Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.02.2010, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 06.02.2010, Qupperneq 4
4 6. febrúar 2010 LAUGARDAGUR Í grein Einars Benediktssonar 30. janúar misritaðist málsgrein sem er svofelld rétt: Þá er ljóst að í því opna umhverfi viðskipta og efnahagslegra samskipta sem ríkjandi verður í heiminum getur Ísland ekki búið við kerfi peningamála sem byggir á eigin gjaldmiðli. LEIÐRÉTTING GENGIÐ 05.02.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 231,2663 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,47 129,09 201,71 202,69 175,70 176,68 23,596 23,734 21,367 21,493 17,173 17,273 1,4348 1,4432 197,78 198,96 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is HEILBRIGÐISMÁL Komum á bráða- þjónustu geðsviðs Landspítalans fjölgaði um rúm tíu prósent frá því að hrun hófst í október 2008 og til loka september 2009. Notkun geð- lyfja hefur hins vegar staðið í stað, eða heldur minnkað á sumum teg- undum á milli ára 2008 og 2009. Tíðni sjálfsvíga hefur ekki breyst og sjálfsvígstilraunum sem leiða til komu á sjúkrahús hefur fækk- að verulega allt frá árinu 2006 til 2009. Þetta kom fram í viðtali Frétta- blaðsins við Pál Matthíasson, fram- kvæmdastjóra geðsviðs LSH, og Matthíasi Halldórssyni aðstoðar- landlækni. „Á fyrstu þremur mánuðum eftir hrunið varð sautján prósent aukn- ing á komum á bráðamóttöku, sem hefur heldur jafnast út,“ útskýrir Páll. „Innlögnum á bráðageðdeildir fjölgaði um rúm sex prósent 2008- 09. Hins vegar fækkar legudögum vegna styttri legutíma sjúklinga. Meðallegutími nú er ellefu dagar á bráðageðdeildum, en heldur styttri fyrir flesta.“ Páll segir að fækkun legudaga stafi meðal annars af því að betur gangi nú en áður að koma fólki í önnur úrræði eftir dvöl á geðdeild. Þetta þýði að geðsviðið hafi meiri getu til að taka inn nýja sjúklinga. Aukning í innlögnum felist ekki í því að fólk sé að koma aftur vegna þess að það hafi verið útskrifað of snemma. Matthías bætir við að opnuð hafi verið ný móttaka í kjölfar hruns. „Hún var mjög lítið notuð svo henni var fljótlega lokað aftur,“ segir hann. „Hvað sjálfsvígin varðar hafa meðaltöl þeirra verið 35 á síðustu tíu árum. Bráðabirgðatala fyrir árið 2009 er 32 sjálfsvíg.“ Páll segir fólk þurfa að vera með- vitað um að kreppa hafi áhrif á heilsufar, einkum andlega heilsu. Jaðarhópum hætti til að lenda í vanda, svo sem öldruðum, útlend- ingum, fólki með geðfatlanir og börnum þessara hópa. „Það verður að halda sérstaklega utan um þetta fólk og standa vörð um það.“ Páll segir eftirtektarvert að inn- lögnum vegna áfengis- og vímu- efna hafi fjölgað um rúm sex pró- sent milli 2008 og 2009. „Heildarniðurstaðan er sú, að álagið hefur aukist jafnt og þétt á geðsviðið,“ segir Páll, „meðan fjár- veitingar hafa verið skornar niður um 4,6 prósent 2009 og 6,9 prósent 2010“. jss@frettabladid.is Fleiri á bráðamóttöku geðsviðs eftir hrunið Komum fólks á bráðaþjónustu geðsviðs LSH fjölgaði um sautján prósent fyrstu þrjá mánuðina eftir bankahrunið. Frá október 