Fréttablaðið - 23.01.2010, Síða 11

Fréttablaðið - 23.01.2010, Síða 11
LAUGARDAGUR 23. janúar 2010 11 © 2010 KPMG hf., íslenski aðilinn að KPMG International Cooperative (“KPMG International“), svissnesku samvinnufélagi. Öll réttindi áskilin. Skattavika KPMG fróðleikur með morgunkaffinu Miklar breytingar voru gerðar á skattalögum og öðrum lögum um tekju öflun ríkissjóðs á árinu 2009. Til að gera þeim sem best skil og miðla áhuga verðum fróðleik er boðið til skattaviku KPMG frá þriðjudeginum 26. til föstu dagsins 29. janúar. Fyrirlestrarnir verða haldnir í Borgartúni 27 og hefjast þeir kl. 8.30. Boðið verður upp á morgunhressingu frá kl. 8.00. Öllum er heimil þátttaka og er aðgangur ókeypis. Þeir sem ætla að sækja fundina eru beðnir að skrá sig á vefsíðu félagsins. Áætlaður fundartími er 1,5 klst. Hver fundardagur veitir 1,5 endurmenntunareiningu hjá FLE. kpmg.is Dagskrá Þriðjudagur 26. janúar Gjaldeyrishöft Seðlabanka Íslands – komin til að vera – aftur? Ingibjörg Guðbjartsdóttir frá Seðlabanka Íslands Nýjar reglur um skatt á fjármagnstekjur Ágúst Karl Guðmundsson, KPMG Miðvikudagur 27. janúar Virðisaukaskattur í 20 ár – hvað höfum við lært og hverju þarf að breyta? Kristín Norðfjörð frá ríkisskattstjóra Tekjuskattur og skattskuldbindingar félaga – helstu breytingar Steingrímur Sigfússon, KPMG Fimmtudagur 28. janúar Breytingar á skattkerfinu Ingvar J. Rögnvaldsson vararíkisskattstjóri Skattalagabreytingar á liðnu ári Sigurjón Högnason, KPMG Föstudagur 29. janúar Nýir og breyttir skattstofnar – umfjöllun og dæmi um útreikninga Guðrún Björg Bragadóttir, KPMG Mismunur á skattlagningu eftir félagaformum Jónas Rafn Tómasson, KPMG Nýsköpunarfyrirtæki og skattkerfið – dragbítur eða hvati? Þórður Magnússon, Eyrir Invest DÓMSMÁL Skrifstofustjóri Alþingis kærði ekki sér- staklega eftir 100. grein hegningarlaga, sem fjallar um það, þegar ráðist er á Alþingi. Ríkissaksóknari, Valtýr Sigurðsson, fullyrti hins vegar í blaðinu í gær að svo hefði verið, í máli níu sakborninga sem hafa verið ákærðir fyrir að brjótast inn í Alþingi, þannig að fólk meiddist. „Ég sagði hins vegar í almennri greinargerð að Alþingi njóti sérstakrar verndar, samkvæmt greininni. En það er ríkissaksóknari sem skrifar ákæruna og metur málsatvik, það er hann sem verður að færa málsgögnin undir hegningarlaga- greinarnar,“ segir Helgi Bernód- usson, skrifstofustjóri. Í kæru skrifstofustjórans til lögreglu er minnt á að Alþingi njóti þessarar verndar samkvæmt 100. greininni. Einnig er reifað að brot gegn henni þýði að lágmarki eins árs refsingu og allt að lífstíðarfangelsi. Hins vegar segir í kærunni að skrifstofa Alþingis telji að „þessi atvik [sem kærð eru] verði að rannsaka m.a. með það í huga hvort brotið hafi verið gegn 106. gr. almennra hegningarlaga,“ um brot gegn valdstjórn- inni. Engin lágmarksrefsing er við henni og hámarksrefsing er sex ára fangelsi. Þá telur skrifstofan að hugsanlega hafi verið brotið gegn fjórum öðrum lagagreinum, sem kveða ekki á um lágmarksrefsingu. - kóþ í kæru skrifstofustjóra Alþingis er minnst á 100. greinina, en aðrar taldar brotnar: Alþingi ákvað