Fréttablaðið - 06.02.2010, Side 1

Fréttablaðið - 06.02.2010, Side 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI6. febrúar 2010 — 31. tölublað — 10. árgangur Ekki deilt um megin- markmið breytinga SKATTAR 28 MATUR VIÐTAL 20 Fréttablaðið er með 212% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað, höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í nóvember 2009 – janúar 2010. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 73,8% 23,7% TVÖ SÉRBLÖÐ Í DAG matur [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ] febrúar 2010 Nýtir alltaf afganga Margrét Sigfúsdóttir leggur áherslu á hag- sýni í eldamennsku. SÍÐA 5 Alltaf vinsælar Helga Sigurbjörnsdóttir kann uppskrift að kleinum sem klikka ekki. SÍÐA 6 LITRÍKT ÆVISKEIÐ Steingríms Hermannssonar minnst í máli og myndum Opið 10–18 Þóra Tómasdóttir ræðir um fjölmiðla og ný tækifæri MINNING 22 CELINE Í ENDUR- NÝJUN LÍFDAGA TÍSKA 44 ERU ÁLFAR KANNSKI MENN? TÓNLIST 32 Allir vilja kleinur HLAUPIÐ Á VATNI Þessi ungi maður fór á stökki yfir ísilagða Reykjavíkurtjörnina í kuldanum síðdegis í gær og virtist ekki hafa nokkrar áhyggjur af því að ísinn bæri hann ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STJÓRNMÁL Grundvöllur að nýjum samningaviðræðum um Icesave er í sjónmáli. Bjartsýni og jákvæðni gætir á öllum vígstöðvum. Sam- ræður stjórnar og stjórnarand- stöðu á Íslandi síðustu daga hafa gengið vel og fært menn nær hvern öðrum. Góður tónn var í breskum og hollenskum ráðherr- um á fundi með þremur flokks- formönnum í Haag fyrir rúmri viku. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins leggja Bretar og Hol- lendingar höfuðáherslu á að fá höfuðstól Icesave-skuldarinnar greiddan. Nemur hann tæpum 700 milljörðum króna. Lýstu þeir sig reiðubúna til viðræðna um hvaðeina annað, svosem afborg- unartíma og vexti. Á móti kemur að þeir vilja ekki að málið verði sett í dóm. Er horft til þess að vextir verði breytilegir, en ekki fastir eins og bundið var í fyrri samninga. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst miðar nú vinnan á Íslandi ekki síst að því að leita allra leiða til að hámarka eignir þrotabús Landsbankans. Erlend- ir sérfræðingar hafa verið fengn- ir til ráðgjafar. Nýjustu spár gera ráð fyrir að eigurnar kunni að duga fyrir rúmlega níutíu pró- sentum Icesave-skuldanna. Von- góðir segja mögulegt að eigurnar standi undir öllum kostnaðinum. Niðurstaðan kemur ekki í ljós fyrr en að nokkrum árum liðnum þar sem þrotameðferð tekur jafn- an talsverðan tíma. Það er Bretum og Hollending- um nokkurt kappsmál að málinu verði lokið sem fyrst. Íslensk- ir stjórnmálamenn eru sömu skoðunar. Hérlendis óttast menn raunar að snurða kunni að hlaupa á þráðinn ef málið tefst úr hófi fram. Þokist sjáanleg lausn of nærri fyrirhugaðri þjóðarat- kvæðagreiðslu um Icesave-lögin frá því í desemberlok geti spillst fyrir nýfengnu ágætu samstarfi formanna flokkanna. Þeir þurfi að beita sér í kosningabaráttu. - bþs Flest bendir til mun betri Icesave-lausnar Bretar og Hollendingar leggja höfuðáherslu á að fá höfuðstól Icesave-skuldar- innar greiddan. Þeir hafa lýst sig reiðubúna til að semja upp á nýtt um afborg- anir og vexti. Unnið að tæknilegum úrlausnum á hámörkun eigna þrotabús LÍ. Sölufulltrúar Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426 Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441 Helstu verkefni · Rekstur og fjárfestingar sjóða · Mat viðskiptatækifæra og greining samkeppnismöguleika· Þátttaka í mótun fjárfestingastefnu sjóðanna Ármúla 13a · www.mp.is Við viljum ráða framkvæmdastjóra með reynslu af fjárfestingum og störfum á verðbréfamarkaði. Viðkomandi þarf að hafa ríka ábyrgðartilfinningu, frumkvæði og góða samskiptahæfileika. Hæfni til að greina viðskiptatækifæri og stýra þróun og eflingu framboðs sjóða er einnig