Fréttablaðið - 04.02.2010, Side 20

Fréttablaðið - 04.02.2010, Side 20
20 4. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 30 Velta: 100,6 milljónir OMX ÍSLAND 6 819 +1,44% MESTA HÆKKUN FØROYA BANKI 3,41% MAREL 1,49% MESTA LÆKKUN ICELANDAIR G. 6,67% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atlantic Petroleum 160,00 +0,00% ... Bakkavör 1,40 +0,00% ... Føroya Banki 136,50 +3,41% ... Icelandair Group 2,80 -6,67% ... Marel 61,30 +1,49% ... Össur 158,00 +0,00% Eigendur Saxbygg keyptu erlend fasteignaverkefni fyrirtækisins fyrir hrun og lánuðu sjálfum sér með fimm milljarða kúluláni. Eignirnar virðast hafa verið seldar fyrirtækjum sem enginn kann skil á. Skipta- stjóri þrotabús Saxbygg vill rifta samningum. Skiptastjóri þrotabús fjárfestingar- félagsins Saxbygg hefur stefnt for- svarsmönnum þriggja dótturfélaga Saxbygg og krefst riftunar á ráð- stöfun erlendra fasteignaverkefna Saxbygg til þeirra. Saxbygg átti rúman helmingshlut í Smáralind á móti Íslandsbanka og var umsvifamikið á fasteignamark- aði hér fyrir hrun. Þá átti það 5,7 prósenta hlut í Glitni, sem nú er verðlaus. Málavextir eru þeir að eigendur Saxbygg, Nóatúnsfjölskyldan svo- kallaða og þeir Gunnar Þorláksson og Gylfi Ómar Héðinsson, eigendur BYGG (Byggingafélags Gunnars og Gylfa), stofnuðu einkahlutafélagið Cromwell Holdings árið 2008. Á meðal Nóatúnssystkinanna er Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður sparisjóðsins Byrs. Cromwell Holdings var móður- félag þriggja annarra félaga sem öll voru stofnuð sama ár. Þau eru Stenias, Brandenburg Invest og Aldersgate Invest. Stenias er norskt fasteigna- fyrirtæki í fullum rekstri en hin tengjast nokkrum fasteignaþróun- arverkefnum í London og Berlín, sem meðal annars fela í sér kaup og endurnýjun á fasteignum þar og sölu þeirra. Félögin þrjú keyptu erlend fast- eignaverkefni Saxbygg sama ár gegn kúluláni frá Saxbygg í erlendri mynt, nú upp á 5,3 millj- arða íslenskra króna. Svo virðist sem eignirnar hafi verið seldar úr dótturfélögum Cromwell til fyrir- tækja í London í Bretlandi, Berlín í Þýskalandi og í Noregi í júlí og október 2008. Engin merki eru um það í bókhaldi félaganna þriggja að fjármunir hafi skilað sér við eigna- söluna. Einar Gautur Steingrímsson, skiptastjóri þrotabús Saxbygg, gerir bæði athugasemdir við að eignirnar eru seldar með kúlulán- um og að þeim hafi verið ráðstafað áfram og því ekki innan seilingar. Þá liggja ekki fyrir upplýsingar um það hverjir keyptu fasteignaverk- efnin af dótturfélagi Cromwell Holdings. „Þetta virðist hafa yfir- bragð venjulegra viðskipta. Ekkert var greitt við söluna heldur átti að greiða það síðar. Það sættum við okkur ekki við auk þess sem við höfðum athugasemdir við verðlagn- inguna,“ segir skiptastjóri. Málið verður þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur í dag. Ekki ligg- ur fyrir hvenær það verður tekið fyrir. jonab@frettabladid.is Skiptastjóri Saxbygg stefnir fyrri eigendum Björn Ingi Sveinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Saxbygg, er skráður framkvæmda- stjóri Cromwell Holdings og dótturfélaganna þriggja. Hann vill ekkert tjá sig um málið. „Ég hef ekkert um þetta að segja, ekki nokkurn skapaðan hlut,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið. Framkvæmdastjórinn segir ekkert Tilfærslur á erlendum fasteignaverkefnum Saxbygg Cromwell Holdings Aldersgate Brandenburg Stenias ? ? ? London Berlín Noregur Saxbygg er: Byggingarfélag Gunnars og Gylfa 50% Saxhóll - félag Nóatúnsfjölskyldunnar 50% Gjaldmiðill Upphæð* Nú í ísl kr.