ekki ákæruna HELGI BERNÓDUSSON Í kærunni minnti hann á 100. grein, um sérstaka vernd Alþingis, en taldi að rannsaka þyrfti hvort aðrar greinar hefðu verið brotnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti kynnti á fimmtudag hertar reglur um starfsemi fjármálafyrirtækja. Meðal annars verður ríkinu gert heimilt að takmarka það hversu stór og flókin starfsemi þeirra getur orðið. Einnig verður hægt að takmarka möguleika þeirra til að taka þátt í áhættuviðskiptum. „Aldrei aftur munu bandarísk- ir skattgreiðendur verða teknir í gíslingu af bönkum sem eru of stórir til að geta farið á hausinn,“ sagði Obama. Nýju reglurnar hafa fengið góðar undirtektir meðal Evrópu- ríkja. Í Bandaríkjunum féllu hins vegar hlutabréf stóru bankanna í verði eftir að Obama kynnti þessi áform sín. - gb Barack Obama: Herðir tökin á stórbönkunum BARACK OBAMA Bandaríkjaforseti ætlar að setja bönkum strangari skorður. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEIÐI Umhverfisráðuneytið hefur að tillögu Umhverfisstofnunar ákvarðað hreindýraveiðikvóta ársins 2010. Samkvæmt auglýs- ingunni verður heimilt að veiða allt að 1.272 hreindýr. Líkt og undanfarin ár er tarfa- veiði heimil frá og með 15. júlí til og með 15. september. Veiðitími á kúm verður lengdur um fimm daga en veiði á kúm er heimil frá og með 1. ágúst til og með 20. september. Veturgamlir tarfar eru alfriðaðir og miðast tarfaveiði því við tveggja vetra og eldri tarfa. Ekki verður heimilað að veiða kálfa og er það breyting frá eldri reglu. - shá Hreindýrakvóti ákveðinn: Veiða má 1.272 hreindýr í ár FJÖLMIÐLAR Stjórn Ríkisútvarps- ins gagnrýnir í yfirlýsingu álykt- un flokksráðs Vinstri grænna frá því um síðustu helgi og „hafnar þeim aðdróttunum sem þar er beint að starfsfólki og starfsemi RÚV“. Segist stjórnin telja „álykt- unina meiðandi fyrir starfsfólk Ríkisútvarpsins og lýsa fádæma vanþekkingu flutningsmanna og þeirra sem hana samþykktu“. Í ályktun flokksráðsins var spjótum beint að RÚV og stefna þess gagnrýnd. Stofnuninni væri illa stjórnað. Þess má geta að for- maður stjórnar RÚV er Svanhild- ur Kaaber, sem um skeið var vara- formaður Vinstri grænna. - sh RÚV hafnar aðdróttunum: Stjórn RÚV gagnrýnir VG HEILBRIGÐISMÁL Einungis 58 pró- sent kvenna á aldrinum 20 til 24 mæta í krabbameinsskoðun á Íslandi. Það er áhyggjuefni, segir Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, sem bendir á að í kjölfar skipulegrar leitar hafi tíðni leghálskrabba- meins lækkað um 68 prósent og dánartíðni um 87 prósent. Árleg árveknisvika, Evrópu- vika gegn leghálskrabbameini, hefst 24. janúar. Af því tilefni verða seldar svokallaðar Vísdóm- sperlur um land allt í verslunum Lyfju, Apóteksins, Lyf og heilsu og Apótekarans. Ágóðinn af söl- unni rennur til styrktar legháls- krabbameinsleit Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. Í Evrópu deyja 25.000 konur á ári hverju úr leghálskrabba- meini. - sbt Átak gegn krabbameini: Konur hvattar til krabba- meinsskoðunar VÍSDÓMSPERLA Ágóðinn af sölunni rennur til styrktar leghálskrabbameins- leit Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.