Fréttablaðið - 04.02.2010, Page 30

Fréttablaðið - 04.02.2010, Page 30
PIERRE CARDIN tískuhönnuður, sem er þekktur fyrir framtíðar- drauma í hönnun sinni, heldur nú upp á sextíu ára starfsafmæli sitt. Systurnar Edda Sif og Sandra Rún Sigurðar- dætur opnuðu Dúkkuhúsið að Vatnsstíg 3 seint á síðasta ári og hefur búðinni verið vel tekið. Þar fást litríkir kjólar, skór og fylgi- hlutir og minnir umgjörðin á lítið dúkku- hús. „Hugmyndin er sú að hingað sé hægt að koma, dubba sig upp og fara í eins konar dúkkuleik en umgjörðin og úrvalið er í samræmi við það,“ segir Edda Sif. En hvað varð til þess að þær systur ákváðu að hella sér út í verslunarrekstur? „Hug- myndin kviknaði í fyrravetur þegar við vorum að selja okkar eigin föt í Kolaport- inu. Við slógum sölumet og í kjölfarið datt okkur í hug að við hefðum ef til vill eitt- hvert vit á þessu. Upp frá því opnuðum við síðu á fésbók og seldum svolítið af eigin saumaskap en þegar við fengum samn- ing við breska framleiðandann Lipsy ákváðum við að opna verslun.“ Megnið af vörunum í versluninni er frá Lipsy en þær minna um margt á föt sem má sjá í sjónvarpsþáttum á borð við Gossip Girl og Sex and the City. „Við erum með mikið af fínum og litríkum kjól- um og háum hælum og bjóðum upp á gott mótvægi við verslanir sem selja notuð föt. Hingað koma mennta- og háskólastelpur í stórum stíl og hafa margar nælt sér í árs- hátíðarkjól að undanförnu.“ vera@frettabladid.is Dúkkulegt í anda Gossip Girl og Sex and the City Í Dúkkuhúsinu er að finna litrík föt og fylgihluti. Fötin minna um margt á klæðnað sem má sjá í þáttum eins og Gossip Girl og Sex and the City og eiga konur jafnt sem stúlkur erfitt með að standast mátið. Edda Sif útskrifaðist frá HR í fyrra og Sandra Rún úr Verslunarskóla Íslands. Eftir að þær náðu samningum við breska framleiðand- ann Lipsy ákváðu þær að opna verslun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í búðinni fást kjól- ar, pils, leggings, skór og yfirhafnir ásamt töskum og skarti. Edda Sif segir marg- ar stelpur hafa nælt sér í árshá- tíðarkjólinn í búðinni að undanförnu. Dúkku- húsið býður upp á gott mótvægi við verslanir sem selja notuð föt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.