2008 til loka september 2009 var aukningin tíu prósent. Geðlyfjanotkun og tíðni sjálfsvíga standa í stað. GEÐDEILD LANDSPÍTALA Álagið á geðsvið Landspítala - háskólasjúkrahúss hefur auk- ist jafnt og þétt meðan fjárveitingar hafa verið skornar niður um 4,6 prósent 2009 og 6,9 prósent 2010. KOMUR Á BRÁÐA- ÞJÓNUSTU GEÐSVIÐS Tímabil fjöldi aukning 01/10/08 - 30/09/09 6.545 10,0% 01/10/07 - 30/09/08 5.942 01/10 - 31/12 ‘08 1.624 16,5% 01/10 - 31/12 ‘07 1.394 01/01 - 31/12 ‘09 6.481 5,0% 01/01 - 31/12 ‘08 6.172 7,9% 01/01 - 31/12 ‘07 5.718 SJÁLFSVÍGSTILRAUNIR og hugsanlegar sjálfsvígstilraunir 2006 252 2007 223 2008 198 2009 178 HEIMILD: LANDSPÍTALI HEIMILD: LANDSPÍTALI VIÐSKIPTI Svo kann að fara að fag- fjárfestum, svo sem lífeyrissjóð- um, verði boðið að kaupa stóran hlut Arion banka í Högum í lok- uðu útboði fyrir skráningu félags- ins á markað seinni hluta árs og þeir verði mótvægi við aðra hlut- hafa félagsins sem fá að kaupa í opnu útboði. Finnur Sveinbjörns- son, bankastjóri Arion banka, segir þetta á meðal þeirra hug- mynda sem unnið sé með í samráði við erlendan ráðgjafa í útfærslu á útboðsferlinu. Finnur segir ekkert standa gegn því að einstakir hluthafar og aðilar þeim tengdir geti tryggt sér meira en 33 prósenta hlut í Högum. Gerist það eru þeir skyldir til að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð lögum samkvæmt. Aðrir hluthafar munu þá þurfa að vega það og meta, að sögn Finns. Samkvæmt samkomulagi um skráningu Haga fá eigendur og stjórnendur Haga að kaupa allt að fimmtán prósenta hlut Arion banka í Högum. Þar af getur Jóhannes Jónsson, stofnandi Bónuss og stjórnarformaður Haga, keypt tíu prósenta hlut. Finnur Árnason, forstjóri Haga, og framkvæmdastjórar eiga nú um tveggja prósenta hlut í félaginu. Finnur sagði í samtali við Frétta- blaðið í gær að stjórnendur fyr- irtækisins og hópur starfsfólks myndu nýta rétt sinn. Erlendir fjárfestar koma ekki að fjárfest- ingunni, að hans sögn. - jab FINNUR SVEINBJÖRNSSON Verði yfir- tökutilboð lagt fram í Haga eftir skrán- ingu félagsins í Kauphöll verða aðrir hluthafar að meta hvort þeim finnist það sanngjarnt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ekki útilokað að Hagar komist aftur í eigu fárra eftir skráningu á markað: Fagfjárfestar verða mótvægi VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 7° 1° 0° 5° 2° 2° 0° 0° 22° 7° 15° -1° 17° -2° 7° 14° -2° Á MORGUN 3-8 m/s en hvassara allra syðst. MÁNUDAGUR Austlæg eða breytileg átt. 1 0 -4 -2 -4 0 0 3 3 5 -6 8 7 5 3 4 3 3 8 8 15 6 3 -1 0 1 3 3 3 1 -10 LITLAR BREYTINGAR Næstu dagar verða tíðindalitlir. Vindur verður austlægur og fremur hægur nema allra syðst, þar má búast við strekkingi. Yfi rleitt verður bjart með köfl um og él á stöku stað. Heldur dregur úr frosti á morgun og mánu- daginn. Soffía Sveinsdóttir Veður- fréttamaður HEILBRIGÐISMÁL Niðurskurður á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verður ekki jafnmikill og forsvars- menn hennar töldu áður óhjá- kvæmilegt. Á fundi stjórnenda stofnunarinnar með heilbrigðis- ráðherra