)
Lau 23/1 kl. 15:00
Sun 24/1 kl. 16:00
Lau 30/1 kl. 15:00
Sun 31/1 kl. 15:00
Undurfalleg sýning fyrir yngri börnin. Miðaverð aðeins 1500 kr.
Mið 27/1 kl. 20:00
Bólu-Hjálmar (Kúlan)
Fim 28/1 kl. 20:00
Gestasýning Stoppleikhópsins. Aðeins tvær sýningar.