skilyrði. Menntunar og hæfniskröfur · Mikil reynsla af störfum á verðbréfamarkaði, þ.m.t. reynsla af eignastýringu · Háskólamenntun á sviði verkfræði, hagfræði og/eða viðskipta · Próf í verðbréfaviðskiptum í samræmi við 53. gr. laga um fjármálafyrirtæki · Sjálfstæði og frumkvæði í starfi · Góðir samskiptahæfileikar MP sjóðir eru með 7,4 milljarða í stýringu en ríkisskuldabréfasjóður MP hóf starfsemi í nóvember 2008. MP Sjóðir hf., sem er dótturfélag MP Banka hf., er fjármálafyrirtæki með starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfa- og fjárfestingarsjóða skv. 7. tölul. og b-lið 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. og 1.-3. tölul. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Starfsleyfið tekur til reksturs verðbréfa- og fjárfestingarsjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu skv. 7. tölul. 1. mgr. 3. gr. og til eignastýringar, fjárfestingarráðgjafar og vörslu og stjórnunar fjármálagerninga í sameiginlegri fjárfestingu skv. 1.-3. tölul. 27. gr. laga nr. 161/2002. MP Sjóðir hf. hafa útvistað hluta af daglegum rekstri til MP Banka hf. á grundvelli 18. gr. laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, nr. 30/2003. Framkvæmdastjóri MP Sjóða Nánari upplýsingar veitir Hildur Þórisdóttir, starfsmannastjóri MP Banka, hildur@mp.is. Umsóknar- frestur er til og með 15. febrúar n.k. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um starfið á heimasíðu MP Banka, www.mp.is/starfsumsokn eða senda umsóknir á starf@mp.is. SPENNANDI STÖRF HJÁ TRAUSTU FYRIRTÆKI Hjá Eimskip starfar fjölbreyttur og skemmtilegur hópur öflugra starfsmanna og nú leitum við að einstaklingum til að slást í þann hóp og takast á við spennandi framtíðarstörf. Ráðgjafi í flugþjónustu Vegna aukinna umsvifa leitum við að ráðgjafa í sölu og þjónustu flugflutninga sem er hluti af þjónustu innflutningsdeildar. Ráðgjafi í flugþjónustu ber ábyrgð á faglegri ráðgjöf, sölu, tengslum við viðskiptavini og heildarþjónustu vegna flugþjónustu Eimskips. Menntunar- og hæfniskröfur: • Stúdentspróf eða sambærileg menntun • Færni í mannlegum samskiptum og framúrskarandi góð þjónustulund • Hröð og nákvæm vinnubrögð • Frumkvæði og skipulagshæfileikar • Góð íslensku-, ensku- og tölvukunnátta Eimskip býður alhliða flugþjónustu við inn- og útflytj d í fi Verkefnastjóri í upplýsingatækni Upplýsingatæknideild ber ábyrgð á rekstri upplýsinga-tæknikerfa Eimskips. Helstu verkefni verkefnastjóra eru þróun og viðhald á samþættingarlausnum og innleiðing á SAP PI, auk þess að sinna gæðaeftirliti á núverandi lausnum í Web Methods og samskiptum við verktaka. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun á svið kerfis- eða tölvunarfræði • Verkefnastjórnun • Þekking á SAP viðskiptakerfi • Mjög góð enskukunnátta í rituðu og töluðu máli Bifvélavirki Á vélaverkstæði Eimskips á Húsavík annast bifvélavirkjar véla- og tækjaviðgerðir á eignum Eimskips víðsvegar af landinu. Fyrir réttan aðila er í boði fjölbreytt og krefjandi framtíðarstarf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Menntunar- og hæfniskröfur: • Meistarapróf í bifvélavirkjun er æskilegt • Reynsla af viðgerðum á tækjum og vögnum • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð • Góð þjónustulund og jákvæðni • Íslenskukunnátta Vélstjóri á flutningaskip Eimskip vill ráða vélstjóra með full réttindi á skip félagsins. Almennt gildir að siglt er í 2 vikur og frí í 2 vikur. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Menntunar- og hæfniskröfur: • Full réttindi STCW samkvæmt reglum lll/1, lll/2 og lll/3 • Nauðsynlegt að geta unnið undir álagi • Jákvæðni og þjónustulund • Íslenskukunnátta Einnig er möguleiki á ráðningum í stöður vélstjóra með minni réttindi, STCW lll/3. P IP A R \ T B W A • S Í A • 1 0 03 2 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.