Fréttablaðið - 23.01.2010, Side 39
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.I
S
PO
S
48
66
3
01
/1
0
Hlutverk Póst- og fjarskiptastofn-
unar er að tryggja hagkvæm,
örugg og aðgengileg fjarskipti
og póstþjónustu og efla virka
samkeppni á markaði.
Starf stofnunarinnar mótast
af alþjóðlegum kröfum og tekur
breytingum í samræmi við öra
alþjóðlega þróun. Meginþungi
starfseminnar eru fjarskipti
og tengd mál.
Hjá PFS starfa 24 starfsmenn,
aðallega sérfræðingar við úrlausn
tæknilegra, viðskiptalegra og
lagalegra verkefna er tengjast
hlutverki stofnunarinnar.
PFS hvetur konur jafnt sem
karla til að sækja um störf
hjá stofnuninni.
Sjá nánari upplýsingar
á www.pfs.is
Í boði eru fjölbreytt og áhugaverð störf hjá stofnun sem leggur áherslu á gildin
fagmennsku, traust og víðsýni. Um framtíðarstörf er að ræða.
Þrjú störf sérfræðinga laus til umsóknar
LÖGFRÆÐINGUR
Lögfræðideild PFS ber ábyrgð á vinnslu stjórnsýslumála, lausn ágreiningsmála, álagningu og eftirfylgni kvaða sem leiða
af ákvæðum fjarskipta- og póstlaga. Hlutverk lögfræðideildar er jafnframt að vera ráðgefandi fyrir stjórnvöld varðandi löggjöf
og reglusetningu á fyrrnefndum réttarsviðum.
Starfssvið / Starf lögfræðings er m.a. fólgið í samningu
álitsgerða og stjórnsýsluákvarðana, lögfræðilegri ráðgjöf,
samskiptum við póst- og fjarskiptafyrirtæki
og undirbúningi stjórnsýslureglna.
Menntunar og hæfniskröfur / Embættispróf,
ML í lögfræði eða sambærilegt próf. Þekking og
starfsreynsla á sviði fjarskiptaréttar, stjórnsýsluréttar
eða samkeppnisréttar er æskileg.
SÉRFRÆÐINGUR Í GREININGARDEILD
Greiningardeild PFS ber ábyrgð á markaðs- og kostnaðargreiningum, tölfræðivinnslu, hagfræðirannsóknum
og öðrum verkefnum er lúta að viðskiptalegum þáttum eftirlits á fjarskipta- og póstmarkaði.
Starfssvið / Starf sérfræðings í greiningardeild er fólgið í
markaðs- og kostnaðargreiningum auk annarra sérverkefna á
verksviði deildarinnar ásamt stuðningi við störf annarra deilda.
Menntunar og hæfniskröfur / Háskólapróf í viðskiptafræði,
hagfræði eða sambærileg menntun. Framhaldsnám eða
starfsreynsla á sviði fjarskipta er kostur.
Almennar hæfniskröfur í öll störfin / Umsækjendur þurfa
að hafa gott vald á íslensku og ensku, búa yfir ríkulegri
samskiptafærni auk þess að vera agaðir og skipulagðir í vinnu-
brögðum. Umsækjendur þurfa að eiga auðvelt með að starfa
sjálfstætt sem og í hópi og jafnframt búa yfir þeim sveigjanleika
og festu sem nauðsynleg er til að ná árangri í samskiptum
við markaðsaðila á póst- og fjarskiptamarkaði.
Umsóknarfrestur / Umsóknarfrestur er til og með 8. febrúar 2010.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um störfin á heimasíðu PFS
www.pfs.is og senda jafnframt ferilskrár í viðhengi.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu hefur verið tekin.
SÉRFRÆÐINGUR Í TÆKNIDEILD
Tæknideild PFS ber ábyrgð á skipulagningu númeramála og tíðnirófsins á Íslandi ásamt úthlutun á tíðnum og upplýsingagjöf um
notkun. Einnig ber deildin ábyrgð á net- og upplýsingaöryggi.
Starfssvið / Starf sérfræðings í tæknideild er m.a. fólgið
í vinnu við skipulagningu tíðnirófsins, númeramál og
markaðseftirlit. Einnig úthlutun tíðna ásamt þróun upplýsinga-
gjafar varðandi tíðnimál, númeramál og fjarskiptavirki.
Menntunar og hæfniskröfur / Háskólapróf í verk-
eða tæknifræði eða sambærileg menntun. Framhaldsnám
eða starfsreynsla á sviði fjarskipta er kostur. Reynsla af
verkefnastjórnun er einnig kostur.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Anna Dóra Guðmundsdóttir, mannauðs- og gæðastjóri, í síma 510 1500. Einnig má senda fyrirspurnir í tölvupósti á netfangið annadora@pfs.is
Starfsmaður óskast í
Fyrirtækjaþjónustu Borgunar
Vegna aukinna umsvifa í netviðskiptum óskum við eftir kraftmiklum einstaklingi til starfa
í Fyrirtækjaþjónustu. Fyrirtækjaþjónusta Borgunar annast færsluhirðingu milli korthafa
og söluaðila og býður fyrirtækjum upp á ýmsar tæknilausnir fyrir greiðslumiðlun.
Nánari upplýsingar veitir Anna Rut Þráinsdóttir starfsmannastjóri (art@borgun.is) í síma 560 1579
eða Sigurður Guðmundsson forstöðumaður fyrirtækjaþjónustu í síma 560 1600. Umsækjendur eru
vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu okkar www.borgun.is.
Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar næstkomandi.
Borgun er framsækið fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í öruggri
greiðslumiðlun í 30 ár. Fyrirtækið býður viðskiptavinum sínum
færsluhirðingu fyrir MasterCard, Maestro, Visa, Visa Electron,
JCB, Diners og American Express.
Ármúla 30 | 108 Reykjavík | Sími 560 1600 | www.borgun.is
Helstu verkefni:
Móttaka og yfirferð umsókna um viðskipti−
Áreiðanleikagreining umsækjenda−
Eftirfylgni með seljendum vöru og þjónustu á netinu−
Almenn samskipti og þjónusta við viðskiptavini −
Önnur tilfallandi verkefni−
Menntun og hæfniskröfur:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi−
Reynsla af greiðslumiðlun kostur−
Mjög góð enskukunnátta−
Greiningarhæfni og áhugi á rannsóknarvinnu á netinu−
Skipulögð og nákvæm vinnubrögð−
Sjálfstæði í starfi og hæfni til að vinna undir álagi−