í gær kom fram að áhrif skertra framlaga á rekstur stofn- unarinnar hefðu verið ofmetin, að því er segir í tilkynningu. „Vegna þessa er ljóst að stjórn HSS verður að endurmeta fyrri ákvarðanir og standa vonir til að hægt verði að halda þjónustu við sykursjúka áfram opinni og sama er að segja um sálfélagslegu þjón- ustuna. Þá verður almenn móttaka lækna um helgar áfram opin,“ segir í tilkynningu. - sh Ofmátu áhrif skertra framlaga: Minna skorið niður hjá HSS SVEITARFÉLÖG Skíðafélag Ólafs- fjarðar hefur keypt snjófram- leiðslukerfi Norðfirðinga í Odd- skarði. Kerfið, sem keypt var árið 2006, var selt á þrjá milljónir króna. Austurglugginn greinir frá þessu.Í frétt blaðsins kemur fram að söluandvirðinu verði varið til framkvæmda á skíðasvæðinu í Oddskarði, meðal annars stækkun bílastæðis og uppsetningu á snjósöfnunargirðingum. - bþs Norðfirðingar selja snjóbyssur: Ólafsfirðingar í snjóframleiðslu Vegna fyrirhugaðra áheyrnarprufa vegna hlutverks Sollu stirðu, sem fara fram á Hilton Nordica laugardaginn 13. febrúar, er rétt að taka fram að aldursbilið er 8-28 ára. ÁRÉTTING LÖGREGLUMÁL Þrír karlmenn voru teknir fyrir vímuakstur í Reykja- vík í fyrradag. Karlmaður á fimmtugsaldri var tekinn fyrir ölvunarakstur. Hann hafði lent í árekstri í Álf- heimum í hádeginu og stakk af frá vettvangi. Hann var stöðv- aður og handtekinn skammt frá. Maðurinn hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Þá voru tveir ökumenn teknir fyrir að aka undir áhrifum fíkni- efna. Báðir voru stöðvaðir um miðjan dag, annar í miðborginni en hinn í Háaleitishverfi. Annar þeirra hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Í bíl hins fundust ýmsir munir sem grunur leikur á að séu þýfi. - jss Höfuðborgarsvæðið: Þrír teknir í vímuakstri FERÐAMÁL Hin árvissa Mid-Atl- antic kaupstefna Icelandair hófst á fimmtudag og stendur fram á sunnudag. Markmiðið er sagt vera að tengja saman kaupend- ur og seljendur ferðaþjónustu í Bandaríkjunum og Evrópu. „Fulltrúar á Mid-Atlantic eru nú um 500 alls frá fjórtán lönd- um. Að þessu sinni koma mun fleiri fulltrúar erlendis frá en undanfarin ár, eða um 350,“ segir á vef Ferðamálastofu. „Þar af er von á um 150 kaupendum ferða- þjónustu frá Bandaríkjunum og Kanada, sem sýnir óvenjumikinn áhuga.“ - óká Mid-Atlantic ráðstefna: Nú koma fleiri frá útlöndum Höfðingleg gjöf Lionshreyfingin á Íslandi hefur fært Slysavarnafélaginu Landsbjörgu eina milljón króna til kaupa á tveimur raf- stöðvum fyrir Íslensku alþjóðabjörg- unarsveitina en slíkar rafstöðvar eru meðal þess búnaðar sveitarinnar sem skilinn var eftir á Haítí þegar sveitin fór til hjálparstarfa þar. ÖRYGGISMÁL Minnt á 112 Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur í samstarfi við Námsgagnastofnun gefið út smálestrarbókina Númi og konurnar þrjár. Bókin er til lestrarþjálf- unar auk þess sem henni er ætlað að vekja ungmenni til vitundar um mikilvæg atriði í tengslum við slysa- varnir. Einnig minnir hún á neyðar- númerið 112. ÖRYGGISMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.