Fréttablaðið - 04.02.2010, Page 38

Fréttablaðið - 04.02.2010, Page 38
 4. FEBRÚAR 2010 FIMMTUDAGUR6 ● hillur og skápar Hillur eru ekki bara hillur í hug- um hönnuða. Þær eru tilefni flókinna hugarsmíða eins og sjá má á myndunum sem hér fylgja. Landakort, vísdómstré, náttúran og margt fleira gefur hönn- uðum innblástur. Þeir eru þjálfaðir í að hugsa út fyrir rammann og finna nýjar lausnir á ævagömlum og stundum hvunndags- legum vandamálum á borð við hvernig geyma eigi bækur. - sg Hugmyndarík hönnun Þessa fallegu hillu er að finna á sýningu í Maastricht sem tileinkuð er hollenska innan- hús hönnuðinum Maurice Mentjens. Hillan er þó ekki eftir hann heldur eru einnig á sýningunni munir sem hafa veitt honum innblástur. Þar má sjá verk eftir hönnuði á borð við Ettore Sottsass, Ron Arad og Shiro Kuramata. Þessi hilla er eftir ítalska hönnuð- inn Ettore Sottsass (1917-2007). Nafn hillunnar er Carlton og hann- aði Sottsass hana árið 1981.Bókahilla ástralska hönnuðarins Marcs Newson er búin til úr marmara. Hilla sem mótuð er eftir Bandaríkj- unum kemur úr smiðju Rons Arad. Þessar hillur frá dbd Studio líta út eins og þær eigi heima í tölvuleik. ● SKÚFFUR EIGNAST NÝTT LÍF Schubladen heitir skemmti- legt þýskt fyrirtæki sem hannar húsgögnin sem hér sjást. Endurvinnslu- hugtakið er því hugleikið enda taka hönnuðir Schubladen gamlar skúffur úr aflóga skápum og hirslum og smíðað utan um þær með mjög svo skemmti- legum árangri. Þannig verður hver hlutur ein- stakur. Nánar á www.schubla- den.de. Vísdómstréð var hönnuðinum Jordi Milá innblástur. Kemur út fimmtudaginn 11. febrúar Fermingarföt Auglýsendur vinsamlegast hafið samband: Hlynur Þór • hlynurs@365.is • sími 5125439 Sérblað Fréttablaðsins

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.