* Pund 21,0 4.300,0 Evrur 3,8 674,0 Norskar krónur 15,0 326,5 * í milljónum Lánin Nafn Eignarhlutur Gunnar Þorláksson 25% Gylfi Ómar Héðinsson 25% Einar Örn Jónsson 10% Jón Þorsteinn Jónsson 10% Júlíus Þór Jónsson 10% Rut Jónsdóttir 10% Sigrún Alda Jónsdóttir 10% * Heimild: Ársreikningur Cromwell Holdings ehf. 2008. Hluthafar Cromwell* Nokkur gremja er í hópi sjö fyrr- verandi starfsmanna Slippfélags- ins sem ekki voru ráðnir til starfa hjá fyrirtækinu eftir eigendaskipti í síðasta mánuði. Þar á meðal er rúmlega sextugur maður sem hafði unnið hjá Slippfélaginu í um 45 ár. „Það er sorglegt að geta ekki ráðið alla í vinnu aftur,“ segir Baldvin Valdimarsson, fram- kvæmdastjór i Má ln i nga r, sem keypti rekstur og birgðir Slippfélagsins af Landsbankanum, sem sá um söluna fyrir bústjóra þrotabús fyrri eigenda. Hann bendir á að fótunum hafi verið kippt undan rekstrinum þegar málningaframleiðandinn Hempel í Danmörku sleit samningum við Slippfélagið í haust og umboðið fór yfir til Flügger. Þangað fóru sömu- leiðis tveir fyrrverandi starfsmenn Slippfélagsins. Sala á Hempel-skipamálningu var um helmingur af veltu Slipp- félagsins og unnu flestir þeirra sem ekki voru endurráðnir við framleiðsluna hér. Flügger flyt- ur nú Hempel-málningu inn frá Danmörku. Baldvin segir að störfin tengd Hempel hafi í raun verið flutt út og hafi forsvarsmenn Málningar, sem hafi verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi, séð tækifæri í því að tryggja að framleiðsla á málningu haldist enn í landinu. - jab Framleiðsla á máln- ingu flutt út VERSLUN SLIPPFÉLAGSINS Fram- leiðendum málningar hér fækkaði verulega þegar Hempel í Danmörku sleit samningum við Slippfélagið í fyrrahaust. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Þetta er birtingarmynd kreppunn- ar, hruns af þeirri stærðargráðu sem líkja má við hamfarir,“ segir Víglundur Þorsteinsson, stjórnar- formaður BM Vallár. Fyrirtækið fékk heimild til greiðslustöðv- unar í gær. Víglundur bendir á að BM Vallá hafi verið vel sett fyrir hrunið fyrir rúmu ári. Velta fyrirtækis- ins hafi numið tíu milljörðum króna árið 2007 og starfsmenn verið liðlega fimm hundruð. Í lok síðasta árs voru þeir 232 og veltan tæpir fimm milljarðar króna. Þá jukust skuldir verulega. Þær eru að mestu í erlendri mynt og urðu íþyngjandi við gengishrun krónunnar frá 2008, að sögn Víg- lundar. Á móti skuldum eigi fyr- irtækið mikið af fastafjármunum. Á meðal þeirra er steypubílafloti og tengd tæki upp á 2,5 milljarða króna. Erfitt er hins vegar að losa um eignir í núverandi ástandi, að hans sögn. Heimild til greiðslustöðvunar felur í sér að BM Vallá fær þrjár vikur til að kynna lánardrottnum hugmyndir um fjárhagslega endur- skipulagningu. Gangi það eftir fær fyrirtækið nokkrar vikur til við- bótar til að ljúka ferlinu. Í kjölfar- ið verður hlutafé aukið. Víglundur býst við að verða meðal hluthafa. - jab BM Vallá fær greiðslustöðvun Erfitt er að gera sér grein fyrir eigna- og skuldastöðu BM Vallár og tengdra félaga en fyrirtækið hefur aldrei skil- að ársreikningi til Ársreikningaskrár ríkisskattstjóra. Mál BM Vallár hefur margoft kom- ist í hámæli. Árið 2001 var fyrirtækið kært vegna vanskila á ársreikningi og fleiri gagna um starfsemi félagsins. Dómari úrskurðaði að ekki væri heimild fyrir því í lögum þá um árs- reikninga að setja reglugerðir þar sem þessara upplýsinga er krafist. Á mánu- dag vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur hins vegar frá kröfu BM Vallár að viðurkennt verði að fyrirtækið þyrfti ekki að skila ársreikningum til árs- reikningaskrár ríkisskattstjóra. Víglundur vildi ekki tjá sig um málið í gær. „Þeim sem málið kemur við, svo sem lánardrottnar, geta feng- ið þær upplýsingar sem þeir vilja,“ segir hann. Samkvæmt lánabók Kaupþings sem lekið var á Netið í fyrra kemur fram að BM Vallá hafi skuldað bankanum 62 milljónir evra, jafnvirði ellefu milljarða króna á núvirði. Fram kemur að félagið sé mjög skuldsett. Á móti skuldum séu traustar eignir, að mestu í fasteignum og tækjum, upp á allt að 82 milljónir evra. SKULDAÐI ELLEFU MILLJARÐA STEYPUBÍLAR BM VALLÁR Mikill sam- dráttur og gengisfall neyddi BM Vallá til að leita eftir greiðslustöðvun. