Fréttablaðið - 04.02.2010, Side 37

Fréttablaðið - 04.02.2010, Side 37
FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 Ísold ehf. sérhæfir sig í inn- flutningi og sölu á hillukerfum frá fyrirtækinu Metalsistem á Ítalíu. Fyrirtækið Ísold ehf. var stofnað árið 1992 og hefur verið starfrækt að Nethyl 3-3a frá árinu 1999. Að sögn framkvæmdastjórans Krist- ins Gestssonar hafa starfsmenn fyrirtækisins aflað sér víðtækrar reynslu og þekkingar á hillukerf- um og verslunarinnréttingum sem þeir hafa miðlað til viðskiptavina sinna síðustu átján ár. „Aðaláhersla okkar hefur verið innflutningur og sala á hillukerf- um frá Metalsistem, sem fram- leiðir vörur samkvæmt hæstu gæðastöðlum og hefur skipað sér í fremstu röð fyrirtækja í Evrópu á sínu sviði,“ segir Kristinn og nefnir helstu kosti þessara hillukerfa, sem henta jafnt fyrirtækjum sem ein- staklingum. „Hillurnar frá Metal- sistem eru einfaldar í uppsetningu meðal annars vegna þess að þær eru skrúfulausar og þarf því aðeins að smella þeim saman. Þá hafa þær mikla burðargetu og langa endingu þar sem þær eru framleiddar úr sinkhúðuðu stáli,“ segir hann og bætir við að vörugæði sjáist meðal annars í því hve vinsælar vörur frá Metalsistem hafa verið hérlendis og úti í heimi. „Hillukerfin frá Metalistem hafa verið framleidd og seld við góðar undirtektir í áratugi. Hér hafa þau helst verið eftirsótt hjá opinber- um stofnunum og fyrirtækjum. Við höfum boðið fyrirtækjum upp á ráðgjöf, heimsótt þau og komið með tillögur að heildarlausnum í hillukerfum,“ segir Kristinn og bætir við að þarfir fyrirtækja fari eftir hlutverki þeirra og séu þar af leiðandi oft mjög ólíkar. Sumir sækist eftir brettarekkum en aðrir vilji nýjungar eins og tölvustýrða lagerskápa sem Ísold býður einnig upp á. Hann tekur fram að fyrirtæk- ið þjóni einnig einstaklingum. „Við höfum liðsinnt fólki með allt mögu- legt, til dæmis þeim sem vantar sértækar lausnir, svo sem til að hengja upp verkfæri eða setja upp vinnuborð.“ Að sögn Kristins selur Ísold einnig stálskápa frá Blika og Sarps- borg af ýmsum gerðum auk þess að flytja inn verslunarinnréttingar, veggpanil ásamt fylgihlutum, plast- kassa og rafmagnslyftara. Vöru- úrvalið má skoða í rúmgóðum sýn- ingarsal í húsnæði verslunarinnar, þar sem einnig er lager og verk- stæði fyrir samsetningarvinnu og sérsmíði fyrir til dæmis verslanir og verkstæði. Víðtæk reynsla og þekking á hillukerfum „Aðaláhersla okkar hefur verið á innflutning og sölu á hillukerfum frá Metalsistem, sem framleiðir vörur samkvæmt hæstu gæða- stöðlum,“ segir Kristinn Gestsson, framkvæmdastjóri Ísoldar ehf. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Stórir skjalaskápar hafa undan- farin ár ekki síður þótt eiga heima í stofum sem stáss en á skrifstof- um. Einkum hefur þetta verið áberandi á norrænum heimilum þar sem gamlir skjalaskápar hafa fengið endurnýjun lífdaganna til að mynda með sprautulökkun. Skáparnir eru þá gjarnan not- aðir undir alla pappíra heimilis- ins þar sem allt er flokkkað og því komið haganlega fyrir. Enda felst viss munaður í því að geta auðveld- lega gengið að pappírunum sínum, hvort sem um er að ræða bæk- linga fyrir rafmagnstæki heimil- isins, heimilisbókhaldið eða teikn- ingar og gamlar einkunnabækur barnanna. Öðru hverju má fá skjalaskápa á nytjamörkuðum en þeir eru ekki ýkja ódýrir núorðið vegna vinsælda. Hins vegar eru þeir góð fjárfesting og gaman að láta sprautulakka skápana í lit. Sum bílasprautunarfyrirtæki hér í bæ sprautulakka húsgögn og má þar nefna Bílanes Grandsprautun. - jma Tilvalið að sprautulakka Lægri skjalaskápar koma oft betur út í litlu rými. Sniðugt er að stafla litlum pappakössum, sem hægt er að draga út eins og skúffu. Þessi er í hinum klass- íska gráa lit en skúff- urnar eru merktar með fallega lituðum flötum. N O RD ICPH O TO S/G ETTYS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.