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR VÍGLUNDUR ÞORSTEINSSON MARKAÐSPUNKTAR Seðlabanki Noregs ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum í 1,75 prósentum. Þetta er í takt við vænt- ingar. Stýrivextir hafa verið hækk- aðir í tvígang í Noregi undanfarna mánuði og gengið styrkst. Það hefur haldið verðbólguþrýstingi í skefjum. Vinnumálastofnun bárust fjórar hópuppsagnir í nýliðnum mánuði en sextíu manns var sagt upp. Fyrirtækin eru í mannvirkjagerð og upplýsinga- og útgáfustarfsemi. Uppsagnirnar eru flestar á höfuð- borgarsvæðinu. Skuldatryggingarálag íslenska ríkisins hefur lækkað nokkuð frá í síðustu viku og stóð í 640 punktum um miðjan dag í gær. Hæst fór það í 720 punkta fyrir helgi. Flugvélaframleiðendurnir Boeing og Airbus gera ráð fyrir að stórar flugvélar verði eftirsóttar á Asíu- mörkuðum og muni framleiðendur geta vænst þess að selja á milli átta til níu þúsund flugvélar í álfunni á næstu tuttugu árum. Þetta kom fram á flugvéla- sýningunni, sem nú stendur yfir í Singapúr. Spárnar gera ráð fyrir að um 25 þúsund flugvélar verði seldar um heim allan fram til ársins 2030. Bæði fyrirtækin eru að setja á markað sínar nýj- ustu flugvélar, Boeing er með Dreamliner-farþega- þotuna, en Airbus með A380 risaþotuna. Spá Airbus er öllu bjartsýnni en Boeing. Hún gerir ráð fyrir því að hagur Kínverja muni vænkast veru- lega á næstu árum og muni það leiða til aukinna ferðalaga landsmanna. Randy Tinseth, aðstoðarframkvæmdastjóri mark- aðsdeildar bandarísku flugvélasmiðja Boeing, segir í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að tækifærin í Asíu séu gríðarlega mikil og muni álfan leiða bata flugvélageirans á næstu árum. - jab Reikna með góðu flugi FRÁ FLUGVÉLASÝNINGUNNI Hagvöxtur í Kína mun leiða til þess að fleiri nýta sér flugsamgöngur til ferðalaga, samkvæmt spá flugvélaframleiðandans Airbus. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar- innar, segir að skoða verði hvort hálfsárs- uppgjör bankanna 2008 hafi verið rétt og reikningarnir eðlilega settir fram. Jafn- framt verði að kanna hvort yfirlýsingar bankastjóranna um gæði eignasafna og sterka lausafjárstöðu fyrir hrun standist skoðun. Ummæli Þórðar falla í framhaldi af því að fyrrverandi stjórnarformaður hol- lenska Fjármálaeftirlitsins sagði kollega sína hér hafa logið til um ástand íslenska bankakerfisins áður en það fór í þrot. Fréttastofa Stöðvar 2 benti á það í gær að Fjármálaeftirlitið hefði byggt upplýs- ingagjöf sína til erlendra aðila á hálfsárs- uppgjörum bankanna 2008. Samkvæmt þeim var staða bankanna sterk og eigið fé þeirra á milli átta til níu hundruð milljarð- ar króna. Þórður segir að skoða verði bæði hvort uppgjörin hafi verið rétt og hvernig stjórnendur þeirra hafi túlkað þau. - jab ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON Forstjóri Kauphallarinnar segir að skoða verði hvort uppgjör bankanna hafi verið rétt og hvernig stjórnendur þeirra túlkuðu þau. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Vill skoða uppgjör bankanna

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.